Birna Picciridda
föstudagur, maí 27, 2005
Seinasta blogg fyrir brottför. Leggjum af stað til Þýskalands eldsnemma í fyrramálið og verðum í Hollandi hjá René fram á sunnudag en þá verður tekin þysk næturlest til Kaupmannahafnar og brottför til Bangkok er klukkan 1430 á manudag. Á eftir að pakka öllu og gera allt eins og venjulega þannig að það er sennilega best að hafa þetta bara stutt og fara að koma sér að verki.
Tinna systir á afmæli á sunnudaginn! Til hamingju með það, litla krílið bara orðið 18 ára gamalt!
Maður reynir að finna eitthverja nettengingu í Tælandi og láta vita af sér. Elska ykkur öll, bless bless í bili!!
Tinna systir á afmæli á sunnudaginn! Til hamingju með það, litla krílið bara orðið 18 ára gamalt!
Maður reynir að finna eitthverja nettengingu í Tælandi og láta vita af sér. Elska ykkur öll, bless bless í bili!!
miðvikudagur, maí 25, 2005
Tinna systir var nú svalari en hún kom út sem Il padrino ( the godfather ).... ég hef ekki einu sinni séð mína mynd huuuuhhh
mánudagur, maí 23, 2005
Jæja þá er ekki nema vika í herlegheitin!! Reyndar aðeins minna hjá okkur Giovanni þar sem að við leggjum af stað á laugardagsmorgun áleiðis til Kaupmannahafnar! Jejj! Var að hugsa. Þar sem að flugið til Tælands tekur einhverja 10 tíma og Tæland er með einhverja 10 tíma í tímamismun, þá verður klukkan það sama við lendingu og hún var þegar við lögðum af stað, hversu svalt er það!!
Annars hef ég ekkert að segja nema að ég var að fatta að Ísland varð í 16 sæti í undankeppninni... erum við ekki alltaf í 16 sæti undankeppni eða alvörukeppni hvaða máli skiptir það?
Annars var ég að lesa skemmtilegar umræður á málefni.is sem ganga undir nafninu afhverju er Reykjavík svona ljót borg og þar komu nú ýmsir góðir punktar fram. Annars finnst mér Reykjavík nú ekki það ljót, það er ef að undanskilin er Hlemmur og efri Laugavegur, Hverfisgatan, Vatnsmýrin, Skeifusvæðið og hluti af Breiðholtinu ( sem betur fer týnast túristarnir lítið þangað )... Skipulagsmál Reykjavíkurborgar mættu þó vera meira í takt við það að hægt sé að labba á milli staða en því miður er borgin byggð upp í kringum einkabílinn og finnst mér það miður. Já svona fór um sögu þá...
Annars hef ég ekkert að segja nema að ég var að fatta að Ísland varð í 16 sæti í undankeppninni... erum við ekki alltaf í 16 sæti undankeppni eða alvörukeppni hvaða máli skiptir það?
Annars var ég að lesa skemmtilegar umræður á málefni.is sem ganga undir nafninu afhverju er Reykjavík svona ljót borg og þar komu nú ýmsir góðir punktar fram. Annars finnst mér Reykjavík nú ekki það ljót, það er ef að undanskilin er Hlemmur og efri Laugavegur, Hverfisgatan, Vatnsmýrin, Skeifusvæðið og hluti af Breiðholtinu ( sem betur fer týnast túristarnir lítið þangað )... Skipulagsmál Reykjavíkurborgar mættu þó vera meira í takt við það að hægt sé að labba á milli staða en því miður er borgin byggð upp í kringum einkabílinn og finnst mér það miður. Já svona fór um sögu þá...
