Held að kötturinn minn hann Kisínó sé dvergur dulbúinn sem köttur.. hef átt ketti allt mitt lif en þessi slær nú öll met. Fyrir utan það að vilja fara í sturtu með mér og það að þegar ég er að ráfa um á netinu þá liggur hann við hliðina á tölvunni og heldur með báðum loppunum um hægri hendina á mér á meðan ég skrifa, þá er hann líka alveg sjúklega afbrýðissamur. Það má ekki koma fólk í heimsókn án þess að hann taki sér það bessaleyfi að reyna að reka það öfugt útúr íbúðinni. Hef aldrei séð kött sem hagar sér helminginn af deginum eins og manneskja og hinn helminginn eins og varðhundur. Birna vinkona búin að vera hérna hjá mér í viku og hún greyið slapp ekki við þessa furðulegu hegðun kattarins og fór stórslösuð aftur heim til Íslands fyrir utan að vera búin að ná sér í kvef en það er bara alls ekkert svo gott veður ennþá, allavegana ekki á meðan það er ekki alveg heiðskyrt... óþolandi...
Annars á ég afmæli í dag og í tilefni dagsins þá tók ég til í allri íbúðinni ryksugaði og skúraði og raðaði öllu dótinu mínu upp á nýtt jöööössss
Birna Picciridda
þriðjudagur, mars 29, 2005
þriðjudagur, mars 22, 2005
Jæja þá er það staðfest,ég er orðin professoressa, eða kennslukona með meiru. Var að ljúka fyrstu kennslustundinni í ensku og það gekk bara nokkuð vel nema að nemandanum sem er maður um þrítugt fannst ég vilja kenna honum frekar mikið svona í fyrstu kennslustundinni. Þetta gekk bara nokkuð vel fyrir sig nema hvað að hann ætlar að láta vini og kunningja hafa númerið mitt svo þeir geti líka komið og lært ensku hjá mér.... og ég sem er svo óþolinmóð, veit ekki alveg hvernig þetta endar allt saman hjá mér. En allavegana, hann lofaði að læra stafrófið heima, strákgreyið alveg miður sín því hann kunni ekki einu sinni að stafa á ensku... makes my life easier though ehemmm
Annars er ég nykomin heim frá Dublin. Það var mjög gaman nema ég missti nú nikkrum sinnum þolinmæðina á ferðafélögunum sem voru allir sikileyingar og gátu þar með ekki talað né skilið stakt orð í ensku. Kom mér nú bara nokkuð á óvart hvað Giovanni greyið gat bjargað sér miðað við þau hin, greinilegt að honum er eitthvað að fara fram. Já svona er þetta. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk verður fatlað ef það kann bara að tala sitt eigið tungumál og ég er fegin að á Íslandi þá drekkur maður önnur tungumál eð móðurmjólkinni og vei þeim sem vilja þýða sjónvarpsefni yfir á íslensku nei nei og aftur nei.
Já Dublin er svöl, nema mér kom a óvart hvað hún var súbbuleg, mikið af rusli utum allt, svolítið eins og hérna bara, varð fyrir svolitlum vonbrigðum með það. Fullt af pöbbum útum allt og mikið af ódýrum og flottum búðum... hefði sko alveg viljað vera lengur en því miður hefði fjárhagurinn ekki staðist það álag.... já nú er það bara að safna peningum og orku fyrir næsta ferðalag... THAILAND
Annars er ég nykomin heim frá Dublin. Það var mjög gaman nema ég missti nú nikkrum sinnum þolinmæðina á ferðafélögunum sem voru allir sikileyingar og gátu þar með ekki talað né skilið stakt orð í ensku. Kom mér nú bara nokkuð á óvart hvað Giovanni greyið gat bjargað sér miðað við þau hin, greinilegt að honum er eitthvað að fara fram. Já svona er þetta. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk verður fatlað ef það kann bara að tala sitt eigið tungumál og ég er fegin að á Íslandi þá drekkur maður önnur tungumál eð móðurmjólkinni og vei þeim sem vilja þýða sjónvarpsefni yfir á íslensku nei nei og aftur nei.
