eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: mars 2006

föstudagur, mars 31, 2006

WHY

do bad things happen to good people???? Þessi setning á svo innilega við þessa dagana, en vitiði hvaðan hún kemur? Nú reynir á heilasellurnar hjá ykkur gott fólk...

Annars vil ég þakka fyrir afmæliskveðjurnar.... og nei engin kaka og ekki neitt í boði hjá mér í tilefni dagsins, bara skólavist allan sólarhringinn, enda ekkert eðlilega mikið að gera þessa dagana. Nenni ekki að þreyta ykkur með því en það er orðið slæmt þegar maður er orðinn svo utan við sig af lærdómi að maður tekur ekki einu sinni eftir strætóstoppinu sínu og lendir einhversstaðar út i sveit..

sunnudagur, mars 26, 2006

Kikið á þetta

http://edition.cnn.com/CNN/Programs/showbiz.tonight/

Takið endilega þátt í skoðanakönnuninni og segid ykkar álit eða einfaldega sjáið niðurstöðurnar. Það eru greinilega margir sem eru sammála því að ekki sé allt með felldu í sambandi við 9/11, þar á meðal ég. Könnunin er á vinstri væng síðunnar.

Hér er byrjað að snjóa aftur og í nótt var klukkunni breytt í sumartíma á flestum stödum í evrópu. Það þýðir að nú erum við 2 tímum á undan íslendingum.

Ég pantaði miða til Palermo í gærkvoldi eftir miklar vangaveltur þannig að ég kemst von bráðar í smá sól, pizzu, arancini, melanzane,le sciacciatelle, cipolline og góðar appelsínur svo eitthvað sé nefnt... já það verður gott að komast aðeins "heim" í frumskóginn aftur, þó ekki sé nema til að heilsa upp á Kisinó og skjaldbökurnar sitja úti á svölunum mínum og hlæja að nágrönnunum og hitta alla þá sem ég hef ekki hitt lengi. En fyrst eru það 3 skyrslur og eitt munnlegt próf plus fyrirlestur í stærðdfræði sem ég þarf að massa þannig að ég get alveg verið róleg og niðri á jörðinni í tvær vikur í viðbót og hananú...

BRUNNKUKREM!!!!!!!! TIL HVERS????

RS

fimmtudagur, mars 23, 2006

Það er hægt að fá sér Botox sprautu fyrir aðeins 2400 danskar hér í Kaupmannahöfn, rakst á auglysingu um það í blöðunum i gær, gott að vita af því.. mér á ekki eftir að veita af einni svoleiðis eftir veikindin og allt námsálagið

Annars er ég veik og hef ekkert að segja. Bara kvef og hálsbólga og slappleiki og ég hef engan tíma fyrir það. Var með einhvern smá fyrirlestur í dag um einhverja hitastrauma en sem betur fer þá mössuðu stelpurnar sem eru með mér í hóp þannig að ég þurfti lítið annað að gera en að brosa. Eftir fyrirlesturinn var svo tími en ég bara fór heim og upp í rúm enda byrjuð að svitna heitu og köldu til skiptis.

Annars á mummy afmæli í dag .... Til hamingju með það mamma mín og skemmtið ykkur á Mývatni ....

þriðjudagur, mars 21, 2006

Óbeinar reykingar sagðar valda dauða nær 80.000 manna í aðildarlöndum ESB

Óbeinar reykingar sagðar valda dauða nær 80.000 manna í aðildarlöndum ESB
Ný skýrsla á vegum Evrópusambandsins dregur þá niðurstöðu af rannsóknum á óbeinum reykingum að allt að 79.500 manns deyi í aðildarlöndum ESB úr sjúkdómum eða veikindum sem rekja má til óbeinna reykinga.

Um 72.000 manns deyja árlega af völdum óbeinna reykinga á heimilum og um 7.000 á vinnustöðum. Skýrslan var unnin af vinnuhópinum Smoke Free Partnership sem fjöldi heilbrigðisstofnana í Evrópu á fulltrúa í.

Niðurstöður rannsókna benda til þess að sá reykur sem myndast við tóbaksbruna milli þess sem reykingamaður dregur að sér reyk eða blæs frá sér, sé skaðlegri en sá reykur sem fer í lungu reykingamannsins. Ástæða þess mun sú að sígarettan brennur við lægri hita í biðstöðu, þ.e. þegar reykingamaðurinn er með kveikt í en er ekki að reykja. Reykurinn við slíkan bruna inniheldur fleiri eiturefni.