föstudagur, maí 20, 2005
Hvað djöfulsins vesen er þetta með þessa blessuðu Juróvísíon keppni!! Loksins þegar ég hafði möguleika á að fylgjast með! Týpískt! Samt eiginlega soldið fyndið að við skyldum ekki einu sinni komast í aðalkeppnina miðað við það sem maður hefur verið að lesa í fjölmiðlum heima, já og svo eftir undankeppnina þá var bara pínu ponsu litill linkur á mbl.is um að Selma hefði ekki komist áfram!! Og hvenær breyttist keppnin eiginlega? Seinast þegar ég hafði tækifæri til að horfa þá var engin undankeppni heldur bara ein aðal keppni og seinustu löndin duttu út. Sennilega hefur þetta verið gert þar sem að nú hafa bæst svo mörg lönd við Evrópu miðað við það sem hefur dottið út ... þ.e Ítalia, en ég var að frétta að Italía tekur ekki lengur þátt vegna pólitiskra ástæðna og kemur það ekki á óvart þar sem að hér snýst allt um pólítík.
Annars fer að styttast í ferðalagið. Þetta er ægilega flókið ferðalag þar sem að þessir munu verða áfangastaðirnir Catania-Forlí-Dusseldorf-Eindhoven-Kaupmannahöfn-Bangkok-Kaupmannahöfn-Malmö-London-Palermo!! Jámm geri aðrir betur....
Annars fer að styttast í ferðalagið. Þetta er ægilega flókið ferðalag þar sem að þessir munu verða áfangastaðirnir Catania-Forlí-Dusseldorf-Eindhoven-Kaupmannahöfn-Bangkok-Kaupmannahöfn-Malmö-London-Palermo!! Jámm geri aðrir betur....
miðvikudagur, maí 18, 2005
JUROVISION
Jöööösss í ár verð ég þess heiðurs aðnjótandi að geta loksins í fyrsta skiptið í 6 ár fylgst með Júrovision frá Ítalíu!!!! Ótrúlegar gleðífréttir! Ekki það að Ítalir hafí ákveðið að sýna frá keppninni, nei nei þeim dytti það nu ekki til hugar, heldur þá eru bræður hans Giovanni komnir með SKY heima hjá þeim og viti menn BBC prime sýnir frá keppninni á laugardagskvöld!! 'Eg er búin að frátaka sjónvarpið heima hjá þeim semsagt næsta laugardagskvöld og verð þar ein í júrovisionparty!!!! Eins gott að Selma rúlli þessu upp þetta árið, ég er að hafa alltof mikið fyrir þessu öllu saman!þriðjudagur, maí 17, 2005
Hægri snú
Jæja þá er búið að kjósa í Cataniaborg og niðurstöðurnar eins og við mátti búast í mafíuumhverfi eins og hér er. Miklar vonir voru bundnar við að núverandi hægrisinnaður forza italia borgarstjóri myndi tapa fyrir fyrrverandi vinstrisinnuðum borgarstjóra sem gaf kost á sér í annað skipti en allt varð úr ekki og mafíuforinginn sem kyssti á hægri hönd Berlusconi þegar hann kom í heimsókn hingað um daginn vann frekar öruggan sigur enda besti vinur og einkalæknir kóngsins sjálfs og hefur til að mynda unnið það afrek að láta vaxa hár upp á nýtt á hausnum á einræðisherranum sjálfum. Já ekki slæmt það. Mestan sigur unnu þeir Forza Italia menn í úthverfum borgarinnar þar sem að mikil fátækt ríkir og meirihluti borgarbúa býr í nokkurskonar hreysum. Þar þrífst mafían best enda er von þessa fólks seinust að deyja, von um betra líf betri framtíð og jafnvel smá pening í staðinn fyrir að kjósa mafíuforingjann sjálfan enda talað um það að þeir gæjar borgi allt uppí 1000 evrur ef að fólk getur útvegað fimm örugg atkvæði og það er ekki lítið fyrir þá sem ekki eiga neitt. Já ég var alveg örugg á því að þessi myndi vinna aftur þótt að ég hafi haldið í vonina með Vinstri snú, og allir sem ég þekki hafi kosið hann, í von um að Catania myndi þar með vaxa og dafna undir stjórn Vinstrimanna sem að myndu breyta þessari borg aftur í græna og umhverfisvæna borg fulla af fjölskylduvænum torgum eins og fyrrverandi borgastjóri byrjaði á áður en þessi súpermaffi komst í sætið hans. Já nú geta Berlusconi og vinir hans heldur betur brosað enda voru þessar kosningar mjög mikilvægar á landsvísu fyrir Hægrisinnaða þar sem að þeir hafa verið að tapa miklu fylgi á norður og mið ítaliu, en sem betur fer fyrir þá og því miður fyrir fólkið þá lifir lengi í glæðum mafíunnar á suður ítaliu og eru þeir dyggir sínum mönnum...miðvikudagur, maí 11, 2005
