eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Hausverkur

miðvikudagur, maí 11, 2005

Hausverkur

Fórum út að hlaupa í gær. Hlupum fram og til baka eftir strandlengjunni þar sem að flestir Cataniabúar fara út að hlaupa og finnst mér það reyndar frekar pirrandi þar sem að það er mjöglíklegt að hitta þá á einhvern sem maður þekkir og ef maður ætlar á annað borð út að hlaupa í ljótum íþróttagalla þá er óþolandi að þurfa að stoppa á miðri leið kófsveittur til að heilsa einhverju fólki... sem kom náttúrlega fyrir í gær að Giovanni hitti fyrrverandi skólafélaga, vinnufélaga og meira að segja einn sem býr í sömu blokk og við!!! En allavegana við höfðum það af að hlaupa 5 km en ég hef greinilega ekki þolað það vel því að ég gat ekki sofið í nótt fyrir dúndrandi hausverk sem endaði á því að Giovanni þurfti að vefja á mér hausinn inn í trefil ( eitthvert sikileyskt húsráð ) en viti menn manni líður betur ef eitthvað þrýstir á hausinn, að ég náði loksins að sofa eftir að drekka glas af tei með sykri í og eina aspiríntöflu.

Það er orðið vel heitt hér um slóðir, í dag fór hitamælirinn í 30 gráður án þess að það væri sól. Og hei þið ættuð að sjá plönturnar mínar uppí á svölum þær eru í fullum blóma, appelsínugular, fjolubláar, bleikar, hvít, gul já í öllum hugsanlegum litum, ætli það sé ekki af því að ég er svo dugleg að vökva????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home