Írar, Norðmenn, Ítalir, Möltubúar, Svíar og Skotar hafa bannað reykingar á almenningsstöðum og vinnustöðum og bendir margt til þess að Englendingar, Wales-búar, N-Írar og Belgar muni bætast í hópinn. Í skýrslunni er einnig bent á að kannanir sýni að reykingabanni sé almennt vel tekið af íbúum þeirra landa sem komið hafa á slíku banni og að ekkert bendi til þess að veitingahús verði fyrir tapi af því.

laugardagur, mars 18, 2006

Ekkert að frétta

Kíkti samt i afmælisveislu frekar svona óboðin í gærkvöldi út á Solbakken. Þar voru nokkrir íslendingar samankomnir. Við kíktum svo aðeins í bæinn, fórum aðeins á Vega og svo fengum við okkur Durum að borða áður en haldið var af stað heim. Eg svaf aðeins of lengi í morgun og vaknaði ekki fyrr en um hádegi. Ætlaði að vera svo dugleg og vakna aðeins fyrr til að læra. En jæja ég verð bara duglegri í dag og fram á kvöld í staðinn. Það verður gott þegar þessi önn verður búin. Grænlandsverkefnunum verður reyndar ekki skilað fyrr en 1 oktober og þá verð ég formlega loksins búin með Bachelorinn. Jejjj

En jæja best að halda áfram

miðvikudagur, mars 15, 2006

Ótrúlegt

Hefði getað drepið fyrir hálfan líter af diet kók áðan. Var búin að vera að hugsa um kókflöskuna frá í morgun einhverntímann en búin að halda aftur af mér. Því verr og miður þá var dagurinn í dag frekar erfiður og fer ekki batnandi. Var á rannsóknarstofunni í morgun að gera tilraun og stelpuskrípið sem er með mér í hóp var alveg að fara með mig. Nenni ekki að fara út í smáatriði en klikkað fólk með háværa ískur rödd á dönsku er ekki það besta sem maður getur fengið í morgunmat þegar maður er þreyttur og stressaður fyrir. Þannig að ég fór fyrr heim úr skólanum til að geta farið og klárað skyrslu sem ég þarf að skila á morgun og er ekki komin of langt á leið með ( já læra fram á nótt er framundan ). Eftir klukkutíma ferðalag aftur til borgarinnar þá var kókþörfin orðin virkilega slæm og ég bara með 8 krónur í vasanum. Labba inn í Fakta búðina og beint í kók kælirinn DOOOOOHHHH hálfur líter af kók kostar 9.50 kronur. Andskotinn og ég sem er að bíða eftir að það komi nýtt VISA tímabil spara spara þangað til. Hvað getur maður keypt sér að drekka fyrir 8 krónur í Danmörku? Eftir nákvæma skönnun á öllum drykkjavörum í Fakta búðinni þá er það eina sem ég get keypt mér... BJOR ... og meira að segja 4 stk. Já 4 bjóra í staðinn fyrir ekki einu sinni eina kók. Arrgh, þarf að læra fram á nótt, þá er bjórdrykkja ekki góð. Hugsa með mér að ég fari og taki út 100 kr af VISA hlýt nú að redda því. Labba í hraðbankann og sting Nordea kortinu mínu inn. Þar er hægt að taka út 100 krónur en ég var búin að gleyma ( eða ekki ) að það var enginn peningur eftir þar inni. Þá er það bara íslenska VISAð... " vinsamlegast ytid á 300 500 og svofrv....!!!!! What??? Afhverju get ég ekki tekið út 100 krónur ef ég er útlendingur. Helvítis kynþáttahatarar. Nú er ég pirruð. Farin að læra og að vera pirruð í friði yfir lífmælingaskyrslunni sem ég er að gera ein með sjálfri mér... hnussss

mánudagur, mars 13, 2006

Segir þetta okkur ekki hvort kynið sé hæfara til að stjórna heiminum?

Stelpur og strákar hafa mjög ólík áhugasvið í vísindum, samkvæmt nýrri könnun, og hefur þetta vakið spurningar um hvort námsskrá í vísindagreinum eigi að vera kynskipt. Könnunin var gerð í 40 löndum að frumkvæði Óslóarháskóla. Í Bretlandi kom í ljós að strákar hafa mestan áhuga á sprengiefnum, en stelpur mestan áhuga á mannslíkamanum.

Edgar Jenkins, prófessor við Háskólann í Leeds, segir að ekki sé unnt að líta framhjá þessum mun á áhugasviðum kynjanna. Munurinn komi fram í öllum þeim löndum sem könnunin hafi náð til.