Hausverkur
Fórum út að hlaupa í gær. Hlupum fram og til baka eftir strandlengjunni þar sem að flestir Cataniabúar fara út að hlaupa og finnst mér það reyndar frekar pirrandi þar sem að það er mjöglíklegt að hitta þá á einhvern sem maður þekkir og ef maður ætlar á annað borð út að hlaupa í ljótum íþróttagalla þá er óþolandi að þurfa að stoppa á miðri leið kófsveittur til að heilsa einhverju fólki... sem kom náttúrlega fyrir í gær að Giovanni hitti fyrrverandi skólafélaga, vinnufélaga og meira að segja einn sem býr í sömu blokk og við!!! En allavegana við höfðum það af að hlaupa 5 km en ég hef greinilega ekki þolað það vel því að ég gat ekki sofið í nótt fyrir dúndrandi hausverk sem endaði á því að Giovanni þurfti að vefja á mér hausinn inn í trefil ( eitthvert sikileyskt húsráð ) en viti menn manni líður betur ef eitthvað þrýstir á hausinn, að ég náði loksins að sofa eftir að drekka glas af tei með sykri í og eina aspiríntöflu.Það er orðið vel heitt hér um slóðir, í dag fór hitamælirinn í 30 gráður án þess að það væri sól. Og hei þið ættuð að sjá plönturnar mínar uppí á svölum þær eru í fullum blóma, appelsínugular, fjolubláar, bleikar, hvít, gul já í öllum hugsanlegum litum, ætli það sé ekki af því að ég er svo dugleg að vökva????
þriðjudagur, maí 10, 2005
Neighbours
Já það er alveg merkilegt nokk hvað það er til mikið af leiðinlegu fólki. Ekki það að það sé ekki afstætt hver er leiðinlegur og hver ekki, en það sem mér finnst persónulega einkenna leiðinlegt fólk er afskiptasemi, frekja og heimska. Já, það er alveg merkilegt hvað það er mikið til af fólki sem fellur undir þessar 3 skilgreiningar eins og áður hefur verið komið inn á, það merkilegra er þó að þessi hópur fólks virðist einhvern veginn alltaf þurfa að hópast í kringum mig og aðallega þó hérna úti á Ítalíu. Já ég er að tala um það furðulega fyrirbæri sem ég hef persónulega ekki þurft að hafa nokkrar áhuggjur af meiri hluta ævinnar, af þeim augljoslegu ástæðum að Torfastaðir er í 10 km fjarlægð ef maður heldur í norðaustur af Fögruhlíð og Hlíðarhús er hinum megin við á, í hina áttina þannig að raunverulegir hagsmunaárekstrar koma mér ekki í minni eins og er, að undantöldu þó að Torfastaðabóndi skaut köttinn minn einu sinni, en það er allt gleymt og grafið.Það býr kall í blokkinni minni. Hann heitir Signore Gatto sem úleggst herra Köttur á ylhýra. Það er hinsvegar ekkert kattarlegt við herra Kött þar sem að mér er einstaklega vel við ketti og alveg einstaklega illa við hann. Herra Köttur er alveg ótrúlega afskiptasamur. Td þá má ég ekki leggja bílnum hérna undir blokkinni eins og ég vil. Nei ef að bíllinn er of nálægt gangstéttinni og ekki alveg í beinni línu við alla hina bílana þá fær Herra Köttur nett móðursýkiskast og er kominn niður á nóinu. Um daginn þá var ég að leita að stæði og kemur hann ekki hlaupandi niður til að segja mér til og vildi endilega að ég legði í eitthvert stæði sem að bíllinn komst ekki einu sinni inn í og ég harðneitaði því að ég var búin að sjá að bíllinn komst ekkert í plássið. Nú kötturinn var ekki sammála og til að gera honum til geðs þá bakkaði ég í stæðið og festist náttúrlega hálf í stæðinu og hálf inn í næsta bíl.
