eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: júní 2004

þriðjudagur, júní 29, 2004

Skjóta skjóta drepa drepa

Mér verður stundum hugsað til þess þegar maður var minni í sveitinni, þá var nú oft talað um að minkar og refir væru hin mestu óargadýr og legðust á búfénað og ætu fugla og fisk og þess vegna ætti þá að skjóta og drepa, höggva af þeim skottið og fá pening fyrir. Ég rakst á grein í mogganum í dag, þar sem segir frá bónda nokkrum sem var að spígspora um jörð sína og fann gæs sem verpti ofan á minkagreni. Mér fannst þetta nú nokkuð skemmtileg frásögn þangað til að sagt var frá að til hafi verið kallaður annar maður með byssu sem fann fljótlega minkalæðuna á sundi og fargaði henni einn tveir og þrír og á eftir var öllum litlu minkahvolpunum útrýmt með nokkrum vel völdum haglabyssuskotum. Jú ég get svosem verið sammála því að ef of mikið er af mink og ref þá getur það valdið skaða í lífríkinu en ég held samt að við verðum nú að passa okkur aðeins á að útrýma ekki þessum fáu spendýrum sem lifa í íslenskri náttúru. Það hefur mikið verið talað um það hér úti á Ítalíu að úlfar leggist á búfénað og væru stórhættulegir manninum, og var ítalska úlfastofninum hér nær útrýmt á örfáum árum, nú finnst úlfur aðeins á einu svæði á allri Ítalíu og er hann í útrýmingarhættu. Hins vegar þá hafa rannsóknir leitt í ljós að úlfar hins vegar eru ekki eins skæðir og alls ekki jafngrimmir og haldið hefur verið fram enda var það sem haldið var, bara kenningar og kjaftasögur enda aldrei verið fylgst vísindalega með úlfinum fyrr en núna.

Ég segi því að áður en okkur mun takast að útrýma ref og mink úr íslensku vistkerfi eins og okkur hefur tekist og er að takast með önnur dýr tek sem dæmi haförninn, þá held ég að við ættum að læra meira um atferli og hegðun þessara tegunda áður en ákveðið er að leggja út og skjóta og drepa allt sem á vegi okkar verður...munum eftir því að þessi dýr veiða sér eingöngu til matar en ekki til gamans og að refir, úlfar og minkar eru náskyldir köttum og hundum....

föstudagur, júní 25, 2004

Pósthús dauðans

Arghhh
Ég hafði slæma tilfinningu í gær þegar konan i tungumálaskólanum hringdi í mig og bað mig að senda sér bæklinga sem hún hafði gert vitlausa með pósti í gær. Ég reyni yfirleitt nú orðið að komast hjá því að fara á opinberar skrifstofur því að ég veit núorðið að þegar ég slepp þaðan út þá er ég með púlsinn á 180 og liggur við hjartaáfalli og heilablóðfalli samtímis.

Allavegana ég féllst á að gera henni þennan greiða, klukkan 17 labbaði ég inn á pósthús dauðans niðri í miðbæ og viti menn það var enginn röð ekki neitt,leit út eins og á pósthúsunum heima... en ekki má láta blekkja sig af útlitinu einu saman.. fer og næ mér í númar, það er aðeins ein manneskja á undan mér, tvær manneskjur að afgreiða. Eg bíð og bíð og bíð og bíð, eftir 20 mín kallar önnur afgreiðslumanneskjan á mig, og spyr hvað ég þurfi að gera, nú ég með risapakka í höndunum segi henni að ég þurfi að senda pakka. Hún horfir á pakkann,já nei það er ekki hægt að senda þennan pakka,hann er lokaður illa. Ég í mestu rólegheitum spyr hana hvort hún geti þá ekki lánað mér smá límband. Nei ég á ekkert límband svarar hún líka svona almennileg. Ég spyr hana hvort að hún sé að grínast hvort hún geti allsekki gefið mér smá límband.. hún segir mér að þegar ég hafi keupt kassann þá hafi átt að vera lím ofan í kassanum... ég svara henni að svo hafi ekki verið, þá kemur einhver drengur aftan af henni sem var búinn að glápa á mig í hálftíma og spyr afgreiðsludrusluna hvort hún þurfi á hjálp að halda við að tala ensku... henni finnst það voðalega fyndið, mér hinsvegar minna.

