Fór á ströndina í gær eins og 95% Cataniubúa enda sikileyingar orðnir leiðir á rigningu og kulda sem hefur verið óvenju þrautseigur í ár... en nú er sumarið komið í öllum sínum skrúða og þá er ég að tala um að eftir 2 tíma viðveru á ströndinni þá er ég eins og tómatur í dag, ekki óvön því svosem. Ætluðum á ströndina með Angelique frönsku vinkonu minni og 2 vinum hennar, annar þeirra er nýútskrifaður lögfræðingur sem bregður sér í gervi úfins kommúnista um leið og hann sleppur út af skrifstofunni á kvöldin. Frekar fyndin týpa sem keyrir um á 19 ára gamalli Fiat Pöndu sem er í alvöru talað að hrynja í sundur og maður fær svona traktorstilfinningu í hvert skipti sem maður stígur um borð og er þar að auki full af allskonar nytsamlegu drasli eins og skærum, skrúfjárnum, pottum og pönnum, sígarettum og ég veit ekki hvað og hvað.... já enduðum svo á því að fara á ströndina í sitt hvoru lagi þar sem að við fundum ekki hvert annað en það var svo sem allt í lagi þar sem að við hittumst bara eftir á til að fara og fá okkur Granita sem er viss passi eftir ströndina og ekki hægt að sleppa enda ekkert betra en ísköld sikileysk granita helst með sítrónu og pistasíu bragði með rjoma á toppnum og briosce mmmm.... jújú lögfræðingakomminn kom og náði í okkur á pöndunni enda öll tækifæri notuð til að stíga upp í þá dýrindiskerru. Eftir mjög skemmtilegan bíltúr þar sem að oftar en ekki voru farnar einstefnugötur í vitlausa átt þá komumst við loksins á barinn, það er að segja eftir að lögfræðingurinn var búinn að leggja drossíunni, á ská uppi á gangstétt undir stóru stóru merki sem á stóð að ekki mætti leggja... hehehe
Eftir hressinguna skutlaðist Pandan með okkur heim og við fórum á okkar bíl sem er náttla alls ekki jafn svalur og Pandan ( var ég buin að segja að við eigum núna Alfa Romeo 147 !!??? ) út á flugvöll til að sækja Salvo bróður hans Giovanni sem var að koma frá Siena og enduðum svo heima hjá foreldrum þeirra í kvöldmat sem var sko alls ekkert slæmt, besta parmigiana í heimi ( parmigiana er eggaldin sem búið er að steikja með tómötum, eggjum og raspi og henda inn í ofn í smá tíma þannig að úr verður svona einhversskonar eggaldinkaka yummmiiiii ég er sko einlægur aðdáandi ) og svo pasta al forno í aðalrétt.... ójá
Ætla að fara og búa mér til minestrone í góða veðrinu, gefa skjaldbökunum að borða og vökva appelsínutréið mitt ( lífrænt ræktað með skjaldbökukúk )!!!
mánudagur, maí 02, 2005
Se sono fiori, fioriranno..
Previous Posts
- ahhhhhh ég er of upptekin að sleikja sólina til að...
- Sól og sumar
- Gerðum okkur ferð til Palermo á laugardaginn seina...
- Ekki er dagurinn í dag neitt betri en í gær. Ég er...
- Ótrúlegt helvíti, nú er ég pirruð. Fór í gær og pa...
- Það eru komnar nýjar myndir á síðuna, undir DUBLIN...
- Heilmikil matarveisla hér í gærkvöldi eins og við ...
- Ok ég er buin að ná þessu, þið ætlið semsagt að se...
- Heii mér leikur forvitni á að vita hver eða hverji...
- Mig langar til að vita hverjir ætla að koma með mé...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home