Niðurstöðurnar eru byggðar á svörum á um 250 spurningum. Rúmlega 1.200 nemendur tóku þátt í könnuninni í Bretlandi. Strákar sýndu mestan áhuga á eyðileggingartækni og geimvísindum, en áhugi stelpna var mestur á því sem gerist í mannslíkamanum, eins og til dæmis draumum, orsök þeirra og merkingu, og krabbameinslækningum.

Aftur á móti var lítill munur á því hvað stelpur og strákar vildu síst læra í vísindum. Hvorugt kynið hafði áhuga á nýjum aðferðum í landbúnaði eða ?frægum vísindamönnum og ævi þeirra?.

Ég er alltaf að stela

svona quizzum af síðunni hennar Deezu, sem ég reyndar þekki ekki neitt en það er nú önnur saga... en hún er sko alltaf með svo nýjasta nýtt í gangi í þessum efnum...

Já ég er scienceneeeerd og það er sko ekki OFFFF the table ( Ross, Friends )


You scored as Chemistry. You should be a Chemistry major! As if that isnt clear enough, you are deeply passionate about Chemistry, and every single chemical reaction and concept fascinates you. Pursue that!

Chemistry

83%

Linguistics

75%

Biology

75%

Philosophy

75%

Anthropology

75%

Mathematics

75%

Psychology

75%

English

67%

Engineering

58%

Sociology

58%

Theater

42%

Journalism

33%

Dance

25%

Art

17%

What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3)
created with QuizFarm.com

fimmtudagur, mars 09, 2006

HEiii

Já þar fengu Íslendingar að kenna á því. Var að lesa fjármálaúttekt sem gerð var af breskum fjármálasérfræðingum í sambandi við íslenska fjármálakerfið og stöðu Íslands í augnablikinu. Þar kemur fram að mikið af uppgangi íslenskra fyrirtækja er fjármagnaður með erlendum skammtímalánum sem svo þarf náttúrlega að borga til baka. Mér verður hugsað til virkjanaframkvæmda og stóriðjubygginga. Hvaðan haldiði að þeir peningar komi annarsstaðar frá en frá útlöndum? Mogginn birti einnig grein ekki fyrir löngu síðan þar sem að kom fram að erlendar skuldir á síðasta ári hafi ekki verið jafn miklar síðan ég veit ekki hvenær! Það hlýtur að koma að því að þetta þurfi að fara að borga til baka. En Davíð og Dóri verða sennilega búnir að afsala sér allri ábyrgð þá. Hvað er svo málið með Húsvíkinga? Búnir að stofna einhvern álvershóp og ég veit ekki hvað og hvað? Það var þá aldeilis framsýnin á þeim bænum. Mér finnst öll þessi umræða minna mjög mikið á loðdýraræktsmálið þegar það áttu allir sem vetlingi gátu valdið að fara í loðdýrarækt. Eða þegar allir drifi sig í fiskeldi. Það endaði ekki vel. Nú á að drita niður úreltum mörg þúsund tonna álverum í hvern landshluta. Ég er hrædd um að skellurinn geti orðið mun harðari í þetta skiptið.

En já ég fékk alveg nýja sýn á Kaupmannahöfn í dag. Buinn að vera meiri dagurinn. Var á rannsóknarstofunni í morgun að leika mér með vatnsprufur með Ragnhildi og eftir það fórum við að fá okkur köku í nýja mötuneytinu okkar í skólanum,rosa flott. Þar hittum vid Chiöru og Luca vini okkar frá Ítaliu en svo þurfti ég að hoppa og taka strætó út á Buddinge station og átti að vera mætt þangað klukkan eitt til að heimsækja einhverja þvottastöð þar með bekknum mínum. Ég missti af strætó og kom of seint og þau farin á undan mér þó ég væri bara 8 min of sein ( sem hefdi aldrei gerst a Ítaliu´, þar leggur aldrei neinn af stað fyrr en amk 15 of seint ). Ákvað samt að gefast ekki upp og spurði einhvern strák á lestarstöðinni hvort hann vissi um einhverja þvottastöð þarna rett hjá. Hann hringir í einhvern vin sinn og vinurinn bendir honum á eina þarna rétt hjá. Eg ákveð að rölta þangað og tjékka hvort að þau séu þar. Eftir 4 labbihringi í kringum verksmiðjuna þá hitti ég loksins einhvern mann sem segir mér að hann hafi séð ca 20 manna hóp fyrir ca 30 min síðan á röltinu. Eg held áfram að reyna að komast inn og ekkert gengur fyrr en annar maður kemur og spyr hvað ég sé eiginlega að gera... endar með því að hann bara opnar fyrir mig og ég labba beint inn í fasið á kennaranum mínum með alla halarófuna á eftir mér. Hann var alveg steinhissa á hvernig ég hefði farið að því að finna þau,og verður það bara að segjast að ég var það eiginlega bara líka.