Þá loksins gafst hann upp og dró lykla upp úr vasanum, þá átti hann víst bílinn fyrir framan!! Eftir að bíllinn hans var færður aðeins framar þá rann ég inn í stæðið en fyrr má nu fyrr vera urg
Svo eru það 2 gamlar kellingar sem búa á hinni hliðinni á blokkinni, það er ein byr herna fyrir neðan og fyrir framan hana í annarri blokk þá byr önnur og þær byrja að tala saman fyrir allar aldir á morgnana. Nú íbúðin okkar er efst í blokkinni þannig að við erum með svalir og svalirnar okkar eru fullar af blómum. Annaðslagið þá tek ég mig til og vökva blómin því að blóm þurfa vatn. Annaðslagið þá þvæ ég lika svalirnar til að við þurfum ekki að vaða skítinn sem safnast þar fyrir. Ekkert að því sérstaklega þar sem að vatnið dettur ekki beint niður af þakinu heldur safnast saman´og fer ofan í rör sem að skilar vatninu niður í niðurfallið hér fyrir neðan. Um daginn þá var ég að labba upp stigana og herra Köttur stoppar mig. Þá hafði hann frétt af því að annaðslagið þá læki vatn niður rörið og í gegnum niðurfallið hér fyrir neðan og var mjög áhyggjufullur yfir þessu öllu saman. Eg reyndi nu að utskyra fyrir honum að ég vökvaði annaðslagið blomin en hann vildi nu ekki heyra á það minnst heldur var hann viss um að það væri eitthvað sem læki upp á þaki og hann þyrfti endilega að koma upp og athuga þetta... ég hélt nú ekki.
Ég var einmitt að koma niður frá því að vökva blómin. Þar sem að það er orðið það heitt yfir daginn þá eru allar dyr og gluggar opnar í íbuðinni. Haldiði ekkki að ég hafi heyrt á tal gömlu kellinganna hér fyrir neðan þar sem að þær stóðu fyrir neðan rörið og horfðu á vatnið leka niður í holræsið furðu lostnar á því hvaðan allt þetta vatn kæmi með tilheyrandi handabandi upp til Guðs í von um að hann gæfi þeim einhverja skýringu á því hver hinn mikli Vatnsspreðari væri... já ég hef það á tilfinningunni að herra Köttur eigi eftir að liggja á hleri næst þegar ég labba fram hjá hurðinni hans svo hann geti nú bekkað mig til að ræða það hvaðan hinn dularfulli vatnsleki eigi orsök sína.... ooo hvað það er gott að fólk skuli ekki hafa neitt annað merkilegra að gera við dagana sína....