Já Dublin er svöl, nema mér kom a óvart hvað hún var súbbuleg, mikið af rusli utum allt, svolítið eins og hérna bara, varð fyrir svolitlum vonbrigðum með það. Fullt af pöbbum útum allt og mikið af ódýrum og flottum búðum... hefði sko alveg viljað vera lengur en því miður hefði fjárhagurinn ekki staðist það álag.... já nú er það bara að safna peningum og orku fyrir næsta ferðalag... THAILAND
mánudagur, mars 21, 2005
Skömmumst okkar
Það er ekki annað hægt að segja en að Íraksstríðið sé á ábyrgð okkar allra þar sem að lönd okkar studdu Bandaríkin í innrásinni í 'Irak og þó svo að við höfum kannski hvert og eitt okkar verið á móti stríði þá breytir það því ekki að yfirmenn ríkisstjórna okkar sitja enn við völd og tala fyrir okkur öll og meðan þeir eru enn við stjórn, á meðan við kjósum þá ennþá og á meðan við segjum ekki eða gerum ekki neitt til að breyta því sem er að gerast í heiminum þá er ekki annað hægt að segja en að þetta sé á okkar ábyrgð. Út með Halldór og co, út með Berlusconi, út með Bush út með stríð, hættum að bera ábyrgð á dauða hundruða þúsunda barna, kvenna og karla... klikkið á linkinn her fyrir neðanhttp://www.mutterati.com/notenemy.html
þriðjudagur, mars 15, 2005
ég ætlaði að vera sniðug í gær og gera Giovanni sætan fyrir Dublinarferðina, keypti lit til að lita aðeins á honum hárið, ætlaði bara svona rétt að gera smá strípur í endana á hárinu á honum.. hann vissi ekkert af þessu plotti hjá mér heldur beið liturinn eftir honum þegar hann kom heim úr vinnunni. Þar sem að ég hafði keypt svona koparljosbrunan lit þá lét hann á endanum til leiðast og ég fékk að framkvæma litunina.... eftir mikið suð þó. Ég var ekkert smá spennt því að ég fæ aldrei að gera neitt við hárið á honum... eftir hálftíma tilfæringar og ótrúlegt vandaverk þá fórum við að skola litinn úr og viti menn..... hárið var enn svart og ef eitthvað var þá bara enn svartara en áður.... uhhhhh hann er með svo svart hár að það er ekki einu sinni hægt að lita það PAZIENZA!!!!
Annars var ég í búðinni í gær. Fyndið. Það er svo oft í búðunum hérna, ef maður horfir vel í hillurnar, hálkláraðir kexpakkar, opnir appelsínusafar, bitfar á ostinum og svo framvegis. Þegar Giovanni vann í búð þá var ein kona sem kom á hverjumdegi og beit alltaf í salami rúllu í kælinum hehehe þeir vissu að það var kona því að það var alltaf rauður varalitur á salamiinu... það finnst mér fyndið. Hversu mikill klikkhaus þarftu að vera til að vakna á morgnana, setja á þig rauðan varalit og hlakka til að labba út í búð til að bíta í salamiið!!!! Heheh en allavegana þá er greinielga til fólk sem stundar það að fara út í búð á morgnana og borða sig í gegnum búðina, byrjar í kexinu, færir sig yfir í ostana, svo í mjolkurkælinn og þaðan í kjötkælinn og svofrv í sætindadeildina og lallar sér svo bara út í rólegheitum.
ER FARIN TIL DUBLIN.....OIIIII OIIII CHEERS
Annars var ég í búðinni í gær. Fyndið. Það er svo oft í búðunum hérna, ef maður horfir vel í hillurnar, hálkláraðir kexpakkar, opnir appelsínusafar, bitfar á ostinum og svo framvegis. Þegar Giovanni vann í búð þá var ein kona sem kom á hverjumdegi og beit alltaf í salami rúllu í kælinum hehehe þeir vissu að það var kona því að það var alltaf rauður varalitur á salamiinu... það finnst mér fyndið. Hversu mikill klikkhaus þarftu að vera til að vakna á morgnana, setja á þig rauðan varalit og hlakka til að labba út í búð til að bíta í salamiið!!!! Heheh en allavegana þá er greinielga til fólk sem stundar það að fara út í búð á morgnana og borða sig í gegnum búðina, byrjar í kexinu, færir sig yfir í ostana, svo í mjolkurkælinn og þaðan í kjötkælinn og svofrv í sætindadeildina og lallar sér svo bara út í rólegheitum.