Tek pakkann og fer á næsta hlið til að biðja kallinn þar um límband sem auðvitað var til í tonnatali, en hann nennir ekki að afgreiða mig heldur segir mér að fara í röðina hjá kellingunni aftur og hverfur á bakvið og ég sé að hann fer að leika sér með einhvern plastpoka. Ég fer aftur í röðina, og þá er kellingin að leika sér í tölvunni. Þá kemur stelpa inn og spyr mig hvaða numer ég sé, og ryðst fyrir framan mig. Ég bara okey verð þá bara á eftir henni. Það tók alveg heilan hálftíma að afgreiða þá blessuðu manneskju og klukkan orðin sex. Í millitíðinni þá kemur fleira fólk inn á pósthúsið. Einhver snarklikkuð kelling ræðst á mig og spyr mig hvaða númer ég sé, ég segi henni að það skipti nu litlu máli þar sem að það sé ekki farið eftir numerunum og þau hafi sleppt minu númeri úr. Hún bara NEI numer hvað ertu, og ég bara já ég er numer 176. Kellingin heldur því fram að hún sé því næst því hun sé 181 og nú væri afgreiðslukellingin á 180. ´

Eg helt nu ekki, enda orðin verulega pirruð á þessu öllusaman. Loksins þegar stelputuðran var buin að koma pakkanum af sér þá ryðst ég að afrgreiðslukellingunni og set pakkann á borðið fyrir framan hana. Hun alveg já hvert á þessi pakki að fara? Eg svara til Taormina, hun bara ha... eg til Taormina, og hun ha er það á Ítaliu....og ég bara já ef að það er ekki buið að færa pleisið....

Eg segi henni að pakkinn eigi að vera sendur sem póstkrafa, þvi að það var þannig sem að frúin í Taormina bað mig um að senda sér pakkann. Kellingin hafði nú aldrei heyrt um það að það væri hægt að senda pakka með póstkröfu... og segir bara NEI það er ekki hægt. Og ég bara hvað meinarðu með að það sé ekki hægt ( ég fékk td tölvuna mina senda í postkröfu um daginn ) og hun bara stynur og andvarpar yfor þessu öllu, nei nei það er ekki hægt að senda pakka og borga ekki undir þá. Ég er alveg buin að missa þolinmæðina. Eg segi henni að það sé bara víst hægt og ég ætli að senda pakkann í póstkröfu. Hun bara EG HEF ALDREI VITAÐ UM FOLK SEM SENDIR PAKKA AN ÞESS AÐ BORGA UNDIR ÞA, en eg get svosem spurt einhvern sem vinnur með mer að þessu, biddu herna. Eg hélt nu ekki, eftir klukkutima þarna inni og ekki einu sinni í biðröð þá kom ekki til greina að bíða meir. Ég þrifsaði fjandans pakkann úr höndunum á henni og þreytti í hana hver andskotinn væri eiginlega að henni. Fyrst þá gat hun ekki gefið mer sma limband, svo lætur hun mann biða i klukkutima an þess að það se folk, svo hlær hun framan í mann, neitar að senda pakkann, utskyrir ekki neitt, er með dónaskap og ætlast svo til að ég bíði eftir þvi að hun fari að athuga hja hinum hálfvitunum á geðveikrahælinu sem ítalski posturinn er hvort það sé hægt að senda einn helvitis pakka í postkröfu... kemur ekki til greina.. og bætti við að ég legði eindregið til að hún annaðhvort skipti um vinnu eða væri bara heima hjá sér af því að hún væri sko ekki hæf til að vinna á opinberri stofnun og strunsaði út.

