eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Hægri snú

þriðjudagur, maí 17, 2005

Hægri snú

Jæja þá er búið að kjósa í Cataniaborg og niðurstöðurnar eins og við mátti búast í mafíuumhverfi eins og hér er. Miklar vonir voru bundnar við að núverandi hægrisinnaður forza italia borgarstjóri myndi tapa fyrir fyrrverandi vinstrisinnuðum borgarstjóra sem gaf kost á sér í annað skipti en allt varð úr ekki og mafíuforinginn sem kyssti á hægri hönd Berlusconi þegar hann kom í heimsókn hingað um daginn vann frekar öruggan sigur enda besti vinur og einkalæknir kóngsins sjálfs og hefur til að mynda unnið það afrek að láta vaxa hár upp á nýtt á hausnum á einræðisherranum sjálfum. Já ekki slæmt það. Mestan sigur unnu þeir Forza Italia menn í úthverfum borgarinnar þar sem að mikil fátækt ríkir og meirihluti borgarbúa býr í nokkurskonar hreysum. Þar þrífst mafían best enda er von þessa fólks seinust að deyja, von um betra líf betri framtíð og jafnvel smá pening í staðinn fyrir að kjósa mafíuforingjann sjálfan enda talað um það að þeir gæjar borgi allt uppí 1000 evrur ef að fólk getur útvegað fimm örugg atkvæði og það er ekki lítið fyrir þá sem ekki eiga neitt. Já ég var alveg örugg á því að þessi myndi vinna aftur þótt að ég hafi haldið í vonina með Vinstri snú, og allir sem ég þekki hafi kosið hann, í von um að Catania myndi þar með vaxa og dafna undir stjórn Vinstrimanna sem að myndu breyta þessari borg aftur í græna og umhverfisvæna borg fulla af fjölskylduvænum torgum eins og fyrrverandi borgastjóri byrjaði á áður en þessi súpermaffi komst í sætið hans. Já nú geta Berlusconi og vinir hans heldur betur brosað enda voru þessar kosningar mjög mikilvægar á landsvísu fyrir Hægrisinnaða þar sem að þeir hafa verið að tapa miklu fylgi á norður og mið ítaliu, en sem betur fer fyrir þá og því miður fyrir fólkið þá lifir lengi í glæðum mafíunnar á suður ítaliu og eru þeir dyggir sínum mönnum...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home