eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: september 2005

þriðjudagur, september 27, 2005

OHHHH

'Eg er ad vera veik. Halsbólga og kvef farin ad gera vart vid sig med vænum skammt af hausverk. Sit uppi i skóla ad reyna ad læra stærdfrædi,er ekki nema ca 5 vikum á eftir áætlun thar, fínt mál, á bordi med einni japanskri sem er med ørthunnt tæki sem eg hélt fyrst ad væri spegill en komst svo ad thvi ad thetta er digital ordabók sem hun slær annadslagid inn i einhverjum dularfullum ordum. Flottir á thví í Japan. Eg er hins vegar bara med gulu skolaordabokina mina med mer fra thvi ur barnaskola.

For i budina i gær sem væri nu ekki frasøgufærandi nema thad ad danir eru ekkert serstaklega duglegir vid ad taka erlend greidslukort. Var buin ad versla heil oskøp og svo thegar ad kassanum er komid thá virkar ekki kortid. Hafdi samt einu sinni adur notad thad i thessari bud. Yfirmadurinn kemur tøltandi yfir og tilkynnir mer ad thad seu bara vidurkennd dønsk kort i thessari bud. Upphefst nu skemmtileg sena enda fullt af folki fyrir aftan i rødinni. Eg spyr um hradbanka og hann labbar med mer ad hradbanka. Helt eg nu ad eg væri seif en eftir 3 ørvæntingafulla mida ur helvitis hradbankanum sem a stod ad eg gæti ekki fengid peninga tha dro eg upp peninga ur veskinu minu sem eg hafdi sem betur fer tekid ut fyrr um daginn en samt ekki nog og thvi upphofst skila leikurinn svo eg gæti allavegana keypt eitthvad af dotinu sem var farid i gegnum kassann.. hafdist ad lokum og eg hljop frelsinu fegin ut ur helv.. budinni.... for i hradbanka i morgun og tha virtist allt i lagi med kortid... dises.... en hvad er thad med dani ad taka ekki utlensk kort? Øll arin a italiu tha gekk eg um med islenska bunadarbankakortin min og allsstadar thar sem a annad bord kort voru tekin tha rann thad i gegn... jaherna her

laugardagur, september 24, 2005

Ég hef verið klukkuð af henni Bryndísi og því koma hér 5 alls ómerkilegar staðreyndir um mig sjálfa og engann annan

1. Þegar ég var lítil þá lék ég mér úti í klettum með álfum og tröllum og sást ekki nálægt húsum heilu og hálfa dagana, eða þar til að ég pakkaði í fyrsta skipti niður í ferðatösku til að fara í heimavistarskólann og hef ég búið í ferðatösku æ síðan.

2. Ég var agalega feimin sem barn og þegar ég horfði í spegil sem krakki þá hugsaði ég með mér hvað ég væri nú með agalega ljótt nef. Með árunum hef ég hins vegar komist að því að í hinum ýmsu heimshornum þykir nefið mitt bara svalt!

3. Ég hef skipt um 5 háskóla á hér um bil jafn mörgum árum og enn ekki komin með BSc gráðu, geri aðrir betur!!

4. Ég get verið alveg ótrúlega löt en sem betur fer þá get ég lika verið alveg afskaplega dugleg og unnið alla letina upp á augabragði.

5. Ég held ég sé klofin persónuleiki þar sem að mér finnst alveg einstaklega gott að vera einni með sjálfri mér en samt sem áður þá finnst mér hvergi skemmtiegra að vera en á mannmörgum stöðum þar sem að mikið er um að vera og allt til alls með mikilli og fjölbreytilegri mannflóru. Já það skyldi aldrei vera.. mér líður líka rosalega vel í miklu frosti og eins þá líður mér mjög vel í 40 stiga hitanum í Sikiley....

svona er það nú, ég klukka Boggu, Rene, Ninu og Þórönnu!!!

föstudagur, september 23, 2005


ma che faccia Posted by Picasa


Snilldarmynd fr? Ragusa ? Sikiley af theim Bakkabraedrum Giovanni og co Posted by Picasa

SKOLAMAL OG ANNAD ATHYGLISVERT

Jæja er flutt i pinulitlu ibudina mina, hun er mjøg fin svosem bara ekki gott ad fa gesti thar sem ad thad kemst alveg vodalega litid fyrir i 20 fermetrum. For i ikea a manudaginn og eyddi thar mørgum mørgum peningum en thad var alveg naudsynlegt thar sem ad ibudarkvikindid var meira en alveg tom thegar eg flutti inn og ekki neitt til neins. Eg var thvi i 4 tima ad versla i ikea og langar ekki thangad aftur a næstunni fekk sko alveg nog thana um daginn enda gifurlega flokid allt saman og ekki gott ad vera einn a ferdinni billaus og allslaus med svefnsofa, 4 stola eitt eldhusbord heilt pottasett diskasett glasasett dunsæng gluggatj+ld og ymislega annap i eftirdragi..... thid getid bara ymindad ykkur.

