eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: júní 2006

miðvikudagur, júní 21, 2006

Thank god for Føroyar


Já það væri ótrúlega einmanalegt að labba um gangana hérna á kolleginu ef ekki væri fyrir blessaða Færeyingana...


Annars er ég komin í "sumarfrí" með gæsalöppum. Við skiluðum seinasta verkefninu af okkur í 3 vikna forritunarkúrsnum í dag og þar með lauk honum þó svo að 3 vikurnar séu formlega ekki búnar. Á föstudaginn er það svo bara brottför til Grænlands. Við vísindakonustöllurnar erum að leggja seinustu hönd á undirbúninginn, læra á öll tækin sem við þurfum að taka með okkur og kaupa okkur pollagalla og sólderhúfur ( mjög gagnlegt á Grænlandi ) . Fyrst fljugum við á einhvern stað sem ég man aldrei hvað heitir og flugið tekur 4.30 tima og svo tökum við innanlandsflug i klukkutima til Aasiatt þar sem ad tengiliðurinn okkar hann Hussein mun taka á móti okkur. Þaðan tekur svo við klukkutíma bátsferð til Ikamiut sem er pinkulitill bær med ca 100 íbúum. Annars er svo sem ekkert um þetta að segja eins og er... ég hendi inn myndum af þessu auðvitað við fyrsta tækifæri sennilega ekki fyrr en eftir ferðina þó þar sem ég býst ekki við að það sé mikið um hot spot netsvæði á eyjunni grænu,en þangað til adios amigos!!

miðvikudagur, júní 14, 2006

Honestly!!

Ég er þreytt í dag. Veit ekki alveg afhverju samt. Kannski af því að ég fer aldrei að sofa fyrr en löngu eftir miðnætti. Nennti ekki í skólann í gær og var bara í einhverjum útréttingum úti í bæ öðru nafni sólbaði í garðinum. Veðrið var einfaldlega of gott til að sitja inn í hundleiðinlegum forritunartíma. Annars var gærdagurinn alger snilldardagur fyrir utan tvo 10 ára gutta sem spurðu mig hvort ég vildi fara úr fötunum fyrir þá. Þegar ég neitaði þá hlupu þeir í burtu en komu að vörmu spori aftur með 20 krónur til að múta mér. Já þetta var svona svipað og átta ára gaurinn á ítaliu sem kallaði á eftir mér, úúú flottur rass hérna um árið, að undanskilinni mútustarfseminni. Byrjar snemma vitleysan hjá karlþjóðinni. Gáfulegt.

Annars er svosem ekkert að frétta. Ég get jú kynnt ykkur fyrir honum Óla sem er með okkur í forritun. Hann er lúði af verstu gerð og það er svo fyndið að fylgjast með honum. Hann lítur út eins og skemmtileg blanda af rússa og þjóðverja, svona rauðbirkinn og stór með há kollvik en samt horaður með ýstru. Buxurnar eru alltaf girtar upp undir hendur og hann situr alltaf einhversstaðar rétt hjá hópnum mínum sem betur fer, því annars myndi ég sennilega sofna úr leiðindum á daginn. Í þessum tímum þá eru búnir til svokallaðir hjálparlistar á töfluna til að kennararnir viti hverjum eigi að hjálpa næst, og það fyndnasta við Óla er að hann skrifar alltaf nafnið sitt öfugt við alla hina, þ.e.a.s ef að listinn gengur til hægri þá skrifar hann nafnið sitt vinstra megin þar sem að enginn annar er, þó svo að það séu örvar og allt tilheyrandi sem bendir á hvert listinn sé að fara. Þetta leiðir til þess að Óli fær sjaldan hjálp og í dag þá var hann eitthvað að röfla í einhverjum araba sem er með okkur um hvað kennararnir væru nu lélegir hjálparkennarar. Þetta fannst mér alger snilld, og ennþá meiri snilld er að horfa á töfluna með nýjum lista á hverjum degi með 'OLI skrifað alltaf med risa stöfum lengst fyrir utan allan listann. Ætli hann fatti þetta áður en kúrsnum líkur? Óli hefur enn 9 daga til stefnu.

Framhald í næsta þætti...

mánudagur, júní 12, 2006

Hnuss

Ég er ekki sátt. Er að hugsa um að skipta um banka þvi að KB banki sökkar. Af hverju er KB banki ekki ennþá Búnaðarbankinn? Þá hefði nú verið auðveldara að lifa og kortin væru ennþá græn. Allt er vænt sem vel er grænt. Já í fyrsta lagi þá fékk ég nefnilega ekki styrkinn sem ég sótti um í þessum plebbabanka, og hafði ég sko ekki lítið fyrir þeirri umsókn. Það finnst mér ekki sanngjarnt svona miðað við aldur og fyrri störf og alla vextina sem að ég borga og er búin að borga seinustu árin fyrir yfirdrátt, lán og úttektir erlendis. Það borgar örugglega enginn svona mikið í þjónustugjöld á öllu Íslandi eins og ég, nei ENGINN!! Hins vegar fengu einhverjir plebbar í íslenska þjóðbúningnum styrk, rauðhærð stelpa ( hvað er með það ), útlendingur og svo einhver eldgömul sjelling. Jahérna hér nú er ég hneyksluð. Ekki að þetta væri ekki nóg hjá KB banka. Nei nei. Debet kortið mitt rann út einhvern tímann í januar og ég hafði ekkert fengið annað kort í staðinn. Hafði það af fyrir helgi að láta senda mér kortið hingað út, nema hvað að þegar ég fæ kortið í hendurnar ( sem er by the way ótrúlega ljótt ) og ætla að fara að taka peninga út fyrir leigunni þá étur bankinn kortið. Ég átti nú eiginlega von á því að hann myndi æla því út úr sér aftur vegna fyrrnefnds ljótleika en allt kom fyrir ekki. Stynjjj og nei ég neita því algerlega að þetta hafi verið mér að kenna. Allt KB banka að kenna.