ER FARIN TIL DUBLIN.....OIIIII OIIII CHEERS
mánudagur, mars 14, 2005
Það er kominn mánudagur og ég var að planta litlum jarðaberjaplöntum uppi á svölum. Það stendur á kassanum að hver planta eigi eftir að framleiða allavegana eitt kíló af jarðarberjum jibby!!! Annars er plöntusafnið mitt orðið mjög athyglisvert þarna á svölunum. Ég plantaði fullt af einhverjum flottum frumskógarblómum í fyrravor sem að uxu og blómguðust og allt í lagi með það nema hvað að núna ári seinna þá hafa þær flestallar breyst í einhverjar allt aðrar local miðjarðarhafsplöntur. Það er mjög athyglisvert þar sem að ég bý á efstu hæð og blómapottarnir mínir hafa engan aðgang að öðrum blómapottum.... vindfrjóvgun krakkar mínir vindfrjóvgun er rétta svarið.... já það verður gaman að fylgjast með baráttu jarðberjanna á komandi árum, hver veit í hvaða ævintýrum þau muni lenda.... ég mun láta ykkur vita.
Annars gaman að því að í gærkvöldi þá lofaði ég Giovanni að hjálpa honum að pikka inn fyrir hann eitthvað úr vinnunni sem hann kom með heim með sér. Allt í lagi með það nema að 4 tímum seinna þegar ég var búin að vélrita allt og setja það upp og gera graphic og einhverja kassa og læti, þá vorum við að gera efnisyfirlit, nema hvað að þá STROKAÐIST allt út nema headerinn á efnisyfirlitinu!!! Hvernig gerast þessir hlutir eiginlega??? Djöfull getur maður orðið svekktur. Svo svekktur að maður vill bara lemja tölvudrusluna í ræmur en heldur aftur af sér af því að hun kostaði 150þús kall og þess í stað þá er eins og hausinn á manni sé að springa úr reiði. Þannig á þeim tímapunkti þá var ekkert annað að gera en að senda Giovanni út á bar og láta hann kaupa arancino og cornetto með nutella og byrja upp á nýtt..... urg ótrulegt annars hvað súkkulaði kemur manni í gott skap aftur... jummy
Annars gaman að því að í gærkvöldi þá lofaði ég Giovanni að hjálpa honum að pikka inn fyrir hann eitthvað úr vinnunni sem hann kom með heim með sér. Allt í lagi með það nema að 4 tímum seinna þegar ég var búin að vélrita allt og setja það upp og gera graphic og einhverja kassa og læti, þá vorum við að gera efnisyfirlit, nema hvað að þá STROKAÐIST allt út nema headerinn á efnisyfirlitinu!!! Hvernig gerast þessir hlutir eiginlega??? Djöfull getur maður orðið svekktur. Svo svekktur að maður vill bara lemja tölvudrusluna í ræmur en heldur aftur af sér af því að hun kostaði 150þús kall og þess í stað þá er eins og hausinn á manni sé að springa úr reiði. Þannig á þeim tímapunkti þá var ekkert annað að gera en að senda Giovanni út á bar og láta hann kaupa arancino og cornetto með nutella og byrja upp á nýtt..... urg ótrulegt annars hvað súkkulaði kemur manni í gott skap aftur... jummy
föstudagur, mars 11, 2005
God damnit, Kisi er farinn að taka upp á því að pissa útum allt, það er óþolandi. Er skurandi allan daginn því mér finnst ég alltaf finna pissulykt. Ansans...