Til að enda söguna þá kom ég heim í brjáluðu skapi, sendi Giovanni á posthusið með pakkann, hann endaði á að rífast við heimska fólkið sem hélt því fram að það haefpi aldrei séð mig né myndi eftir nokkrum vandamálum sem upp hefði komið, plús það að þau legðu það ekki í vana sinn að moðga fólk....svona er póstþjónustan á ítaliu...

miðvikudagur, júní 23, 2004

ITALY IS OUT

Já Ítalía fékk aldeilis skellinn í gær, dottnir út úr Evrópukeppninni hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Eftir tvo mjög slæma leiki þá var nú leikurinn í gær aldeilis ekki til að toppa það, ekki var hægt að sjá að um ítalska landsliðið væri að ræða heldur var frekar eins og um væri að ræða eitthvert lágdeildaramatörlið sem hafði smyglað sér inn í úrslit Evrópukeppninnar. Tölum ekki heldur um framkomu liðsmanna þessa amatörsleikmanna sem ættu nú samt sem áður að hafa það ágætt miðað við alla milljarðana sem þeir moka inn fyrir að hlaupa á eftir bolta allt árið í kring, og það er nú alvitað að ítalskir amatörsleikmenn eru þeir hæstlaunuðustu í heiminum, og þeir leyfa sér að hrækja framan í aðra leikmenn í beinni útsendingu eins og Totti, eða eins og Vieri sem reiddist við blaðamenn og alla ítölsku þjóðina eftir leikinn við svíana og rauk út hrópandi að hann væri nú meiri karlmaður en allir þeir sem leyfðu sér að setja út á hann, og Trapattoni sem eftir leikinn í gær hélt því fram að liðið hefði nú ekki spilað svo illa heldur þá hafi það nú frekar verið dómarinn sem " hefði ekki hjalpað uppá framvindu leiksins",og sagði svo bara ciao við fréttamanninn þegar hann spurði hann um hvað Trapattoni ætlaði nú að fara að taka sér fyrir hendur ( átti náttla við að nú yrði hann rekinn ) og svo eru það allir hinir sem núna eru fúlir út í Skandinavíu og ásaka þá/okkur um að vera bara svindlara vegna þess að danir og svíar hafi hjálpað hvor öðrum að komast áfram með að ákveða að leikurinn færi 2-2 og ég er nú nokk sammála um að þannig hafi það verið, en ítalir geta nú samt bara sjálfum sér um kennt eftir drullulélega frammistöðu þá áttu þeir bara þvi miður ekki skilið að komast áfram...

Ég sé fyrir méf skemmtilegan leik ef Englendingar og Danir lenda saman,bæði hröð og skemmtileg lið... MEÐ HVERJUM HALDIÐ ÞIÐ?????

mánudagur, júní 21, 2004

Jæja búin í prófi, og það gekk bara alveg ljómandi vel, kjaftaði á mér hver tuska um uppgræðslu á lífvana freðmelum Islands og kennarinn bara ljómandi ánægður með ótæmandi vitneskju mína á þessum málum enda þaulvön að bera rúlluhey í rofabörð og á melabreiðurnar út í Hlíð, já já ekki segja svo að allar mögulegar lífsreynslur komi manni ekki til gagns, hver hefði nú trúað því þegar maður kappklæddur tróð heymylsnu í ullarpoka til að gefa hestunum og svo barasta óx gras af mylsnunni að ég hefði getað talað um það 10 árum seinna á prófi út í Sikiley og þótt bara mjög merkileg aðgerð í baráttunni við að bjarga umhverfinu frá gereyðingu af völdum vatns, vinds og manna jahérna hér....

sunnudagur, júní 20, 2004

Hmm þessi mynd kom eitthvað afskaplega lítil og aumingjalega út, prófum aftur...

Hei já ég var þarna í gær. Cefalú, lítill túristastaður rétt hjá Palermo, þar sem er sko hægt að sleikja í sig sólina á gríðarlegri langri sólarströnd. Sjórinn er orðinn þokkalega heitur og fínt að skella sér í hann núorðið og tala ég nú til systkina minna sem létu sig nú hafa það að baða sig í ísköldum Miðjarðarhafssjónum um páskana og í maí. Er að sofna yfir bókunum, próf á morgun og nú þýðir ekkert annað en að setjast niður fyrir framan prófessorinn enda er ég ekkert svo stressuð núna, finnst ég kunna fagið alveg ágætlega. Krosslagðir fingur kross kross kross


