eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: ágúst 2005

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

KONSULL

Ég er að hugsa um að bjóða mig fram á næstunni sem ítalskur ræðismaður þar sem að kynni mín af honum sem þar situr nú eru alls ekki góð. Hver man ekki eftir því þegar að ég þurfti að fá skólagögnin mín héðan að heiman þýdd og stimpluð og maðurinn hreinlega bara hvarf í marga mánuði og lét hvorki kóng né prest heyra frá sér og upp úr kom svo að hann hafði týnt gögnunum og þetta var ferli sem aldrei ætlaði að ljúka. Alveg ótrúlegur djöfull. Nú ætlaði ég að flýta fyrir ferlinu í þetta skiptið með því að þýða bara allt saman sjálf svo að hann gæti bara stimplað á blöðin fyrir mig og því ætti þetta ekki að taka svo svakalegan tíma. Ég sat á hverju kvöldi eftir vinnu og um hverja helgi þar til að allt var orðið fínt og þýtt svo að hægt væri að senda skjölin í skólann úti. Nei nei það er að verða einn og halfur manuður síðan eg sendi öll gögn suður til hans og ENN lætur hann ekkert frá sér heyra þrátt fyrir þónokkur email sem ég hef sent honum þar sem að stendur að mér liggi eiginlega á þessu. Nú ég læt verða að því að hringja í gaurinn enda farin að hafa áhyggjur af því að hann hefði yfirleitt bara ekkert fengið skjölin í hendurnar. Jújú hann svarar því til að þau liggi bara á borðinu hjá honum og hann hafi ekkert komist í það að stimpla á þau!!!!!!!!!! Er þetta eðlilegt??? Dísös Kræstur segi ég bara........Hvar getur maður kvartað yfir svona hlutum? Arrrghhhh

mánudagur, ágúst 29, 2005

pfff alveg ótrúlegt hvað tölvur geta verið miklir óvinir mínir... buin að vera að burðast fram og til baka með nýju tölvuna sem Náttúrustofan var að kaupa og náði að klúðra öllu því sem að hægt var að klúðra, djöfullinn sjálfur afhverju koma þessar tölvur ekki bara tilbúnar til manns og maður getur bara kveikt á þeim og byrjað að nota þær??? nei það er sko aldrei svoleiðis. Maður þarf yfirleitt helst að fá alla á skrifstofunni með sér í lið, fá nett taugaáfall, hringja í þann sem að seldi manni tölvuna eða fara með hana aftur og láta setja hana upp fyrir sig, til að gera langa sögu stutta þá er ég buin að fara fjórum sinnum niður í Tölvusmiðju í dag, urrrghhh

en já það er samt betra að fara fjórum sinnum í Tölvusmiðjuna en að eiga heima í New Orleans í dag... náttúran eitthvað ekki alveg sátt við Ameríkuna and who can blame her??? Ekki ég. Þetta er einmitt það sem að búið er að spá seinustu árin, aukin gróðurhúsaáhrif tíðari náttúruhamfarir, kemur mér ekki á óvart svosem...

Annars sit ég bara hér uppí vinnu, er að henda inn office pakkanum í tölvuna vona að mér takist ekki að klúðra því líka...væri samt ekki ótrúlegt miðað við aldur og fyrri störf.

Skólinn minn byrjaði í Danmörku í dag. Mér finnst ég smá vera að missa af, en vona að þetta sé eitthvað sem ég get unnið upp, hmm ég á hvort sem er ekki eftir að skilja shit í kennslunni í einhvern tíma, hver skilur Dani þegar þeir tala, ekki ég allavegana, þetta verður án efa gáfulegt, en ég ætti nu að vera komin með reynsluna á að breyta um háskóla, varla búin að gera annað seinustu árin so wish me good luck

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Jæja það er best að reyna að blogga smá á meðan maður biður eftir skólpinu í ofninum, jújú mikið að gera í vinnunni á fimmtudagskvöldum. Er að reyna að koma þessum mælingum i rett horf áður en ég fer.

Það er alltaf jafn mikið sjokk að koma heim til Íslands frá útlöndum. Maður gerir sér alltaf meiri og meiri grein fyrir þvi að við búum á mörkum hins byggilega heims á norðurhjara veraldar. Mér finnst alltaf meiri viðbrigði að koma heim í kuldann en að fara út í hitann, veit ekki afhverju, held að hitinn og góða veðrið venjist betur. Allavegana, 40 stiga hitamunur er þokkalegt hitastigssjokk, enda er nuna rok og rigning og snjóar í fjöll á Frónni á meðan á suðrænum slóðum þá er sól og blíða og sjósvaml það sem dagarnir bjóða upp á... ja það var gott að komast á ströndina og fá smá sól á kroppinn...

jæja ætla að rífa skólpið úr ofninum og vona að það hafi komið einhverjar gáfulegar niðurstöður og svo ætla ég að berjast í rokinu heim og horfa á seinni hlutann af Pulp fiction, 2 tilraun en mér tekst alltaf að sofna yfir henni.... pfffff

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Komin heim aftur klakklaust að mestu leyti. Held í hvert skipti sem ég sest upp í flugvél að nú sé þetta mitt síðasta, en hingað til hefur það sloppið til. Öfunda ekkert smá fólk sem er ekki flughrætt.