Annars er ég bara heimavinnandi húsmóðir eins og er, það er nú ekkert sérstaklega skemmtilegt, maður hefur nú alltaf yfir einhverju að kvarta, annaðhvort of mikið að gera eða of lítið. Annars er ég að leita að vinnu, ekki hægt að búast við að finna eitthvað athyglisvert að gera eins og skot. Fékk mér göngutúr í morgun og fór á ráðningarskrifsstofuna sem ég vann fyrir sumarið 2002. Það er alltaf vel tekið á móti manni þar og hann lofaði að finna handa mér eitthvað að gera, vantar alltaf fólk í ferðamannaiðnaðinn sem kann að segja eitthvað á ensku og eins þá var laus ritarastaða en það var fyrir utan Catania, gæti samt alveg verið athyglsivert, ferðalög erlendis og svona með einhverjum jakkafatagæja..... já ég sagðist alveg hafa áhuga á því, er nu nokkuð ritaraleg með nyju gleraugun mín!!! Sjáum til hvað kemur út úr því...
Annars er ég bara heimavinnandi húsmóðir eins og er, það er nú ekkert sérstaklega skemmtilegt, maður hefur nú alltaf yfir einhverju að kvarta, annaðhvort of mikið að gera eða of lítið. Annars er ég að leita að vinnu, ekki hægt að búast við að finna eitthvað athyglisvert að gera eins og skot. Fékk mér göngutúr í morgun og fór á ráðningarskrifsstofuna sem ég vann fyrir sumarið 2002. Það er alltaf vel tekið á móti manni þar og hann lofaði að finna handa mér eitthvað að gera, vantar alltaf fólk í ferðamannaiðnaðinn sem kann að segja eitthvað á ensku og eins þá var laus ritarastaða en það var fyrir utan Catania, gæti samt alveg verið athyglsivert, ferðalög erlendis og svona með einhverjum jakkafatagæja..... já ég sagðist alveg hafa áhuga á því, er nu nokkuð ritaraleg með nyju gleraugun mín!!! Sjáum til hvað kemur út úr því...
fimmtudagur, mars 10, 2005
jæja umsóknin er lögð af stað til kóngsins DANMARK, eins og alltaf á síðustu stundu. Ég er orðin svo vön því héðan að umsóknarfrestir eru aldrei virtir að neinu viti, þannig að ég var búin að steingleyma að fresturinn rennur út 15 mars, svo að það þyddi ekkert annað en að setja í 4 gír og klára þetta. Ég býst fastlega við því að þeir þarna í Danmörku verði yfir sig hrifnir þegar þeir opna umsóknina mína, þar sem að einn þriðji af henni er á íslensku, einn þriðji á ítölsku og restin á ensku.....það verður bara að koma í ljós hvernig þetta fer allt saman.
Svo vill enginn koma með mér heldur. Hvorki vinir né vandamenn. Sé fram á það að enda ein á heimavistinni einhversstaðar út í sveit í Danmörku, the story repeats itself....... whhhoooo hoooouuuaaa....
Ætla líka að nota tækifærið og panta Miðjarðarhafsveðrið sem ég bjóst við að finna hérna, fúlt að búa við landamæri Afríku og vera bara í skítakulda.... fjárinn er þetta
Svo vill enginn koma með mér heldur. Hvorki vinir né vandamenn. Sé fram á það að enda ein á heimavistinni einhversstaðar út í sveit í Danmörku, the story repeats itself....... whhhoooo hoooouuuaaa....
