eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Þetta kætti mig mikið

mánudagur, janúar 22, 2007

Þetta kætti mig mikið



Já ég verð að segja það að þetta gladdi mig mikið í morgun þegar ég las ítölsku blöðin en hollendingar eru búnir að setja splunkunýjan bjór á markað, ætlaður hundum. Þetta er náttúrlega alveg hrein snilld þar sem að núna þarf maður ekki lengur á vinum sínum að halda ef mann vantar drykkjufélaga heldur opnar bara einn kaldan handa hundinum og voilá drykkjufélaginn mættur. Ég sé mig fyrir mér í ellinni heima í stofu, ég og voffi með tvo kalda okkur við hlið, bæði jafn fluffy og sæt. Já það er ekki amalegt!
Fyrir utan þessa snilld þá er verið að pakka niður. Ég ætlaði að reyna að senda eitthvað af dóti heim með Samskipum en það hefur greinilega verið svo mikið fjör með Eltoni John í afmælispartýinu um helgina að starfsmenn Ólafs á Íslandi voru ekki mættir í vinnuna í morgun. Ég er því að bíða og vonast til þess að liðinu í danska útibúinu hafi ekki verið boðið í veisluna og sé því ef til vill í vinnunni í dag. Sjáum til. Það er nú ekki hægt að búast við að fólk nái sér alveg strax eftir veislu sem kostaði hátt í milljarð ( tók ekki Elton litlar 300 millur fyrir afmælissönginn? ). Ég er allavega hrædd um að ég lægi enn í rúminu eftir svoleiðis djamm og þess vegna eins gott bara að mér var ekki boðið.

4 Comments:

At 22. janúar 2007 kl. 16:52, Anonymous Nafnlaus said...

þetta samdi nú bróður minn

wouldn´t be great
to be never afraid

just to be brave
the right hand he gave

in a stupid war
made by men, not thor

for a cause he didnt understand
came to a forreign land

ready for the enemy
to be the one to free

only age eigthteen
but never so keen

from a boy to a man
in split seconds it really can

once he was innocent
in war, he´s never meant

he got the purple star
for his big ugly scar

the president says he´s a hero
15 minutes up now a zero

fought for whose freedom......?

 
At 23. janúar 2007 kl. 12:16, Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtileg lesning eftir bróður þinn, vel skrifað.

Kveðja Kristján

 
At 23. janúar 2007 kl. 12:58, Anonymous Nafnlaus said...

Og þetta er handa þér sjálfsagt Birna mín:
Large empty street

Part of a small city fleet

It's the calm before the storm

U might say the regular norm

Showdown is on its way

It's coming one day

But there is still time

What we have done against nature is a crime

I wasn't against the law

But realize this against nature, there is never a draw

Natures way is gonna get done

Lets clean up our act or else we'll be gone

What we have done is a sin

Just remember nature will win

Ef ykkur langar í meira þá er slóðin:
http://blog.myspace.com/joelsaem

 
At 29. janúar 2007 kl. 13:23, Blogger Helga said...

Og ég sem ætlaði að hlægja svolítið að hundabjórnum. Ætli þetta verði ekki svona "botninum náð bjór" svona ásamt kardimommudropunum og rauðsprittinu? tihi

Einhvers staðar er uppfinningamaður á launum við að finna upp svona lagað...

Get alls ekki toppað þennan skáldskap. Nínubróðir greinilega á réttri hillu.

Kv.Helga

 

Skrifa ummæli

<< Home