Hvað djöfulsins vesen er þetta með þessa blessuðu Juróvísíon keppni!! Loksins þegar ég hafði möguleika á að fylgjast með! Týpískt! Samt eiginlega soldið fyndið að við skyldum ekki einu sinni komast í aðalkeppnina miðað við það sem maður hefur verið að lesa í fjölmiðlum heima, já og svo eftir undankeppnina þá var bara pínu ponsu litill linkur á mbl.is um að Selma hefði ekki komist áfram!! Og hvenær breyttist keppnin eiginlega? Seinast þegar ég hafði tækifæri til að horfa þá var engin undankeppni heldur bara ein aðal keppni og seinustu löndin duttu út. Sennilega hefur þetta verið gert þar sem að nú hafa bæst svo mörg lönd við Evrópu miðað við það sem hefur dottið út ... þ.e Ítalia, en ég var að frétta að Italía tekur ekki lengur þátt vegna pólitiskra ástæðna og kemur það ekki á óvart þar sem að hér snýst allt um pólítík.
Annars fer að styttast í ferðalagið. Þetta er ægilega flókið ferðalag þar sem að þessir munu verða áfangastaðirnir Catania-Forlí-Dusseldorf-Eindhoven-Kaupmannahöfn-Bangkok-Kaupmannahöfn-Malmö-London-Palermo!! Jámm geri aðrir betur....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home