eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: desember 2006

sunnudagur, desember 31, 2006

og þeir hengdu Saddam..

ekki það að ég sakni hans mikið enda ekki mikið gull af manni. En fyrr má nú vera villta vestrið made in Hollwood í kringum þetta allt saman. Hér voru beinar útsendingar á BBC alla nóttina og ég fylgdist svolítið með því þar sem að ég er gjörsamlega búin að snúa sólarhringnum við þessa dagana. Júbb Saddam var náttúrlega glæpamaður og búinn að taka margan manninn sjálfur af lífi í gegnum valdatíð sína en persónulega þá trúi ég ekki að glæpur komi í stað fyrir glæp, líf fyrir annað líf, auga fyrir auga tönn fyrir tönn og allt það. Kallinn hefði náttúrlega átt að dúsa í fangelsi til dauðadags.
Það sem er gremjulegt við þetta allt saman er náttúrlega þessi vanalega framkoma Bandaríkjamanna sem maður er löngu búinn að fá nóg af. Þeir voru ekki svona súrir út í Saddam þegar hann réðst inn í Íran og notaði efnavopn í ríkum mæli til að drita niður Kúrdana. Nei þá studdu þeir Saddam. Svo þegar að hlutirnir fóru að breytast í kringum olíulindirnar þá allt í einu þurfti að fara að bjarga írösku þjóðinni frá einræðisherranum. Þá var Saddam skyndilega orðinn glæpamaður.
Það eru margir fleiri glæpamenn við völd í heiminum. En það er öllum alveg sama um það. Sérstaklega Bush. Ekki skiptir hann sér af borgarastyrjöldum í Afríku þar sem að fólk er drepið í hundruðatali á hverjum degi. Ég gekk framhjá skilti á Strikinu um daginn þar sem á stóð, Bush is not an American, Bush is an idiot. Jú ég get verið sammála því svo sem, mín vegna þá hefði hann mátt dingla með Saddam fyrst að þetta dingl er skilgreint sem réttlæti af Bandaríkjamönnum sjálfum, enda er hann ekki minni glæpamaður. Bara aðeins fínni á því.

2006 er að renna út hægt og hægt og við erum öll að verða árinu eldri. Ég segi bara gleðilegt nýtt ár úr 18 fm höllinni minni hérna á Öresundskolleginu. Ritgerðin sniglast áfram en ég þarf helst að vera búin með sem mest fyrir 2 jan því þá vil ég gjarnan að Pillan lesi yfir hana. Svo er vörnin núna einhver tímann í lok janúar. Ef þð vitið um einhvern sem langar að leigja íbúðina mína í nokkra mánuði, látiði mig endilega vita.

Happy new year, Felice anno nuovo, Feliz novidad, Godt nytar, Gleðilegt nýtt ár :) og greyin mín fariði varlega með sprengjurnar...

föstudagur, desember 29, 2006

Hef ekkert að segja

þannig að þessar fallegu myndir verða bara að skemmta ykkur seinustu dagana á árinu. Jejej

sunnudagur, desember 24, 2006

Buon Natale, Gleðileg Jól, God Jul, Merry Christmas

Voglio mandare i miei miglior auguri di un sereno natale a tutti i miei amici e conoscenti con la speranza che passerete un scintillante anno nuovo. Grazie per tutti i bei momenti passati insieme nei anni precedenti.
Tantissimi baci ed abbracci, da Birna Natalizia in Danimarka!!
Vil óska öllum Gleðilegra Jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir að nenna að lesa bullið í manni hérna á þessari síðu. Eins nota ég tækifærið til að þakka fyrir óvænta pakka, jólakort, jólakveðjur og jólakökur sem bárust núna fyrir jólin. Það verður ekki fyrr en maður flytur heim aftur og hættur að vera í skóla að maður nennir að fara að skrifa jólakort og á efni á því að kaupa pakka, þannig að það verður enn bið í það!


Jólakveðjur frá Birnu og Tinnu á Öresunds ghettóinu sem komust lifandi af úr kynþáttafordómaárekstursleigubílaferðinni... Já við lentum í árekstri með einhverjum araba sem kallaði okkur kynþáttahatara og ákvað svo að keyra bara á næsta bíl á hringtorginu á Kastrip!! Gaman af því sko!

