Birt með leyfi René Biasone
Opið bréf til umhverfisráðherra, Sigríðar A. Þórðardóttur, vegna starfsleyfis fyrirrafskautaverksmiðju á Katanesi í Hvalfjarðarstrandahreppi.
Í staðviðrinu síðastliðið sumar kom útvarpsfrétt um að loftmengun í Reykjavík
nálgaðist hættumörk. Brennisteinsloftmengunin á svæðinu frá Grundartanga til
Straumsvíkur á eftir að næstum tvöfaldast í náinni framtíð. Þessu veldur stækkun
Norðuráls, heimiluð stækkun ÍSAL og fyrirhuguð rafskautaverksmiðju á Katanesi.
Ætla má að hættuástand skapist á þessu svæði vegna loftmengunarinnar. Þess vegna
mælist ég til að rafskautaverksmiðju á Katanesi verði ekki veitt starfsleyfi.
"Vissir þú að lofttegundin SO2 veldur súru regni?
Það eitrar vatn og drepur lífríki á landi og í ám og vötnum.
Vissir þú að Loftmengun í Reykjavík nálgaðist hættumörk síðastliðið sumar?
Vissir þú að Ríkisstjórnin hefur heimilað Rafskautaverksmiðju í Hvalfirði og stækkun álvera í Straumsvík og Hvalfirði? Það mun tvöfalda SO2 mengun á svæðinu.
Vissir þú að þá verður mengunin í Hvalfirði og Strausmvík mjög sýnileg? Að þar með verði höfuðborgarsvæðið eitt mengaðasta svæði í Evrópu.
Það þýðir að á höfuðborgarsvæðinu verður SO2 mengun eins og frá hálfum Noregi eða Danmörku. Allt á einu litlu svæði.
Af þessu má ljóst vera að það stefnir í það óvænna með loftmengun á svæðinu frá
Straumsvík til Grundartanga. Ekki er næginlegt að líta á hvert verksmiðjusvæði fyrir
sig. Það verður að huga að heildinni. Á þessu svæði býr yfir helmingur þjóðarinnar.
Þess ber líka að geta að margs konar önnur mengun en SO2 gas stafar frá
stóriðjuverunum. Þar má nefna ryk, flúor, þrávirk efni og eitruð kerbrot. Fyrrverandi
umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, lét leggja vöktunarnefnd fyrir Grundartanga
niður svo ekki liggja fyrir óvilhallar upplýsingar um mengunina sem nú er orðin þar.
Eru menn einfaldlega ekkert að hugsa?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home