Byrjuð að vinna aftur. Nú vantar ekki nema cirka 2 vikur í að næsta ævintýri hefjist. Enn skrýtið. Finnst það enn ekki vera raunverulegt að ég sé að fara til Kaupmannahafnar, en DTU nemendaskírteinið sem ég fékk frá skólanum með ömurlegu myndinni sem Jobbi tók minnir mig á það á hverju kvöldi áður en ég fer að sofa að ég sé raunverulega að fara. Samt alveg ótrúlegt hvernig hann Jobbi í skógum tekst alltaf að taka ömurlegar myndir, óþolandi. Alltaf alveg inni í andlitinu á manni. Svo lætur hann mann alltaf horfa annað hvort upp í loftið eða á hendina á sér sem er einhversstaðar lengst útí rassgati og ef maður kvartar við afhendingu þá er svarið bara " já þú lítur bara svona út "... " það verða 1900 kr takk " arrgh!! Það vantar myndakassa í Egilsstaði, það er alveg öruggt mál!!

Komin í nýtt húsnæði á Neskaupsstaðnum. Rosa fínt, eiginlega bara studíoíbúð og mér finnst bara næstum eins og ég sé heima hjá mér.
Er meira að segja með gufubað og gera aðrir betur! Er samt ekki buin að fatta hvernig á að nota það og hvort ég megi yfirleitt nota það, á eftir að fara betur útí þau mál.

Japaninn var annars bara spakur á meðan mig vantaði í vinnunna og kom mér á óvart að hann vildi við engann tala á meðan fjarvist minni stóð!!! Ég sem að hélt að honum fyndist alveg ómögulegt að tala við mig ... hmm mér til mikillar mæðu þarf ég því að halda áfram í alþjóðlegu samskiptunum sem hófust fyrr í sumar og halda þeim áfram eitthvað fram í september... ALOAH

föstudagur, ágúst 19, 2005

Jà er à Italiunni, allt bara buid ad ganga vel, flaug til romar med tinnu systur og Thorornu vinkonu hennar, giovanni kom ad na i okkur uppeftir og vid keyrdum nidur til sikileyjar med stoppi a amalftstrondinni rett fyrir nidan napoli sem var ykt stressandi thvi ad oll hotel voru uppbokud og ekkert skildist i hvernig thorpin voru uppbyggd og algert umferdarongthveiti og ekki haegt ad kaupa pizzu a pizzustadnum sem vid forum a thannig ad thetta var algert rugl eins og napolibuum er einum lagid. erum nu i catania og stelpurnar gera ekki annad en ad svitna og kvarta yfir hita. kem heim a manudaginn ef mer tekst ad finna mida aftur til baka
ciao

og ja bogga reyndi ad hringja en var svo farin ad sofa thegar tu hringdir til baka.... fae kannski ad heyra i ter a manudadskvoldid tegar eg kem heim?

föstudagur, ágúst 12, 2005

HEHEHE





You Know You're Italian When....


You have a nonna.

You eat Sunday dinner at 2:00

You know what a rice ball really tastes like.

Your car has a green red and a white bow with a horn attached on the mirror!

You know the words to Dominick the Donkey!

On Christmas Eve you eat only fish

Your favorite slow song: Ti Amo

"Fuhggettaboutit"

The Godfather is your role model

You love Nutella...anytime...

Your nonna's meat balls are the best

You always dress to impress

You always gotta have a clean pair of Fila's

You love Versace, Gucci, Prada, Armani, just cause there Italian.

Favorite movies: Godfather, Good Fellas, Bronx Tale, The Last Don... and you live by them.

Guys gotta respect their women...or else...

You've been hit with a wooden spoon or had a shoe thrown at you by either your mother or your nonna.

Pasta, pasta, pasta everyday.

Your father owns 5 houses, has $300,000 in the bank, but still drives a 76 Monte Carlo.

You share a bathroom with your 5 brothers, have no money, but drive a $45,000 Camaro or Firebird.

Your mechanic, plumber, electrician, accountant and travel agent are all blood relatives.

You consider dunking a cannoli in an espresso a nutritious breakfast.

Your 2 best friends are your cousin and your brother-in-law's brother-in-law.

You are a card-carrying V.I.P at more than 3 strip clubs.

At least 5 of your cousins live on your street.

All 5 of those cousins are named after your grandfather.

A high school diploma and 1 year of Nassau Community College has earned you the title of "professor" among your aunts.

You are on a first name basis with at least 8 banquet hall owners.

