eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: janúar 2007

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Aurora Borealis

Fannst þetta svo fín mynd að ég varð að setja hana inn.
4 dagar í Íslandið...

mánudagur, janúar 22, 2007

Þetta kætti mig mikið



Já ég verð að segja það að þetta gladdi mig mikið í morgun þegar ég las ítölsku blöðin en hollendingar eru búnir að setja splunkunýjan bjór á markað, ætlaður hundum. Þetta er náttúrlega alveg hrein snilld þar sem að núna þarf maður ekki lengur á vinum sínum að halda ef mann vantar drykkjufélaga heldur opnar bara einn kaldan handa hundinum og voilá drykkjufélaginn mættur. Ég sé mig fyrir mér í ellinni heima í stofu, ég og voffi með tvo kalda okkur við hlið, bæði jafn fluffy og sæt. Já það er ekki amalegt!
Fyrir utan þessa snilld þá er verið að pakka niður. Ég ætlaði að reyna að senda eitthvað af dóti heim með Samskipum en það hefur greinilega verið svo mikið fjör með Eltoni John í afmælispartýinu um helgina að starfsmenn Ólafs á Íslandi voru ekki mættir í vinnuna í morgun. Ég er því að bíða og vonast til þess að liðinu í danska útibúinu hafi ekki verið boðið í veisluna og sé því ef til vill í vinnunni í dag. Sjáum til. Það er nú ekki hægt að búast við að fólk nái sér alveg strax eftir veislu sem kostaði hátt í milljarð ( tók ekki Elton litlar 300 millur fyrir afmælissönginn? ). Ég er allavega hrædd um að ég lægi enn í rúminu eftir svoleiðis djamm og þess vegna eins gott bara að mér var ekki boðið.

föstudagur, janúar 19, 2007

Nemendaskrifstofan

Ég fékk snilldar email frá nemendaskrifstofunni í dag. Ég hafði semsagt skrifað þeim til að tékka á stærðfræðinni sem enn er ekkert komið út úr. Svarið sem ég fékk var svo hljóðandi: Kæra Aðalbjörg. Allar einkunnir eru birtar á campusnetinu. Ef þú kannt ekki að athuga einkunnirnar þar þá ertu velkomin hingað á skrifstofuna og við kennum þér það.
Þetta fannst mér hrein snilld þar sem að stúdentanumerið mitt byrjar á 05 sem þýðir að ég var innskrifuð 2005. Hvurzlags sauður væri ekki búinn að læra að tjékka á einkunnunum sínum á öllum þeim tíma. Þetta bjargaði deginum alveg gjörsamlega. Annars ligg ég bara heima og drekk rauðvín allan daginn enda kláraðist allur skóli í bili í gær eftir að seinustu ritgerð B.Sc námsins var skilað inn. Nú er það bara vörn eftir viku.

Heilsist ykkur.

sunnudagur, janúar 14, 2007

Jæja

gleðifréttir! Ritgerðin er búin, það vantar bara efnisyfirlit ( sem by the way er eitthvað óþægt ehemm Ragnhildur, hjálp ) og forsíðu. Time of death var klukkan 04.30 í nótt þegar punkturinn var settur eftir margra tíma yfirlesningu. Þá er það bara skil á vetnisskýrslunni og svo vörn föstudaginn 26 jan. Svo frelsiiiiiiiiiii .... allavega í bili!

Svo annað hvort á föstudeginum eða laugardeginum eftir vörn þá ætla ég að elda fyrir gesti og gangandi og gefa þeim rauðvín og bjór eftir smekk,því svo er ég farin heim!!Nú skulu nágrannadruslurnar fá að kenna á því eftir martröðina sem er búin að vera hérna seinasta árið í partýlátum og eltingarleikjum á ganginum um miðjar nætur! Það eru allir boðnir sem þekkja mig og komast en það er ágætt að þið látið vita af ykkur svo ég viti hvað þið eruð mörg svona ca. Það minnir mig á það að það er best að drífa sig út í hraðbanka og taka út 4864 krónurnar sem ég á eftir á reikningum mínum áður en yfirdráttarheimildin fellur!!!

En já tilmeldið ykkur eins og maður segir á góðri íslensku ( ohh ég er svo kúl, farin að sletta á dönsku ) svo ég búi ekki til of lítið af mat!!

p.s hvað er það annars með pasta verðlag í Skandinavíu? Dísus kræst sko bara ... mér er skapi næst að flytja til Afríku aftur!!