mánudagur, maí 09, 2005
Jæja þá er helgin búin og akkúrat ekki neitt að frétta nema að það er búið að panta miða áleiðis til Kaupmannahafnar til að ná Thai fluginu þaðan. Ekki fundust þó miðar alla leið þannig að við fljúgum til Dusseldorf sem er í Þyskalandi fyrir þá sem ekki vita betur aðeins einn klukkutíma frá Eindhoven í Hollandi og því tilvalið að skreppa með lest og kíkja á René í leiðinni. Það fer nú alveg að styttast í þetta allt saman tíminn er svo fljótur að líða. Annars væri ég nu alveg til í að komast í sauðburð einhversstaðar, uppruninn kemur oftar en ekki upp um mann á þessum tíma árs og hugurinn er oftar en ekki í fjárhúsunum í Fögruhlíð að taka á móti einhverju lambinu þegar líða tekur á Maímánuð.
föstudagur, maí 06, 2005
Save the whales
82 þúsund komu í hvalaskoðunTæplega 82 þúsund ferðamenn komu hingað til lands í fyrra gagngert til að skoða hvali. Þetta kom fram á tíu ára afmælisfundi hvalaskoðunarsamtaka Íslands í morgun.
Í greinargerð sem dreift var á fundinum kemur fram að beinar og óbeinar tekjur af ferðamönnum sem koma hingað til lands til að skoða hvali námu 1,9 milljörðum króna í fyrra. Þar kemur fram að helsta ógnin við að ferðamönnum í hvalaskoðun fjölgi séu hvalveiðar stjórnvalda. Fjöldi hvala og fjölbreytileiki tegunda hér við land sé meiri en víðast hvar annars staðar í heiminum
og heyriði það
fimmtudagur, maí 05, 2005
Birt með leyfi René Biasone
Opið bréf til umhverfisráðherra, Sigríðar A. Þórðardóttur, vegna starfsleyfis fyrirrafskautaverksmiðju á Katanesi í Hvalfjarðarstrandahreppi.
Í staðviðrinu síðastliðið sumar kom útvarpsfrétt um að loftmengun í Reykjavík
nálgaðist hættumörk. Brennisteinsloftmengunin á svæðinu frá Grundartanga til
Straumsvíkur á eftir að næstum tvöfaldast í náinni framtíð. Þessu veldur stækkun
Norðuráls, heimiluð stækkun ÍSAL og fyrirhuguð rafskautaverksmiðju á Katanesi.
Ætla má að hættuástand skapist á þessu svæði vegna loftmengunarinnar. Þess vegna
mælist ég til að rafskautaverksmiðju á Katanesi verði ekki veitt starfsleyfi.
"Vissir þú að lofttegundin SO2 veldur súru regni?
Það eitrar vatn og drepur lífríki á landi og í ám og vötnum.
Vissir þú að Loftmengun í Reykjavík nálgaðist hættumörk síðastliðið sumar?
Vissir þú að Ríkisstjórnin hefur heimilað Rafskautaverksmiðju í Hvalfirði og stækkun álvera í Straumsvík og Hvalfirði? Það mun tvöfalda SO2 mengun á svæðinu.
Vissir þú að þá verður mengunin í Hvalfirði og Strausmvík mjög sýnileg? Að þar með verði höfuðborgarsvæðið eitt mengaðasta svæði í Evrópu.
Það þýðir að á höfuðborgarsvæðinu verður SO2 mengun eins og frá hálfum Noregi eða Danmörku. Allt á einu litlu svæði.
Af þessu má ljóst vera að það stefnir í það óvænna með loftmengun á svæðinu frá
Straumsvík til Grundartanga. Ekki er næginlegt að líta á hvert verksmiðjusvæði fyrir
sig. Það verður að huga að heildinni. Á þessu svæði býr yfir helmingur þjóðarinnar.
Þess ber líka að geta að margs konar önnur mengun en SO2 gas stafar frá
stóriðjuverunum. Þar má nefna ryk, flúor, þrávirk efni og eitruð kerbrot. Fyrrverandi
umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, lét leggja vöktunarnefnd fyrir Grundartanga
niður svo ekki liggja fyrir óvilhallar upplýsingar um mengunina sem nú er orðin þar.