Ætla líka að nota tækifærið og panta Miðjarðarhafsveðrið sem ég bjóst við að finna hérna, fúlt að búa við landamæri Afríku og vera bara í skítakulda.... fjárinn er þetta
mánudagur, mars 07, 2005
Það er búin að vera þjóðarsorg hér á Ítalíu seinustu daga vegna morðsins á Calipari leyniþjónustumannsins sem bjargaði lífi Sgrena sem var leyst úr haldi mannræningja í Írak á föstudaginn á afmælisdegi 13 ára sonar síns. Ekki búið að tala um annað á sjónvarpsrásum landsins og málið krufið niður í tætlur hægri og vinstri. Þessi maður var mjög háttsettur innan ítölsku leyniþjónustunnar fyrir utan að vera hin besti maður ef marka má ótal viðtöl við kollega og annað fólk sem kynnst hafði honum í gegnum ævina. Ítalir eru ævareiðir út í Ameríkanana sem eiga víst að vera bandamenn þeirra í Írak en þakka hinsvegar fyrir sig með skothríð. Ég hlakka til að vita hvað Sgrena hefur um málið að segja og hvort það sé eitthvað til í því að hún liggi á upplýsingum sem muni skaða Bandaríkin eins og fram hefur komið og hvort það gæti raunverulega verið að þeir hafi viljað hana feiga. Slys hljómar agalega illa í eyrum manns ef að maður skoðar málið betur, bíllinn var 600 metra frá flugvellinum þegar kanarnir hefja skothríðina og þá var bíllinn þegar farinn fram hjá 3 amerískum checkpoint. Bush er buinn að birtast nokkrum sinnum í sjónvarpinu með þetta leiðindaglott á fésinu og endurtaka að það verði farið ofan í saumana á þessu hræðilega " slysi " eins og ameríkanir líti á það. Já já viva l'america
fimmtudagur, mars 03, 2005
Ég var að átta mig á því í gær þegar ég var á labbi niðri í bæ að ég var ekki búin að finna sígarettureyk síðan ég kom aftur til Ítalíu. Ég man eftir því þegar ég kom fyrst til Ítaliu fyrir sex árum síðan að þá var allsstaðar reykt. Mér fannst eins og ég væri komin ég veit ekki hvert. Allir með sígarettu í kjaftinum, inní búðum, á pósthúsinum, á veitingastöðum í kennslustofum útum allt bara. Hinsvegar núna þá er allsstaðar reyklaust. Bannað að reykja skilti eru komin út um allt, á öllum börum, veitingastöðum og vinnustöðum og það sem meira er fólk fer eftir því. Ef þú þarft að reykja á barnum þá bara ferðu út og reykir. Mér finnst eins og ég hafi verið í burtu í mörg ár og að Ítalia sé skyndilega komin á undan sinni samtíð. Ekki er þetta enn raunin á Islandi. Þegar eg vann á Café Bleu þá var ég eins og sígarettupakki þegar ég kom heim á kvöldin, enda var ég orðin virkilega þreytt á því að þurfa að taka óbeinan þátt í reykingum annarra þegar ég hef sjálf valið að reykja ekki. Ítalir eru skyndilega orðnir fyrirmynd annarra.... það er eitthvað ekki eins og það á að vera...l
Catania er líka heilmikið breytt. Þegar ég keyrði inn í borgina fyrir viku siðan þá tók ég óneitanlega eftir því að borgin er mun hreinni en hun hefur áður verið. Það er víst komið nytt gatnahreinsifyrirtæki og það munar ekkert um það. Ég vona að þetta endist, borgin er langt um fallegri núna en þegar ég skildi við hana í október. Eins er búið að planta hundruðum pálmatrjáa á víð og dreif um borgina og hun er orðin aðeins meira grænni og umhverfisvænni. Ekki veitir af að reyna að planta fleiri trjám til að vinna upp á móti ósoneyðingunni, ósonlagið hefur víst aldrei verið þynnra yfir Islandi eins og það er núna enda sér maður á veðurofsanum í suður evropu og góðærinu í norður evrópu að eitthvað er ekki eins og það á að vera.
Catania er líka heilmikið breytt. Þegar ég keyrði inn í borgina fyrir viku siðan þá tók ég óneitanlega eftir því að borgin er mun hreinni en hun hefur áður verið. Það er víst komið nytt gatnahreinsifyrirtæki og það munar ekkert um það. Ég vona að þetta endist, borgin er langt um fallegri núna en þegar ég skildi við hana í október. Eins er búið að planta hundruðum pálmatrjáa á víð og dreif um borgina og hun er orðin aðeins meira grænni og umhverfisvænni. Ekki veitir af að reyna að planta fleiri trjám til að vinna upp á móti ósoneyðingunni, ósonlagið hefur víst aldrei verið þynnra yfir Islandi eins og það er núna enda sér maður á veðurofsanum í suður evropu og góðærinu í norður evrópu að eitthvað er ekki eins og það á að vera.