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Hvað er verra en dani að tala dönsku?......

.....Svíi með yfirvaraskegg að reyna að tala dönsku.

Er nýkomin heim frá vísindaferð í kjarnorkuverið í Barsebak ( skrifist með allavega bollu og punkta a-um ). Er held ég geislavirk eftir ferðina enda pípaði geislavirknileitartækið á mig þegar ég var sett undir það, við mikla kátínu viðstaddra. Mér fannst það ekki fyndið og var fegin að sleppa út úr þessari úranklofningsverksmiðju sem framleiðir sænskt rafmagn og plútonium, lifandi

Þessi lokaritgerð virðist engan endir ætla að taka og ég einfaldlega nenni þessu ekki lengur. Best að skrifa bara einhverja helvítis vitleysu og ljúka þessu af, verst að ég þarf svo að svara fyrir vitleysuna sem ég skrifa þann 26 janúar. Dem it sko. Það bíður svo ein önnur skýrsla eftir mér um leið og ég klára þessa ( á reyndar að vera byrjuð ) en hún er vonandi ekki lengi gerð enda heimildavinna eingöngu.

Aiuto!!!

sunnudagur, janúar 07, 2007

Áfram Framsókn

Mig langaði bara til að lýsa aðdáun minni á umhverfisráðherra vorum henni Jónínu Bjartmarz. Hún er að standa sig alveg einstaklega vel sem umhverfisráðherra. Að utanskildnu því að hún er með 30 ára gamalt kennarapróf úr einhverjum skóla sem er ekki til lengur og 3 ára lögfræðinám úr HÍ þá virðist hún vera alveg einstaklega vel til þess fallin að meta umhverfisáhrif af hinum og þessum framkvæmdum. Hún sýndi það og sannaði núna á dögunum með því að fella úr gildi umhverfismat sem aðilar eins og skipulagsstofnun og landvernd t.d voru búnir að vinna fagmannlega að og gefa álit sitt á. Kjella bar því við að hún hefði safnað að sér miklu magni upplýsinga og gengið sjálf um svæðið. Já þá hlýtur þetta að standast hjá henni. Nú ætla ég ekki að tjá mig um þetta umhverfismat því ég hef ekki lesið það en það er gaman af því að sjá hvað Framsóknarmenn vinna alltaf faglega að sínum málum, með öðrum orðum, taka sínar eigin sjálfstæðu pólitísku ákvarðanir í stað þess að láta fagfólk vinna sína vinnu. Húrra fyrir umhverfisráðherra.

föstudagur, janúar 05, 2007

Alcan eru snillingar

Já það var við því að búast að Alcan myndi spila út EF ÞAÐ VERÐUR EKKI STÆKKAÐ ÞÁ LOKUM VIÐ spilinu!!Jú jú auðvitað. Þetta er þekkt hreðjatak sem svona stórfyrirtæki geta beitt í kapítalismastefnum sínum. Þetta er svo sorgleg yfirlýsing hjá honum þarna Hrannari upplýsingafulltrúa Alcan að í staðinn fyrir að vera sorgleg þá er hún eiginlega bara hlægileg. Nú er heilaþvotturinn hjá peningajöfrunum aldeilis að virka og nú keppast stjórnmálamenn landsins um að sannfæra fólkið í landinu að Alcan séu enn mikilvægari en áður og ef ekki verði gert eins og þeir vilja þá verðum við illa sett. Fólk mun tapa vinnu og þessi einsleiti atvinnumarkaður sem er verið að skapa á landinu mun koma efnahagskerfinu í bobba. Við munum þurfa að skera niður hin ýmsu þægindi því nú muni leiðin aðeins liggja niður á við. Ef Hafnfirðingar kjósa yfir sig stækkun á álverinu í Straumsvík þá er gatan greið fyrir álversjöfrana. Sama sagan á eftir að endurtaka sig á Reyðarfirði og svo koll af kolli þar til að álverin verða orðin svo stór að þau munu ná landsendanna á milli. Það besta við þetta allt saman er samt að stækkunin í Straumsvík var lögð í hendur kjósenda. Það verður mjög athyglisvert að sjá hvort að auglýsingapeningaútlát Alcan og heilaþvottur muni hafa áhrif á Hafnarfjarðarbrandarana. Ef svo er þá er okkur virkilega ekki viðbjargandi.