eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Nemendaskrifstofan

föstudagur, janúar 19, 2007

Nemendaskrifstofan

Ég fékk snilldar email frá nemendaskrifstofunni í dag. Ég hafði semsagt skrifað þeim til að tékka á stærðfræðinni sem enn er ekkert komið út úr. Svarið sem ég fékk var svo hljóðandi: Kæra Aðalbjörg. Allar einkunnir eru birtar á campusnetinu. Ef þú kannt ekki að athuga einkunnirnar þar þá ertu velkomin hingað á skrifstofuna og við kennum þér það.
Þetta fannst mér hrein snilld þar sem að stúdentanumerið mitt byrjar á 05 sem þýðir að ég var innskrifuð 2005. Hvurzlags sauður væri ekki búinn að læra að tjékka á einkunnunum sínum á öllum þeim tíma. Þetta bjargaði deginum alveg gjörsamlega. Annars ligg ég bara heima og drekk rauðvín allan daginn enda kláraðist allur skóli í bili í gær eftir að seinustu ritgerð B.Sc námsins var skilað inn. Nú er það bara vörn eftir viku.

Heilsist ykkur.

2 Comments:

At 19. janúar 2007 kl. 18:19, Blogger Unknown said...

nýbúin að skila inn... Can't beat the fealing...

 
At 28. janúar 2007 kl. 03:35, Blogger Geir said...

Fólk sem drekkur rauðvín á ókristilegnum tímum á að setja thegeir hjá hotmail punktum com á MSN listann sinn. Það finnst mér.

 

Skrifa ummæli

<< Home