eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Neighbours

þriðjudagur, maí 10, 2005

Neighbours

Já það er alveg merkilegt nokk hvað það er til mikið af leiðinlegu fólki. Ekki það að það sé ekki afstætt hver er leiðinlegur og hver ekki, en það sem mér finnst persónulega einkenna leiðinlegt fólk er afskiptasemi, frekja og heimska. Já, það er alveg merkilegt hvað það er mikið til af fólki sem fellur undir þessar 3 skilgreiningar eins og áður hefur verið komið inn á, það merkilegra er þó að þessi hópur fólks virðist einhvern veginn alltaf þurfa að hópast í kringum mig og aðallega þó hérna úti á Ítalíu. Já ég er að tala um það furðulega fyrirbæri sem ég hef persónulega ekki þurft að hafa nokkrar áhuggjur af meiri hluta ævinnar, af þeim augljoslegu ástæðum að Torfastaðir er í 10 km fjarlægð ef maður heldur í norðaustur af Fögruhlíð og Hlíðarhús er hinum megin við á, í hina áttina þannig að raunverulegir hagsmunaárekstrar koma mér ekki í minni eins og er, að undantöldu þó að Torfastaðabóndi skaut köttinn minn einu sinni, en það er allt gleymt og grafið.

Það býr kall í blokkinni minni. Hann heitir Signore Gatto sem úleggst herra Köttur á ylhýra. Það er hinsvegar ekkert kattarlegt við herra Kött þar sem að mér er einstaklega vel við ketti og alveg einstaklega illa við hann. Herra Köttur er alveg ótrúlega afskiptasamur. Td þá má ég ekki leggja bílnum hérna undir blokkinni eins og ég vil. Nei ef að bíllinn er of nálægt gangstéttinni og ekki alveg í beinni línu við alla hina bílana þá fær Herra Köttur nett móðursýkiskast og er kominn niður á nóinu. Um daginn þá var ég að leita að stæði og kemur hann ekki hlaupandi niður til að segja mér til og vildi endilega að ég legði í eitthvert stæði sem að bíllinn komst ekki einu sinni inn í og ég harðneitaði því að ég var búin að sjá að bíllinn komst ekkert í plássið. Nú kötturinn var ekki sammála og til að gera honum til geðs þá bakkaði ég í stæðið og festist náttúrlega hálf í stæðinu og hálf inn í næsta bíl.
Þá loksins gafst hann upp og dró lykla upp úr vasanum, þá átti hann víst bílinn fyrir framan!! Eftir að bíllinn hans var færður aðeins framar þá rann ég inn í stæðið en fyrr má nu fyrr vera urg

Svo eru það 2 gamlar kellingar sem búa á hinni hliðinni á blokkinni, það er ein byr herna fyrir neðan og fyrir framan hana í annarri blokk þá byr önnur og þær byrja að tala saman fyrir allar aldir á morgnana. Nú íbúðin okkar er efst í blokkinni þannig að við erum með svalir og svalirnar okkar eru fullar af blómum. Annaðslagið þá tek ég mig til og vökva blómin því að blóm þurfa vatn. Annaðslagið þá þvæ ég lika svalirnar til að við þurfum ekki að vaða skítinn sem safnast þar fyrir. Ekkert að því sérstaklega þar sem að vatnið dettur ekki beint niður af þakinu heldur safnast saman´og fer ofan í rör sem að skilar vatninu niður í niðurfallið hér fyrir neðan. Um daginn þá var ég að labba upp stigana og herra Köttur stoppar mig. Þá hafði hann frétt af því að annaðslagið þá læki vatn niður rörið og í gegnum niðurfallið hér fyrir neðan og var mjög áhyggjufullur yfir þessu öllu saman. Eg reyndi nu að utskyra fyrir honum að ég vökvaði annaðslagið blomin en hann vildi nu ekki heyra á það minnst heldur var hann viss um að það væri eitthvað sem læki upp á þaki og hann þyrfti endilega að koma upp og athuga þetta... ég hélt nú ekki.

Ég var einmitt að koma niður frá því að vökva blómin. Þar sem að það er orðið það heitt yfir daginn þá eru allar dyr og gluggar opnar í íbuðinni. Haldiði ekkki að ég hafi heyrt á tal gömlu kellinganna hér fyrir neðan þar sem að þær stóðu fyrir neðan rörið og horfðu á vatnið leka niður í holræsið furðu lostnar á því hvaðan allt þetta vatn kæmi með tilheyrandi handabandi upp til Guðs í von um að hann gæfi þeim einhverja skýringu á því hver hinn mikli Vatnsspreðari væri... já ég hef það á tilfinningunni að herra Köttur eigi eftir að liggja á hleri næst þegar ég labba fram hjá hurðinni hans svo hann geti nú bekkað mig til að ræða það hvaðan hinn dularfulli vatnsleki eigi orsök sína.... ooo hvað það er gott að fólk skuli ekki hafa neitt annað merkilegra að gera við dagana sína....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home