Jæja þá er ekki nema vika í herlegheitin!! Reyndar aðeins minna hjá okkur Giovanni þar sem að við leggjum af stað á laugardagsmorgun áleiðis til Kaupmannahafnar! Jejj! Var að hugsa. Þar sem að flugið til Tælands tekur einhverja 10 tíma og Tæland er með einhverja 10 tíma í tímamismun, þá verður klukkan það sama við lendingu og hún var þegar við lögðum af stað, hversu svalt er það!!
Annars hef ég ekkert að segja nema að ég var að fatta að Ísland varð í 16 sæti í undankeppninni... erum við ekki alltaf í 16 sæti undankeppni eða alvörukeppni hvaða máli skiptir það?
Annars var ég að lesa skemmtilegar umræður á málefni.is sem ganga undir nafninu afhverju er Reykjavík svona ljót borg og þar komu nú ýmsir góðir punktar fram. Annars finnst mér Reykjavík nú ekki það ljót, það er ef að undanskilin er Hlemmur og efri Laugavegur, Hverfisgatan, Vatnsmýrin, Skeifusvæðið og hluti af Breiðholtinu ( sem betur fer týnast túristarnir lítið þangað )... Skipulagsmál Reykjavíkurborgar mættu þó vera meira í takt við það að hægt sé að labba á milli staða en því miður er borgin byggð upp í kringum einkabílinn og finnst mér það miður. Já svona fór um sögu þá...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home