Alcan eru snillingar
Já það var við því að búast að Alcan myndi spila út EF ÞAÐ VERÐUR EKKI STÆKKAÐ ÞÁ LOKUM VIÐ spilinu!!Jú jú auðvitað. Þetta er þekkt hreðjatak sem svona stórfyrirtæki geta beitt í kapítalismastefnum sínum. Þetta er svo sorgleg yfirlýsing hjá honum þarna Hrannari upplýsingafulltrúa Alcan að í staðinn fyrir að vera sorgleg þá er hún eiginlega bara hlægileg. Nú er heilaþvotturinn hjá peningajöfrunum aldeilis að virka og nú keppast stjórnmálamenn landsins um að sannfæra fólkið í landinu að Alcan séu enn mikilvægari en áður og ef ekki verði gert eins og þeir vilja þá verðum við illa sett. Fólk mun tapa vinnu og þessi einsleiti atvinnumarkaður sem er verið að skapa á landinu mun koma efnahagskerfinu í bobba. Við munum þurfa að skera niður hin ýmsu þægindi því nú muni leiðin aðeins liggja niður á við. Ef Hafnfirðingar kjósa yfir sig stækkun á álverinu í Straumsvík þá er gatan greið fyrir álversjöfrana. Sama sagan á eftir að endurtaka sig á Reyðarfirði og svo koll af kolli þar til að álverin verða orðin svo stór að þau munu ná landsendanna á milli. Það besta við þetta allt saman er samt að stækkunin í Straumsvík var lögð í hendur kjósenda. Það verður mjög athyglisvert að sjá hvort að auglýsingapeningaútlát Alcan og heilaþvottur muni hafa áhrif á Hafnarfjarðarbrandarana. Ef svo er þá er okkur virkilega ekki viðbjargandi.
2 Comments:
Þú ert nú meiri spegulerinn ;-) Þeir buðu allavega mömmu og pabba á tónleika með Björgvini Halldórssyni. Og svo skylst mér að þeir hafi sent öllum örðum Haffirðingum sem ekki komust á tónleikana DVD diskinn af atburðinum.
kv. Kristín
Já auðvitað! Það var alveg viðbúið náttúrlega :)
Skrifa ummæli
<< Home