eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: apríl 2004

miðvikudagur, apríl 28, 2004

hmm gekk eitthvað illa með þetta lag, allavegana hér er þetta aftur SUMARDAGURINN FYRSTI Gengur vonandi betur svona

'Eg bara varð að leyfa ykkur a njota þessa með mér SUMARDAGURINN FYRSTI Ég verð nú samt sem áður að hugga ykkur með því að ég heyrði einhverja svakalega ameríska framtíðarveðurspá og þar kom fram að það mun verða mjög hlýtt í Norður Evrópu ( Skandinavíu ) í sumar og býst ég við og vona ykkar vegna að Ísland sé þar með í hópi!! Hlustið á lagið þetta er snilld....

Ég var að spá; ef að ég og mín fjölskylda værum hryðjuverkamenn þá væri heimurinn illa staddur. Ég segi það vegna þess að upp á síðkastið þá höfum við verið að ferðast þó nokkuð mikið og á þeim flugvöllum sem ég hef stoppað á undanfarið þá hafa verið miklar tafir og seinkanir vegna STÓRAUKINNAR gæslu vegna yfirvofandi hryðjuverka, og er það mjög got mál, ef að það væri raunverulega þannig.... Málið er nefnilega það að ég komst í gegnum london og róm með flugbeittar risanaglaklippur í handfarangrinum mínum án þess að nokkurt málmleitunartæki bípaði né nokkur öryggisvörður gerði nokkra athugasemd við. Ef ég hefði verið stórhættulegur hryðjuverkamaður þá hefði ég nú getað gert hinn ýmsan skaða með því ógnartæki sem þessar naglaklippur eru.

Ekki nóg með það. Bróðir minn og vinur hans komu hingað um páskana og á leið sinni um Sikiley fundu þeir einhverjar dýrindis byssur sem þeir urðu alveg óðir í og enduðu á að kaupa dýrum dómum. Nú með þessar byssur í farangri sínum þá náðu þeir að fara í gegnum tvær borgir sem að eru mjög hátt skrifaðar á listanum yfir tilvonandi hryðjuverkahættusvæði, London ( sem er held ég fyrst a lista ) og Róm sem er þriðja á listanum, án þess að nokkur sál veitti því nokkra athygli. Ég vil nú samt sem áður vekja athygli á því að þar sem að ég og mín fjölskylda erum nú ekki yfirlystir hryðjuverkamenn og til að koma í veg fyrir allar efasemdir, að þá voru og eru þessar byssur minjagripir og er ekki mögulegt að nota þær til annars en að hengja þær upp á vegg eða stilla þeim upp á hillu. En maður veltir nú samt sem áður fyrir sér hverskonar öryggisgæsla það sé sem taki allan þennan tíma á flugvöllunum á þessum seinustu og verstu.

Það er loksins komin sól aftur og ég er aðeins sáttari við lífið og tilveruna, er meira að segja orðin brún.... eða meira rauð samt, eftir daginn í gær þar sem ég lærði út á svölum. Er mjög sátt við svalirnar mínar, þær eru ekkert smá flottar.

mánudagur, apríl 26, 2004

Jæja, það er ekki eins og maður búi hér um bil í Afríku, það er allavegana ekki hægt að sjá það á veðrinu sem er búið að vera hér seinustu daga, rok og rigning og mér sýnist bara ekkert vera að stytta neitt upp.

Annars er bara allt ágætt að frétta, er að fara að byrja á 80 tíma verkefni á einhverjum olíupalli eða á olíuskipi, er ekki alveg viss hvort verður, erum að fara að mæla mengun með ítalska sjóhernum, það verður örugglega athyglisvert, þannig að þar með þá er ég upptekin alla föstudaga og laugardaga frá og með 7 maí næstkomandi. Ég á nú eftir að segja ykkur meira frá þessu í sinni tíð. Í mai byrjar líka 40 tíma rannsóknarverkefni, sem verður einnig í sambandi við mengurnarvarnir, á enn eftir að koma í ljós, hér veit maður aldrei neitt fyrirfram heldur bara um leið og hlutirnir gerast, þannig að það er svolitið erfitt að geta sér til um hvernig þetta verður allt saman.

Í næstu viku byrja ég svo líka að vinna, eða það er að dreifa miðum fyrir þennan skóla, veit nú ekki alveg út í hvað ég er búin að koma mér þar.. það verður nú aldeilis skemmtilegt að reyna að troða einhverjum auglýsingabæklingum inn á blásaklaust fólk, sjáiði mig ekki fyrir ykkur. En þetta tekur nú sem betur fer ekki nema 3 daga í einu nokkra tíma á dag, þannig að ég hef nú ekki miklar áhyggjur.