If someone in your family grows beyond 5'11", it is presumed his mother had an affair.

There were more than 28 people in your bridal party.

You netted more than $50,000 on your first communion.

At some point in your life, you were a D.J

30 years after immigrating, your parents still say "Pronto" when answering the phone.

You have ever been in a fight defending Sly Stallone's thespian greatness.

Somewhere on your parents' property, there is a bathtub Madonna.

You build your house with 3 materials.... brick, brick and wrought iron.

You have at least one sister that went to Beauty School.

Clothes from the Chess King will actually fit you.

It is impossible for you to talk with your hands in your pockets.

Have been to a funeral where talk of the deceased is, "He shoulda kept his big yap shut."

You have many relatives named either Joe or Mary...

You grew up in a small house, but you still had two kitchens. (One was in the basement)

Your grandfather had a fig tree

You've always wanted a red Ferrari

Connie Francis songs makes you cry

At least one person in your family does a great impression of Don Corleone

You feel strangely comfortable when you sit on plastic-covered furniture

You know all the words to "That's Amore"

You are offended when the wedding you attend serves less than 9 courses despite the fact that you don't eat half of it.

You ask "How much for cash?" when buying but will accept 'gifts' in exchange for cash when selling.

You are not materialistic but insist a $500 wedding present is nothing.

You think have a concrete backyard is nice.

You think having swans in a big fountain in the front yard next to the veggie patch is tasteful.

You actually believe everyone eats those sugared almonds in the bonboniere at your wedding.

You always have a friend who 'owes you a favor'.

You're proud to be Italian - and you pass these jokes on to all your Italian friends!





Get Your Own "You Know You're" Meme Here



More cool things for your blog at
Blogthings

You Are 50% Weird

Normal enough to know that you're weird...
But too damn weird to do anything about it!

How Weird Are You?

föstudagur, ágúst 05, 2005

ok, er buin að komast að því að það er hvergi í fjórðungnum hægt að komast í klippingu á laugardögum, og hárgreiðslustofur yfirleitt ekki opnar nema til 17, hvenær á fólk í vinnu að komast í klippingu?? Já ég verð bara að spara mér peninginn og fara í klippingu þegar ég hætti að vinna..

Annars var ég yfir á Reyðarfirði að vinna í gær þegar öll "ósköpin" dundu yfir á Alcoa-Bechtel svæðinu. Ég sat grunsemdalaus út í móa þegar ég tók eftir að Bechtel menn vori búnir að aka grunsamlega oft með veginum fram hjá mér og ég fékk á tilfinninguna að eitthvað væri að. Svo sé lögreglu bilana koma í röðum á bæði frá Eskifirði og Reyðarfirði þannig að ég fór að spá í hvað væri eiginlega um að vera. Loks ákveða Bechtel menn að stoppa loksins á veginum og koma í átt til mín, einhverjir pjakkar svosem bara klæddir samkvæmt nýjustu tískustraumunum á Austurlandi í dag skærgulir með gulu ómissandi hjálmana...

Þeir " hva ert þú að mótmæla einhverju "?

Ég" ha, nei nei er bara í vinnunni, en gæti svosem alveg fundið upp á ýmislegu til að mótmæla ef þið viljið "

Þeir " hvar ert þú að vinna "

Ég " hjá Náttúrustofu Austurlands, og þið' "

Þeir " hjá Bechtel "

Ég "jájá "

Þeir " það er nefnilega fólk að mótmæla þarna niður frá "

Ég " jájá "

Þeir " jájá "

Ég " já ég er þá farin "

Þeir " jájá "

jaherna maður má ekki einu sinni sitja lengur úti í móa... þegar ég keyrði svo framhjá mótmælendum sá ég einn mann að mótmæla vafinn inn í teppi og cirka 8 lögreglumenn, varð þó ekki vör við víkingasveitina í þetta skiptið en þeir hafa sennilega verið í viðbragðsstöðu kallagreyin enda um að ræða brjálæðina sem klifruðu upp í krana og hengdu upp borða með þessu snilldarslagorði " ALCOA GRÆÐIR ISLANDI BLÆÐIR " já svona er það nú!

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Sit á skrifstofunni "minni" á Nebbanum og skrái inn upplýsingar í database... og horfi á flott dót á Tiffany&CO
þar er ymislegt að finna sem mig langar í!! Hfff allt í lagi að láta sig dreyma í stað þess að horfa á þokusuddan fyrir utan gluggann hjá mér!

Annars er ekki Tiffany búð í Dk, en já held barasta að ég sé á leið þangað eftir miklar vangaveltur en ég fékk bréf frá honum Rasmus Bachelor Boss við DTU og hann var bara bjartsynn á að ég fengi bara þó nokkuð metið inn hjá þeim þannig að það er bara best að drífa í þessu! Nú vantar mig íbúð og ef þið eigið eða þekkið til húsnæða í Köben þa megiði alveg láta mig vita!!