Merry christmas everyone..

fimmtudagur, desember 21, 2006

Vandræði???

Já það er eins gott að maður fari að flýta sér að klára þetta nám svo maður geti farið að bjarga Íslandinu frá drukknun. Hvað er með 15 stiga hita í enda Desember? Þetta er sennilega aðeins brot af því sem mun koma næstu árin. Hlýjasti vetur í árhundruðir geysar nú í Skandinavíu. Hér hefur hitinn ekki farið nema nokkra daga undir 10 gráður það sem af er vetri. Sumarið var það hlýjasta í manna minnum, ein hitabylgjan á fætur annari. Sumir eru ánægðir með það að það sé að hlýna á norðurslóðum. Mér myndi líka finnast það fínt enda finnst mér gott að vera í góðu veðri. Því miður þá eru afleiðingarnar ekki til að hrópa húrra yfir. Jöklar bráðna, ár vaxa, jarðvegurinn missir festu sína vegna mikilla hitabreytinga og úrkomu og úr verða skriður. Djúp sár myndast í jörðina sem tekur langan tíma að lækna, sérstaklega ef að veðrið heldur svo áfram að rokka svona upp og niður. Já það er hætt við að Íslandið eigi eftir að horfa upp á erfiða tíma í framtíðinni ef svona heldur áfram. Sérstaklega suðurlandsundirlendið. Hækkandi sjór á eftir að brjóta meira og meira af því. Það gæti þó bjargað okkur að með aukinni bráðnun jöklanna þá lyftist eyjan alltaf meir og meir úr sæ þar sem að hún missir mikinn þunga ofan af sér. Það er þó eins og að pissa í skóinn sinn því að þegar eitt system breytist þá er mikil hætta á því að það hafi áhrif annarsstaðar. T.d þá er skandinavíuskaginn ( Svíþjóð Noregur og Finnland ) alltaf að rísa meira og meira úr sjó. Það að Ísland missi jöklana sína og rísi úr sæ gæti þess vegna haft áhrif á að nýjar eldsprungur gætu myndast, annað hvort á landinu sjálfu á flekamótum eða útundan ströndum þess vegna nýs þrýstings sem mun leggjast á jarðskorpuna. Ósonlagið hefur heldur aldrei verið minna á pólunum eins og í ár. Það er hægt að sigla um á suðurskautinu núna þar sem að sjórinn er lítið lagður af ís. Það er mjög óvenjulegt. Já I will be damned ef að gróðurhúsalofttegundirnar eru ekki að láta taka til sín núna. Metanið, koltvísýringurinn, köfnunarefnin og brennisteinninn svo nokkrar séu nefndar eru í jólaskapi og mynda þykkan vegg í himinhvolfunum svo að geislar sólarinnar sem lenda á jörðinni speglast ekki til baka út í geiminn, heldur festast bara hérna niðri hjá okkur. What comes around, stays around :)

mánudagur, desember 18, 2006

Jólin hér og þar, aðallega þar..








Já það eru að koma jól víst. Ég var að rifja upp jól og áramót síðustu árin og og þau hafa verið haldin hér og þar svo ekki sé meira sagt. Sikiley 2001, Spánn/Andorra 2003, Íslandið 2004. Prag 2005 og svo mun ég setja inn jólamyndir frá DK 2006 þegar þær verða til!!








þriðjudagur, desember 12, 2006

Alveg vissi ég það!!!!

Danir líta niður á þá sem tala mállýskur eða dönsku með erlendum hreim, samkvæmt fjölda rannsókna sem vísindamenn á vegum Kaupmannahafnarháskóla hafa skoðað. „Spyrji maður fólk beint út segja flestir að þeim finnist mállýskum heillandi en allar rannsóknir sýna þó fram á annað.Samkvæmt því sem fram kemur í rannsóknunum líta Danir svo á að þeir sem tala mállýskur eða með hreim séu feimnari, félagslega vanhæfari og jafnvel heimskari en þeir sem gera það ekki. Þá sýna þær að enginn munur er á því hvaða augum þeir sem tala mállýskur eða með hreim líta málið og þeir sem gera það ekki.
Samkvæmt upplýsingum vísindamannanna eru fordómar í garð þeirra sem tala mállýskur eða með hreim meiri í Danmörku en í öðrum löndum og segja þeir líklegt að það hafi þau áhrif að danskan verði einsleitari en önnur tungumál.