Ég hélt matarboð á laugardagskvöld. Það var bara fínt, nema við drukkum alltof mikið af rauðvíni og ég varð nú bara veik, víkingurinn sjálfur, þetta sikileyska vín er alveg stórhættulegt. Vorum búin að prógramma svo grill út í sveit daginn eftir en það varð nú ekkert af því þar sem að liðið var nú ekkert í ástandi til að fara neitt daginn eftir, hausverkur og magatruflanir þannig að við enduðum bara á að grilla uppi á svölum hérna heima hjá mer, og horfðum svo bara á DVD þar sem að allir voru frekar þreyttir og sumir hreinlega bara sofnuðu yfir myndinni en það er nú annað mál.


fimmtudagur, apríl 22, 2004

Hvað er að þessum heimi? Ég held að það hvíli a mér einhver heavy hrakfallabálkaálög sem vilja bara alls ekkert fara. Finnst ykkur það eðlilegt að eftir eins mánaðar vist í " nyju " leiguhúsnæði þá hafi eftirfarandi komið upp á :

Við erum búin að vera rafmagnslaus í meira en heilan dag þar sem að það ar einhver leiðsla í húsinu fyrir neðan sem að leiddi út og drap rafmagnið í íbúðinni okkar, já bara í okkar íbúð, það þurfti að kalla út 2 rafmagnsfræðinga til að finna út það sem gerst hafði og laga það, enn er ekki þó komið rafmagn inn í svefnherbergi, það er seinni tíma vandamál.

Við erum búin að vera vatnslaus i heilan dag, ekki er enn búið að komast að afhverju það var, en sennilega hefur rafmagnsleysið átt þar einhvern þátt í.

Símalinan er búin að vera svona upp og niður, netið vildi ekki koma inn og ég gat tengt mig 2 vikum eftir að það var sett upp, það var einhver bilun í símakerfinu og viti menn bara á línunni minni ( þetta kom 3 sinnum fyrir í íbúðinni sem við vorum í áður, já bara á línunni hjá okkur, engum öðrum ).

Við keyptum rúm sem átti að koma allt í pörtum vegna þess að stiginn inn í íbúðinni er svo þröngur að við þurftum að velja húsgögn eftir málum, viti menn það kom allt í pörtum nema grindin sem fer í að halda dýnunni upp, þannig að hún er föst núna niður í anddyri, kemst ekki upp þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og ónýtan nýmálaðan vegg þar sem að búið er að reyna að troða helvítinu upp en ekkert gengur...

Skjaldbökubúrið brotnaði í gær, veit ekki alveg hvernig að gerðist en nú verð ég að fara að finna nýtt búr annars þorna skjöldurnar mínar upp.

Keyptum klósettsetu á klósettið þar sem að hana vantaði þegar við fluttum inn, ekki hægt að setja hana á vegna þess að klósettfjandinn er byggður inn í vegginn og því er það allt einhvernveginn öfugsnúið, eftir heilt kvöld með haus og hendur ofan í klósettskálinni að reyna að koma þessu saman þá gafst ég upp. Þvílík snilldarhönnun á þessu blessaða húsi.

Vatnið í sturtunni er eitthvað furðulega stillt, annaðhvort kemur bara alveg ógeðslega heitt eða ískalt, það er ekki gott mál.

Ég komst ekki inn á netið í allan gærmorgunn loksins þegar þeir áttu að vera búnir að laga gallann, þá kom í ljos eftir heilmikið þref við einhvern þjónustuaðila að maður þarf að fara inn á einhverja síðu hjá símafélaginu og skrá sig, og það er ekkert verið að láta mann neitt vita að því.

Í dag þá kemst ég ekki inn á MSN til að grenja í fólki yfir hrakförum mínum þannig að ég geri það bara í staðinn á þennan veg, er annars að læra undir próf sem ég á að fara í í næstu viku, þ.e ef að kennarinn veikist ekki eða eitthvað annað kemur fyrir í millitíðinni. Ég er í vondu skapi

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Ragazzi ce ne sono delle foto nuoveeee, guardatele!! C'é qualcuno che vuole che io scrivi in itlaliano su questo sito?? Se sí, per favore lasciate un messaggio sul ORÐABELGURINN che si trova dopo ogni articolo!! Se c'é qualcuno lá fuori fatevi sentire!!!!

Mikið var að beljan bar segi ég nú bara! Loksins er ég komin með internettenginguna langþráðu. Netið var gert virkt þann 14 apríl, en ég hef ekki getað tengst, þannig að ég hef verið að hringja á hverjum degi í símafyrirtækið TIM til að fá þetta Cosmopolitan daed sexy gellu ferðinni sem við fórum í um páskana.... og til að koma í veg fyrir allar kjaftasögur þá er ég ekki farin að reykja heldur er þessi mynd tekin til að sýna fram á hversu ljótt fólk er með sígarettuna í kjaftinum og held ég að ég hafi nú endanlega sannað þá kenningu!

miðvikudagur, apríl 14, 2004

jaeja loksins kemst madur i tolvu, thad er enn ekki komin nettenging i nyju ibudina, gud veit hvenaer their hafa thad af ad tengja thetta blessada net.... eg helt ad thad thyrfti nu ekki meira til en ad pikka nokkur ord inn i tolvuna hja simanum og tha vaeri thetta komid.. en thetta virdist vera gifurlega flokid....