Er i skolanum eins og er, ja einmitt talandi um skola, tha fekk eg mj+g anægjulegt bref i fyrradag fra skolanum herna en thad sem eg beid eftir ad gerdist a italiu i 3 ar semsagt rann her i gegn a einni viku, buid ad meta inn oll profin min og kominn namsferill og allt her inn i skolann.Mig vantar semsagt 72,5 einingar upp a ad klara Bs inn og er stefnt a thad næsta vor. Thad er thvi mj+g mikid ad gera i skolanum enda er eg a eftir i ollu og veit vodalega litid hvad er um ad vera en thad vonandi fer eitthvad ad breytast.

Updeit af finnska kommunistanum; hun er nu buin ad vera adeins hressari upp a sidkastid, vonum ad thad endist eitthvad ut næstu viku allavegana

en jæja best ad fara og thykjast læra stærdfrædi... thad eru allir voda duglegir i hopum nema eg, eg er ekki i neinum hop pfffff, vakmnadi klukkan 6 30 i morgun til ad vera timanlega mætt i timann sem eg helt ad ætti ad vera klukkan 8 i morgun, var buin ad sitja i 30min i einhverjum allt odrum tima tegar ad eg gerdi mer grein fyrir ad thetat væri of ahugaverdur fyrirlestur til ad geta verid stærdfrædi og strakurinn vid hlidina a mer stadfesti thann grun minn... svo eg læddist bara ut aftur og nu er eg buin ad finna islenskan strak sem er vist i sama tima og eg og hann upplysti mig um ad thad væri enginn fyrirlestur i dag, bara einhver hopavinna kl 10 thannig ad eg er bara fersk ad thykjast vera hopur en samt bara ein

sunnudagur, september 18, 2005

BARA VARD AÐ DEILA ÞESSU EMAILI MEÐ YKKUR EN ÞETTA BARST MÉR Í DAG:

hi......i'm work one year in karanhjukar project....if you liketo make friends i'm here...portuguese 28 years old......and egilsstadir it's very pretty.....the nielsen bar and KHB bar.....good beer and good partys.... my hotmail is nelsonmorais69@hotmail.com big kiss

HIHIHIHI ( VONA AÐ HANN KOMIST EKKI INN Á BLOGGIÐ MITT )

laugardagur, september 17, 2005


hehehe tinna alveg ad gera sig Posted by Picasa

föstudagur, september 16, 2005

Updeit frá Köben

Hópavinna er eitthvað sem ég hef ávallt verið mjög skeptísk á en danir greinilega MJÖG hrifnir af. Auðvitað getur hún verið mjög af því góða ef að þú ert í góðum hóp þar sem að allir hlusta á alla og teknar eru sameiginlega ákvarðanir sem eitthvað vit er í. Hins vegar finnst mér oftast hlutirnir ekki fara á þann veg. Ég var td boðin í hóp á föstudaginn af 2 frökkum. Ég ákvað að segja bara já og fór að vinna í verkefninu með þeim, þar sem að við eigum að búa til skipulagsplan fyrir ýmindað bæjarfélag í sambandi við sorphirslu og förgun og annað sem því tengist. Nú ég kem inn í hópinn og þar er fyrir ein finnsk stelpa og ein dönsk sem ég hef enn ekki hitt því hun virðist mæta eitthvað minna ( sem er ein af ástæðum þess sem hópvinna fer í taugarnar á mér ). Allavegana strax í byrjun þá er ég ekki sammála hinu og þessu sem er verið að gera og læt það í ljós en þá byrjar sú finnska að hálf rífa kjaft og segja að þetta sé miklu betra eins og þetta sé. Ok hvað erum við þá að gera að vinna í hóp ef að hlutirnir eru ekki ræddir málefnalega? Hun hefur greinilega farið fyrir hopnum svolitið hingað til og um leið og ég var ekki sammála þá nennti hun ekkert að tala um það meir. Svona hópavinna finnst mér leiðinlegt því að svo verð ég að fara og byrja að ræða þetta aftur á mánudaginn ef ég ætla að fá eitthvað um það að segja í hvað 40% af lokaeinkunninni minni fer.. því að svo endar það oftast að maður skilar inn einhverju verkefni sem maður er ekkert ánægður með því að ekki nennti maður að vera að rífast við manneskjuna sem öllu vill ráða í hópnum, já svona hætta bara með þessa hópavitleysu núna strax.