Annars er svakalega gott veður hérna hjá okkur í Kaupmannahöfn. Verst að maður er inni alla daga að glápa á tölvuskerminn í stærðfræðiforrituninni. En allt tekur endir um síðir og ég ætla rétt að vona að þetta líði fljótt og ég verði komin til Grænlands von bráðar og svo bara heim að vinna mér inn einhvern pening, ekki veitir víst af. Og jú einar fréttir i viðbót, ég leigði íbúðina mína út í sumar og sparaði mér þar 50 þus kall í ónotaða leigu. Aldeilis buisness manneskja orðin, uss uss.

fimmtudagur, júní 08, 2006

ALCOA ELSKAR LANDSVIRKJUN

Já það lak út á heimasíðu Alcoa í dag hversu mikið Landsvirkjun er að selja þeim orkuna okkar á. Á meðan litla landið okkar steypir sér í erlendar skuldir og skaðar orðspor sitt út á við með því að vera ekki lengur framúrstefnuleg Skandinavíuþjóð sem leggur allt sitt hugvit í að skapa umhverfisvæna lifnaðarhætti í landinu og vernda óspillt náttúrusvæði sem eru orðin svo fá eftir í heiminum, þá notum við umhverfisvænu orkuna okkar sem við eigum svo mikið af og gætum gert svo margt skynsamlegt við, í gjafapakkningar til Alcoa sem að svo breytir henni í mengandi steingervinga álverksmiðju með öllu tilheyrandi.

Það hefur hingað til verið trúnaðarmál á hvað orkan hefur verið seld frá Landsvirkjun til Alcoa. Því hefur verið borið við að samkeppnishæfni fyrirtækjanna gæti skaðast!! WHAT???

Um leið og það fattaðist að þetta væri lekið út þá var fréttin fjarlægð hið snarasta af heimasíðu Alcoa í Brasiliu þar sem að hun birtist. Ég er hinsvegar búin að komast yfir upplýsingarnar, þær eru HÉR!!!. Þarna segir einmitt að í Brasilíu þá borgi Alcoa 30 dollara fyrir megawattstundina á meðan á Íslandi þá kosti hún helminginn. HA????!!!! Er ég að lesa rétt? Á Íslandi kostar megavattstundin semsagt 15 dollara!! Eða ca 1 krónu á kílówattstundina. Þess má til gamans geta að Reyðfirðingar borga 8 krónur á kilowattstundina... afhverju? Þetta get ég bara ekki skilið. Ég hef ekki vitað til þess hingað til að nokkur einasti hlutur sé ódyrari á Íslandi en annarsstaðar í heiminum. Ísland er eitt af langdýrustu löndum í heimi. Bjór er sá dýrasti á Íslandi í öllum heiminum ( samt notum við íslenskt vatn ), matvara á Íslandi kemst ekki í hálfkvisti við matvörur í öðrum löndum, föt á Íslandi eru rándýr sama hvort um sé að ræða lopapeysur af íslensku sauðkindinni sem alltof mikið er til af, eða Nikita merkið sem er sent til Kína til að fá sem besta framleiðsluverðið. Íslendingar fríka út hvar sem þeir koma, HVAAAA ÞETTA KOSTAR BARA EKKI NEITT og svo er keypt og keypt! Og hvað með vatn á flösku? Ég borgaði 25 krónur danskar fyrir hálfan líter af íslensku vatni um borð á Icelandexpress um daginn! Fyrir þann pening fæ ég 12 lítra af vatni í Kaupmannahöfn og þó er það vatn flutt inn til Danmerkur! Ha? Nú ég hélt að það væri til svo mikið af vatni á Íslandi að það sé um að gera að virkja það og gefa það svo úr landi? Hvað er þá með þetta verð á vatni í flösku? Það hefði verið ódyrara að kaupa rafmagn á flösku. Fyrir 250 krónur fæ ég nefnilega 250 kílovattsstundir ef ég heiti Alcoa. Já það þarf ekki annað en að horfa á brjálæðisaugnaráðið á henni Valgerði Sverrisdóttur sveitastelpunni sjálfri til að sjá að það er eitthvað mikið dularfullt með Landsvirkjun og Alcoa united. 1 - 0 fyrir þá á móti okkur aulunum.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Hvað eruð þið gamlar stelpur?!?

Heimild: Tollvörðurinn í Keflavík þann 2 júní 2006. Fórnarlömb: Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir þá 28 ára og Nína Björg Sæmundsdóttir aðeins 27 ára en mun ná 28 ára áfanganum á árinu. Fyrrnefnd hafði fest kaup á rauðvínsflösku í tollinum og sú síðarnefnda 2 karton af sígarettum handa foreldrum sínum. Glæpurinn er hér með staðfestur.

sunnudagur, júní 04, 2006

It's alive

Ef einhver var ad spa i hvort eg se lifs eda lidin, þá er eg lifandi!! Siminn minn er hins vegar dáinn i augnablikinu en sjaum til hvort hann lifni vid á komandi dögum!