Eru menn einfaldlega ekkert að hugsa?
mánudagur, maí 02, 2005
Fór á ströndina í gær eins og 95% Cataniubúa enda sikileyingar orðnir leiðir á rigningu og kulda sem hefur verið óvenju þrautseigur í ár... en nú er sumarið komið í öllum sínum skrúða og þá er ég að tala um að eftir 2 tíma viðveru á ströndinni þá er ég eins og tómatur í dag, ekki óvön því svosem. Ætluðum á ströndina með Angelique frönsku vinkonu minni og 2 vinum hennar, annar þeirra er nýútskrifaður lögfræðingur sem bregður sér í gervi úfins kommúnista um leið og hann sleppur út af skrifstofunni á kvöldin. Frekar fyndin týpa sem keyrir um á 19 ára gamalli Fiat Pöndu sem er í alvöru talað að hrynja í sundur og maður fær svona traktorstilfinningu í hvert skipti sem maður stígur um borð og er þar að auki full af allskonar nytsamlegu drasli eins og skærum, skrúfjárnum, pottum og pönnum, sígarettum og ég veit ekki hvað og hvað.... já enduðum svo á því að fara á ströndina í sitt hvoru lagi þar sem að við fundum ekki hvert annað en það var svo sem allt í lagi þar sem að við hittumst bara eftir á til að fara og fá okkur Granita sem er viss passi eftir ströndina og ekki hægt að sleppa enda ekkert betra en ísköld sikileysk granita helst með sítrónu og pistasíu bragði með rjoma á toppnum og briosce mmmm.... jújú lögfræðingakomminn kom og náði í okkur á pöndunni enda öll tækifæri notuð til að stíga upp í þá dýrindiskerru. Eftir mjög skemmtilegan bíltúr þar sem að oftar en ekki voru farnar einstefnugötur í vitlausa átt þá komumst við loksins á barinn, það er að segja eftir að lögfræðingurinn var búinn að leggja drossíunni, á ská uppi á gangstétt undir stóru stóru merki sem á stóð að ekki mætti leggja... hehehe
Eftir hressinguna skutlaðist Pandan með okkur heim og við fórum á okkar bíl sem er náttla alls ekki jafn svalur og Pandan ( var ég buin að segja að við eigum núna Alfa Romeo 147 !!??? ) út á flugvöll til að sækja Salvo bróður hans Giovanni sem var að koma frá Siena og enduðum svo heima hjá foreldrum þeirra í kvöldmat sem var sko alls ekkert slæmt, besta parmigiana í heimi ( parmigiana er eggaldin sem búið er að steikja með tómötum, eggjum og raspi og henda inn í ofn í smá tíma þannig að úr verður svona einhversskonar eggaldinkaka yummmiiiii ég er sko einlægur aðdáandi ) og svo pasta al forno í aðalrétt.... ójá
Ætla að fara og búa mér til minestrone í góða veðrinu, gefa skjaldbökunum að borða og vökva appelsínutréið mitt ( lífrænt ræktað með skjaldbökukúk )!!!
Eftir hressinguna skutlaðist Pandan með okkur heim og við fórum á okkar bíl sem er náttla alls ekki jafn svalur og Pandan ( var ég buin að segja að við eigum núna Alfa Romeo 147 !!??? ) út á flugvöll til að sækja Salvo bróður hans Giovanni sem var að koma frá Siena og enduðum svo heima hjá foreldrum þeirra í kvöldmat sem var sko alls ekkert slæmt, besta parmigiana í heimi ( parmigiana er eggaldin sem búið er að steikja með tómötum, eggjum og raspi og henda inn í ofn í smá tíma þannig að úr verður svona einhversskonar eggaldinkaka yummmiiiii ég er sko einlægur aðdáandi ) og svo pasta al forno í aðalrétt.... ójá
Ætla að fara og búa mér til minestrone í góða veðrinu, gefa skjaldbökunum að borða og vökva appelsínutréið mitt ( lífrænt ræktað með skjaldbökukúk )!!!