Annars tala danir alveg svakalega mikið, ég er alveg orðin sjóveik á kvöldin þegar ég kem heim úr skólanum eftir að hafa hlustað á þá tala allan daginn, bla bla bla, það hafa allir voðalega mikið að segja í hópavinnunum sínum, kjaftar á þeim hver tuska sko. Ætli þeir lendi í sömu vandamálum í hópavinnunni sinni eða ætli það sé bara ég sem er alltaf á skjön við hina? Athyglisverð spurning.. já segið þið mér hvað ykkur finnst, ef að það er tölfræðilega sýnt fram á það að helmingi fleira fólk flokkar ruslið sitt ef að það finnur flokkunarílátin fyrir utan heima hjá sér heldur en ef að þau eru á opnum stöðum eins og hjá súpermörkuðum, finnst ykkur þá ekki meira vit í því að bæjarfélagið eyði aðeins meiri pening í það að fara og ná í ruslið inn í hverfin til fólks? Ég bara spyr, þetta eru hvort sem er skattpeningar fólksins sem hefði þá bara verið eytt í eitthvað annað kannskiekki jafn merkilegt eins og að gefa ruslinu okkar annað líf og þurfa ekki að farga því einhversstaðar? Fyrir utan það að þá er hægt að skera niður bensinkostnað á ruslabílana með því að framleiða metan í endurvinnslustöðvunum og nota HI TECH metanbíla sem menga ekki jibby jejj .... já þetta fannst finnanum ekki gáfulegt, finnar eru líka bara kommúnistar og ættu að vera með einræðisstjórn

þriðjudagur, september 13, 2005


Vid Tinna sys vorum nu duglegar ad mala pallinn i sumar!! Thumbs up litla min Posted by Picasa

JÆJA NYTT OG BETRA BLOGG

Mér sýnist danirnir alveg vera að missa sig í hinni ýmsu hópavinnu. Alls staðar sem ég fer þá er verið að tala og vinna saman í hópum sem kemur sér ekkert sérstaklega vel fyrir mig þar sem að ég er enn að vinna í því að tala eins og ég sé með margfrægu kartöfluna í munninum. Tók samt eftir því í gær þegar ég brá mér í bæinn eftir skóla að ef ég þruma bara ordunum nógu hratt út úr mér með svona kartöfluhreim þá virðist fólk frekar skilja mig en þegar ég reyni að tala hægt og skyrt þannig að það er greinilega á réttri leid, fyrir utan HEJDO-ið sem ég fæ alltaf í endann... skyldi ég hljóma eins og svíi??

En allavegana í sambandi við þennan skóla þá er ég alveg bit á hversu fljótir þeir eru að búa til hópa. Ég hefði sennilega átt að vera miklu fyrr á ferðinni því að það er búið að taka smá tíma að finna fólkið sem ég átti að tala við vegna skólaferilsins, þeir búnir að taka náttúrlega tíma í að vinna úr honum, ég er búin að eyða nokkrum dögum í að velja mér fög og reyna að láta þau passa saman og núna eru náttúrlega búnar 2 vikur í skólanum og danirnir strax byrjaðir að skila inn verkefnum... alveg creizy!! Ég skilaði nú ekki inn einu verkefni einu sinni öll árin sem ég var á Ítalíu en það er kannski önnur saga...

En hvernig finnst ykkur nýja bloggið mitt? Eruði gjörsamlega ekki að fatta að það sé nýtt blogg eða hvað?? Engin comment eða ekki neitt pfffffffff

mánudagur, september 12, 2005


? Mj?afir?i ? sumar ?egar P?l?na og Ren? komu austur, gaman gaman var ?? Posted by Picasa

sunnudagur, september 11, 2005

og hvernig virkar þetta???


held ad tetta se ad virka....tetta er litli brodir fyrir ta sem ekki vissu tad Posted by Picasa


Er a? pr?fa mig ?fram ? ?essu forriti sem ? a? senda myndir beint inn ? bloggi? hj? m?r!!Er ?a? a? gerast e?a? Posted by Picasa

laugardagur, september 10, 2005

Fór í skólann í gær. Hitti þar áfangastjórann og hann var líka svona rífandi hress. Merkti fyrir mig inn á blað hvaða áfanga ég þarf ekki að taka og hvaða áfanga ég þarf að taka og hann er alveg viss um að ég geti bara klárað þetta á einu ári og innritað mig strax inn á masterinn á næsta ári þó svo að ég eigi Bachelor verkefnið jafnvel eftir, sagði að það væri ekkert mál fyrir mig að vinna bara í því með masternum!! Svo brosti hann bara og sagði að kerfið hjá þeim væri mjög flexible og því ætti þetta ekki að verða neitt mál. Ég vona það sko sannarlega og ef þetta verður eins og hann segir þa lítur þetta vel út. Hann meira að segja talaði ítölsku gaurinn hafði búið í Róm í einhvern tíma, sagðist hafa átt ítalska kærustu.