En við fengum engan bjór bara vínarbrauð og te, ekki eins og heima þar sem að fyrirtækin keppast um að hella í mann áfengi þegar maður kemur í heimsókn. Svo tók ég alveg nýjan strætó heim sem fór alveg ótrúlega skemmtilega leið og ég uppgötvaði að ég hef enn ekki séð nema lítinn part af Kaupmannahöfn enda geri ég ekki annað en að fara alltaf sömu leiðina fram og til baka í skólann á hverjum degi.

En jæja best að fara að læra, ég er by the way að drepast úr stressi. Held að blóðþrýstingurinn sé kominn upp úr öllu valdi en það er svona að vera í einhverjum 40 einingum... sem betur fer ( ? )þá líður tíminn hratt....

miðvikudagur, mars 08, 2006

Nei bloggið er sprelllifandi

ég bara komst ekki inn á eigið blogg í nokkra daga, þannig að ég hélt kannski að það hefði bara dáið. En það hefur greinlega lifnað við aftur og ég get haldið áfram að blogga og skoða það sem ég hef bloggað. Frábært.

Fór ekki í skólann í dag. Nennti alveg ómögulega ekki í 9 tíma efnafræditíma á dönsku sem byrjar klukkan 8 á miðvikudagsmorgnum. Það þýðir ræs um klukkan 6 ef ég ætla að vera komin á réttum tíma. Þetta er nú í fyrsta skipti sem ég læt mig vanta en ég taldi það betri kost að vera bara heima og klára heimadæmin í stærdfræði og lesa mig áfram í hinu og þessu fagi þar sem að ég er komin eftir á í lestri... svo þurfti ég líka að fara á pósthúsið til að borga leiguna og aðra reikninga svo mér yrðu nú ekki hent út enda komið nokkra daga yfir gjalddaga.

Annars er það helst í fréttum að ég fór í umhverfisparty á föstudagskvöldið. Ætlaði ekkert að fara en var dregin af skólabróður mínum hér um bil á eyrunum. Vorum nefnilega að skrifa skyrslu til klukkan 17 á föstudaginn upp í skóla og þegar það kláraðist þá dró hann mig með í bjór á skólabarnum og eftir það þá átti ég mér engrar undankomu auðið. Þetta var samt bara mjög fínt, boruðum á okkur gat og svo var svona HVAR ER VALLI þema, allir klæddir í röndótt föt og með húfu, já allir nema við þar sem að við forum ekkert heim í millitíðinni.

hejdooo

mánudagur, mars 06, 2006

er bloggid daid????

sunnudagur, mars 05, 2006

Álfar og huldufólk...



... og hvar er myndin tekin?

miðvikudagur, mars 01, 2006

Fílar

Mig dreymdi fílahjörð í nótt. Frekar furðulegur draumur. Ég var stödd einhversstaðar ég veit ekki hvar þar sem að einhverjir voðalegir menn smöluðu saman fílum og skáru þá á háls. Ég man eftir að horfa á fílagreyin í dauðateygjunum, sumir blikkuðu augunum og aðrir bara frussuðu blóði út um allt.. ojjj. Mér tókst þó að bjarga 4 fílum frá hörmulegum dauðdaga og sleppti þeim út úr réttinni þar sem þeim var haldið föngum. Þeir hlupu út í einhverja á frelsinu fegnir.

Draumabókin segir að það boði mikla ógæfu að sjá dauða fíla og að dreyma fíla yfirleitt þýðir að mikil þreyta sé að hellast yfir mann... Það vill einmitt svo til að ég er búin að vera mjög þreytt seinustu daga enda mikið að gera á öllum víggstöðvum. Er að potast í skýrslugerðum langt fram á nætur og get svo ekki haldið augunum opnum í tímum á daginn. 9 tíma umhverfisefnafræðikúrs á miðvikudögum er heldur alls ekkert að gera sig... aðeins of mikið að sitja í tíma yfir sama efninu.. en ég er farin að plotta CO2 graf... síjú folks