Eg er allavegana komin heim aftur til Catania i solina og bliduna og Broi brodir og Frosti vinur hans eru maettir i heimsokn. Thad er nu alveg agaett ad hafa tha their eru nu svo sallarolegir yfir ollu saman. Tad er bara tvilikt gott vedur her og vid skruppum bara a strondina i dag, og erum oll alveg bara thvilikt raud, adallega their tho....

Eg hlakka ykt til ad setja inn myndirnar fra London, en thad verdur vist ad bida betri tima eda thar til eg fae nettenginguna margfraegu thannig ad thid verdid bara ad vera tholinmod gott folk og mamma thu verdur ad bida roleg eftir ritgerdinni en eg vona ad tengingin fari alveg ad koma...

bid ad heilsa i bili

mánudagur, apríl 05, 2004

Jaeja gott folk, allt gott ad fretta i London thratt fyrir drungalega gratt rigningar og rokvedur upp a hvern einasta dag, alveg merkilegt vedurfar herna. Eg lagdi af stad fra CATANIA i sol og vorblidu og somu sogu var ad segja i Palermo, en thad var nu ekki thad merkilegasta heldur thad ad a flugvellinum i Palermo i check inninu tha voru 2 ISLENDINGAR fyrir framan mig...ja detti mer allar daudar lys ur hofdi. Vid urdum thvi samferda til London og a flugvellinum i Stansted tha hitti eg svo a stelpurnar sem bidu eftir mer allar med eins greidslu og i eins bolum og foru ekki fram hja neinum.. Annars erum vid bara hressar a roltinu i storborginni erum bunar ad hitta mikid af storskrytnu folki fra himnum ymsu londum sem eg vissi ekkio einu siin ad vaeru til og erum bunar ad profa hinu ymsu drykki, bretarnir eru nu ekki af hesti dottnir i drykkjunni og madur verdur nu ad reyna ad fitta inn i menningu eda omenningu heimsotts lands... eda hvad...peningarnir okkar eru hins vegar ad verda uppurnir enda Bretland mjog dyrt land og madur tharf ad borga fyrir hvert skref sem madur tekur herna, en thad var svosem vitad. CHEERS MATE!!!!!!!!!!!

p

Jaeja gott folk, allt gott ad fretta i London thratt fyrir drungalega gratt rigningar og rokvedur upp a hvern einasta dag, alveg merkilegt vedurfar herna. Eg lagdi af stad fra CATANIA i sol og vorblidu og somu sogu var ad segja i Palermo, en thad var nu ekki thad merkilegasta heldur thad ad a flugvellinum i Palermo i check inninu tha voru 2 ISLENDINGAR fyrir framan mig...ja detti mer allar daudar lys ur hofdi. Vid urdum thvi samferda til London og a flugvellinum i Stansted tha hitti eg svo a stelpurnar sem bidu eftir mer allar med eins greidslu og i eins bolum og foru ekki fram hja neinum.. Annars erum vid bara hressar a roltinu i storborginni erum bunar ad hitta mikid af storskrytnu folki fra himnum ymsu londum sem eg vissi ekkio einu siin ad vaeru til og erum bunar ad profa hinu ymsu drykki, bretarnir eru nu ekki af hesti dottnir i drykkjunni og madur verdur nu ad reyna ad fitta inn i menningu eda omenningu heimsotts lands... eda hvad...peningarnir okkar eru hins vegar ad verda uppurnir enda Bretland mjog dyrt land og madur tharf ad borga fyrir hvert skref sem madur tekur herna, en thad var svosem vitad. CHEERS MATE!!!!!!!!!!!

föstudagur, apríl 02, 2004

Volevo ringraziare a tutti quelli che si sono ricordati di me nel mio giorno di compleanno grazie grazie grazie e grazie anche a quelli che non si lo sono ricordati!!! Cmq volevo farvi sapere che ora dopo tanto tempo di attesa, posso anch'io ricevere e mandare gli MMS e quindi sarebbe una buona cosa sfruttare questo nuovo servizio...
Da domani, sabato sono a Londra. Auguri, cheers.

Jaeja thà er madur fluttur loksins, nu er bara ad mala og koma ser fyrir, henda skordyraeitri ut um allt og vona bara thad besta. Eg er enn ekki komin med internet tenginguna heim en vona ad thad verdi buid ad kippa tvi i lidinn thegar eg kem heim aftur fra London.

Vildi bara thakka ollum fyrir sem mundu eftir og sendu mer kvedju og godar hugsanir a afmaelinu minu, og nota einnig taekifaerid og thakka theim sem ekki mundu eftir mer heheh, eg er lika alveg alger saudur med afmaelisdaga thannig ad eg tek thad ekki illa upp.

Laet vonandi heyra i mer fra London baby...