Annars er bara mjög fínt að vera hérna, mikið af flottum búðum og veitingastödum sem gæti orðið vandamal þar sem að krónurnar eru fljótar að gufa upp úr veskinu herna hja manni. Nína var herna í 2 daga og við máluðum natturlega bæinn rauðann eins og okkur einum er lagið, hittum mikið af skrytnu folki og medal annars einn svartan gaur með rasta í hvitum jakkafötum frá Jamaica sem sagðist hafa tekið þátt í Eurovison fyrir hönd Lettlands að mig minnir.... hmmm en allavegana hann bauð okkur í eitthvert VIP party með hljomsveitinni hans annað kvöld en við natturlega forum ekki þar sem að nína for daginn eftir og ég er ekki grúppía...

miðvikudagur, september 07, 2005

ER BUIN A D SETJA INN VEDURDÍSINA ENN EINU SINNI!! NU SEGIR HUN OKKUR TIL UM VEÐRIÐ HÉR Í KAUPMANNAHÖFN!

Annars er Nína að koma í heimsókn, ákvað það bara í gær að skreppa til mín. Verður ekki lengi samt því hun þarf að vera komin aftur til Rómar á föstudaginn....

þriðjudagur, september 06, 2005

Pff þetta danska tungumál ætlar að verða flóknara en ég hélt að ná. Mér finnst ég vera eins og einhvert fatlafól þegar ég reyni að bera þetta fram og það virðist heldur enginn skilja mig þannig að ég tala bara mestmegnis ensku eins og er, en finnst það ekki svalt. Náði að komast í skólann í morgunn og hann er einhversstaðar lengst út í rassgati, það er heldur ekki mjög svalt. Fékk frítt í strætó þar sem að ég skildi ekki neitt, það er svona fifty fifty svalt og ekki svalt, fann ekki kallinn sem ég ætlaði að hitta út af skólaferlinum mínum, fór í einhvern tíma og mætti klukkutima of seint en það var í lagi þar sem að þetta var 4 tíma langur tími, labbaði alla sveitina þvera og endilanga til að finna strætóstoppið aftur, fór i vitlaust metro, fór svo úti buð að versla og þeir toku ekki hvorugt VISA kortið mitt, kom heim og það var búið að gera við klósettið... skrýtinn dagur

Símanumerið mitt er 0045 27948456

mánudagur, september 05, 2005

JÆJA!!! Komst til Köben heilu og höldnu með Lettneska eða Litháenska ( muna að kíkja á landakort við tækifæri og sja hver er munurinn á Lettlandi og Litháen )flugfélaginu Arelia sem flygur beint frá Egilsstöðum og útí óvissuna. MJÖG traustvekjandi flugfélag með Austur Evropskri áhöf sem talar þar af leiðandi aðeins Austur Evropsk tungumál og mjög harða og ógnvekjandi ensku enda afþakkaði ég öll matar og drykkjarboð um borð á nóinu enda fannst mér ég vera stödd í einhverri stórslysaflugvélamynd frá áttunda áratugnum alla leiðina þar sem að ég var í aðalhlutverki og aukaleikararnir skítugir verkamenn frá Káraknjúkum sem töluðu hver sitt hrognamálið. En ég komst alla leið og því ekkert nema gott um það að segja.

Er komin í íbúðina sem ég mun hafa þar til að hin losnar, lítur aldeilis bara ágætlega út nema að klósettið er stíflað og þar fljóta um gamlir kúkar frá fyrri leigjendum, en húsvörðurinn fær víst skilaboð frá Maddömunni i bytið í fyrramalið og mun hann því mjög sennilega vera buinn að losa stifluna þegar ég kem heim ur skolanum a morgun.

Annars for dagurinn bara i labb til að fa aðeins a tilfinninguna hvar madur er staddur. Lyst bara agætlega a þetta fyrir utan að það var frekar ohugnalegt þegar ég fór á pizzustaðinn herna niðri til að kippa með mer pizzu upp í íbuð og þar var einhver Kúrdi að vinna. Ég pantaði það sem ég vildi fá og hann bara já ertu íslendingur!!! Og ég bara öööö já. Hann bara já það heyrist.... hmmmm ég væri ekki frá því að íslendingarnir hérna á gördunum haldi þessum pizzustað uppi, enda hverjir eru heimsins bestir i þvi að kaupa ser skyndiruslmat ef við teljum ekki stóra bróður amaerikanann með??? Jú jú við vitum öll svarið við þeirri spurningu