föstudagur, júní 18, 2004

Já það er helviti þægilegt að sitja úti á svölum og læra fyrir próf, þá verður maður bæði gáfaðari og sólbrúnni á sama tíma. Veðrið er orðið gott aftur eftir óvænt óveður sem gekk yfir í gær með brjálæðislegri hitabeltisrigningu og roki út í sveit sem endaði með því að ein rúta með fullt af fólki og einhverjir 4 vel hlaðnir vörubílar hófust á loft á hraðbrautinni sem liggur frá Catania til Palermo ásamt heilu trjánum sem rifnuðu upp með rótum og enduðu einhversstaðar utan vegar. Enginn dó en það liggja 11 manns á spítala eftir þetta uppátæki veðurguðanna. Í dag er sólin þó farin að skína aftur og það er einhver 30 stiga hiti sem er þó nokkuð minna en hefur verið seinustu daga.

Í kvöld og á morgun þá er Festivalbar á dómkirkjutorginu hérna í Catania, þeir sem ekki vita hvað það er þá eru það útitónleikar sem færast úr borg í borg hér á Italiu á sumrin og taka þátt bæði þekktir innlendir og erlendir listamenn ( hljómsveitir ) eins og Zucchero, Eros Ramazotti, hann þarna rosso relativo gaurinn ( man ekki hvað hann heitir i augnablikinu og svo fullt af erlendum píkupoppshljomsveitum sem eg man heldur ekki hverjir eru en fullt af frægu folku sko, og ég er svo heppin að geta bara fylgst með prógramminu af svölunum hjá mer og þarf þvi ekki að troðast niður í bæ í öllum gelgjuskaranum því maður er nú orðinn alltof þroskaður til að standa í svoleiðis stappi ( ekki satt því að ég ætlaði að kaupa miða en þeir voru uppseldir fyrir ári síðan eða eitthvað þvíumlíkt ) allavegana.... hmmm

miðvikudagur, júní 16, 2004

ELSKU BIBBA DÍSA MÚSÍNAN MÍN TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!

Já hún Bryndís er afmælisbarn dagsins, og fær bestu kveðjur frá meginlandi Evrópu ef Sikiley má vera með í þeirri flokkun...

Er búin að vera að læra undir próf í allan dag í 36 stiga hita í skugga, við settum nefnilega hitamælirinn út á svalir til að tjekka á hitastiginu ( settum hann náttla þar sem að solin náði ekki til ) og viti menn hitasvitinn var ekki ímyndun...

Allavegana er að fara í próf á morgun það er að segja ef eg á eftir að þora að setjast niður, ætla fyrst að sjá til hvernig prófinn spyr út úr og svo ákveð ég mig, vona að Jón forseti Sigurðsson eigi eftir að styðja við öxlina a mer tilvonandi forsetaefni á morgun.... how about that??

mánudagur, júní 14, 2004

Já ekki mikið um að vera hjá manni þessa dagana, allt á fullu í próflestri eins og venjulega bara. Átti að vera í prófi í morgun en því var frestað en það er allt í lagi því að ég fæ þá bara hærri einkunn, ekkert að því. Ég er nú samt sem áður að læra núna fyrir annað próf sem ég ætla lika að reyna að taka bráðlega, þannig að það er bara allt að gerast sko.

Er búin að kaupa miða fram og til baka til London, en vantar upp á miðann heim, en það hlýtur að reddast, treysti á Þórönnu þar hehe, en ég verð komin heim þann 31 júli og auglysi eftir tilboðum um það hvar við megum lúlla á meðan við verðum í bænum og svo vil ég að Bryndís panti fyrir mig í klippingu þarna á fínu búllunni jú knóv svo að það verði nú ekkert surprise þegar ég kem á klakann.

Allavegana, bara áfram Danmörk þó svo að þeir hafi gert núll núll á móti ítölunum ( ég varð nu bara að halda með frændum okkar ) og tölum ekki um englendingana í gær, er enn með blóðtappa eftir þann leik... svakalegt maður



mánudagur, júní 07, 2004

Andskotinn, óþolandi þegar maður er búinn að skrifa og skrifa og svo bara dettur allt út og bloggið kemur ekki inn.