Tekið af mbl.is´

Mig dreymdi þetta líka í nótt..þvílík tilviljun

mánudagur, desember 11, 2006

Þetta kallar maður forvarnir í lagi!!!!

Fjögurra ára gamall drengur í La Vega, í Bandaríkjunum, var settur í skammarkrókinn fyrir að áreita unga aðstoðar kennslukonu kynferðislega. Drengurinn hafði knúsað kennslukonuna og nuddað andlitinu við brjóst hennar. Í bréfi sem foreldrarnir fengu frá skólanum sagði að drengurinn hefðu gerst sekur um óviðurkvæmilega líkamlega snertingu og kynferðislegt áreiti. DaMarcus Blackwll, faðir drengsins, sendi kvörtunarbréf til skólans, sem breytti ákærunni í óviðurkvæmilega líkamlega snertingu, en felldi niður ásökun um kynferðislegt áreiti. Blackwell finnst það ekki nóg, og ætlar með málið lengra. Hann segir að sonurinn sé ráðvilltur og skilji ekki hversvegna hann var settur í skammarkrókinn.
Já það slær enginn Könunum við, það er víst alveg á hreinu..

fimmtudagur, desember 07, 2006

Danskerne versus gli Italiani

Já ég verð alltaf jafn hissa þegar að ég fæ póst í pósthólfið mitt frá skólanum. Þeir hérna úti eru alveg ótrúlega fljótir að senda manni allskonar staðfestingar á öllu því sem maður sækir um hjá þeim. Í morgun beið mín ýtarlegt staðfestingarbréf á því að ég hefði sótt um Meistaranám hjá DTU. Alveg heil síða af upplýsingum og það er ekki einu sinni búið að hleypa manni inn ennþá. Vá hefði það komið fyrir að ég hefði fengið bréf frá háskólunum á Ítalíu, þá hefði ég sennilega fengið hjartaáfall, svo mikið hefði sjokkið orðið. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir því að senda manni gíróseðlana fyrir innritunargjaldinu, ég þurfti að gjöra svo vel að fara og ná í þá upp í skóla í hvert skipti og meira að segja að hafa fyrir því að fá þá útprentaða!! Hér er háskólinn nú ókeypis þannig að það þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Eina bréfið sem rataði heim til mín frá háskólanum í Catania var bréfið þar sem í stóð að vegna "tæknilegra mistaka" þá gæti ég ekki innritað mig í skólann á komandi önn. Það kallar maður kaldhæðni.




En já ég er semsagt búin að sækja um meistaranám hér við DTU. Mér sýnist ég vera dæmd til að flakka um útlönd enn um ókomin ár, vegna mjög svo undarlegra forkrafa við HÍ þá myndi það taka mig enn meiri tíma að útskrifast þaðan. En ég efast svosem ekkert um það að umhverfisnámið hér er mun betra en það sem er heima þannig að kannski verður þetta bara ágætt...

þriðjudagur, desember 05, 2006

10 days baby

Jæja það eru ekki nema 10 dagar í prófið. I tilefni þess þá ákvað ég að láta bækurnar alveg eiga sig í dag enda var heilsan ekki alveg að gera sig seinustu daga. Svo byrjar maður bara á fullu aftur í fyrramálið og þá verður það non stop fram til 16 des. Hjólaði í skólann í morgun og til baka aftur. Það var gott að fá smá hreyfingu eftir margra daga hreyfingarleysi. Veðrið í DK helst óbreytt, rigningarúði og milt veður alla daga, óvenjulega hlýtt miðað við árstíma. Hjólaði einmitt fram hjá Kongsins Nytorv í morgun og gat ekki betur séð en að skautasvellið væri ekki lengur skautasvell, enda er um og yfir tíu stiga hiti alla daga.

En já ég ætla að halda áfram að liggja upp í rúmi og horfa á Barcelona -Werder Bremen. Koma svo Eiður ... ehemm ...Zambrotta :)