Allavegana, það er greinilega mikið talað um þetta blessaða fjölmiðlafrumvarp hans Davíðs einræðisherra og hið stórmerkilega neitunarvald forseta Íslands sem loksins eftir mörg hundruð ár hefur verið notað. Í hvert skipti sem ég fer inn á mbl.is þá er þetta aðalfréttin fyrir utan hinar ymsu skoðanakannanir sem maður fær sendar í hinum ýmsum ruslpóstum. Ég get nú ekki verið annað en sammála honum Ólafi þar sem að þetta fjölmiðlafrumvarp var nú náttúrlega alveg út í hött, en samt sem áður mjög í stíl einræðisherrans og ekkert til að furða sig svo sem á eftir öll kjaftæðis laga og reglufrumvörpin sem sett hafa verið fram og samþykkt seinustu árin af ríkisstjórn Íslands. Ég persónulega sé því ekki neina ástæðu til að hoppa hæð mína í loft upp yfir því að loksins, loksins hafi neitunarvaldinu verið beitt. Ég hefði nú verið miklu grobbnari af hinum hæstvirta forseta Íslands hefði hann notað hið mikilfengna neitunarvald og ekki skrifað undir samþykki íslensku þjóðarinnar við innrás í Írak, eða neitað að skrifa undir hinar fáránlegu virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka sem eiga eftir að Íslandi á lista yfir þriðjaheimsríki eftir öll peningaútlátin uppi á hálendi Íslands og þar með stopp á peningaútlát í allar aðrar framkvæmdir í islensku þjóðfélagi. Hvernig væri hinsvegar að reyna að minnka á erlendum skuldum þjóðarinnar? Það kannski hefst með því að veiða 50 hrefnur í vísindaskyni? Hver veit?

Tölfræðilega séð þá held ég nú samt að einræðisherrann Davíð geti nú setið sáttur við sinnhlut því að eitt neitunarvald á móti 50 kjaftæðislagafrumvörpum sem hafa runnið í gegn er bara alls ekki svo slæm útkoma, ef hugsað er út í það...

föstudagur, júní 04, 2004

Mig langar að fara til Corsíku bráðlega, vill einhver koma með?? Maður tekur bara bát frá Livorno... ekki málið..



fimmtudagur, júní 03, 2004

Það er nú gott að vita að enn fylgjast einhverjar nokkrar hræður með hrakförum manns hérna á Afríkuflekanum.

Hef svosem ekkert brjálæðislega mikið að segja nema að ég var í prófi í morgun og það gekk bara vel, ótrúlegt en satt, ég talaði bara um íslenska jarðvegi eins og ég hefði aldrei gert annað en að rannsaka það og próffanum fannst ég bara nokkuð vel að mér og saman settum við fram hinar ýmsu kenningar um uppruna og þróun íslenskra jarðvega án þess að hann hafi nokkurn tímann stigið fæti á íslenska grund og ég með því að hafa lesið eina íslenska handbók um jarðfræði eftir Ara Trausta, já fórum alveg á kostum bara. Komumst til dæmis að því að þar sem að járn kemur upp úr jarðvegi á Íslandi ( fyrir fáfróða í þessum efnum þá er það þar sem að maður sér rauðan lit á jörðinni ) að það stafaði af því að íslenskir jarðvegir eru mjög seinþroska þar sem að á Íslandi ríkja miklir kuldar ( hef lært það hér að á Íslandi er allt seinþroska og SLOW )... en allavegana ef þið viljið ræða þetta ofan í kjölinn eitthvað frekar látiði þá bara heyra í ykkur, ég sit fyrir svörum, ég er hérna fyrir ykkur gott fólk!!

Best að fara að taka til og vökva blómin og slást aðeins við köttinn og byrja svo að læra fyrir næsta próf sem er ekki langt undan.

Heilsa í bili

miðvikudagur, júní 02, 2004

Tinna litli púki átti afmæli þann 29 maí og í dag fékk hún lika bílpróf, til hamingju með það litla barn og keyrðu nú varlega eins og stóra systir hmm