eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

fimmtudagur, mars 03, 2005

Ég var að átta mig á því í gær þegar ég var á labbi niðri í bæ að ég var ekki búin að finna sígarettureyk síðan ég kom aftur til Ítalíu. Ég man eftir því þegar ég kom fyrst til Ítaliu fyrir sex árum síðan að þá var allsstaðar reykt. Mér fannst eins og ég væri komin ég veit ekki hvert. Allir með sígarettu í kjaftinum, inní búðum, á pósthúsinum, á veitingastöðum í kennslustofum útum allt bara. Hinsvegar núna þá er allsstaðar reyklaust. Bannað að reykja skilti eru komin út um allt, á öllum börum, veitingastöðum og vinnustöðum og það sem meira er fólk fer eftir því. Ef þú þarft að reykja á barnum þá bara ferðu út og reykir. Mér finnst eins og ég hafi verið í burtu í mörg ár og að Ítalia sé skyndilega komin á undan sinni samtíð. Ekki er þetta enn raunin á Islandi. Þegar eg vann á Café Bleu þá var ég eins og sígarettupakki þegar ég kom heim á kvöldin, enda var ég orðin virkilega þreytt á því að þurfa að taka óbeinan þátt í reykingum annarra þegar ég hef sjálf valið að reykja ekki. Ítalir eru skyndilega orðnir fyrirmynd annarra.... það er eitthvað ekki eins og það á að vera...l

Catania er líka heilmikið breytt. Þegar ég keyrði inn í borgina fyrir viku siðan þá tók ég óneitanlega eftir því að borgin er mun hreinni en hun hefur áður verið. Það er víst komið nytt gatnahreinsifyrirtæki og það munar ekkert um það. Ég vona að þetta endist, borgin er langt um fallegri núna en þegar ég skildi við hana í október. Eins er búið að planta hundruðum pálmatrjáa á víð og dreif um borgina og hun er orðin aðeins meira grænni og umhverfisvænni. Ekki veitir af að reyna að planta fleiri trjám til að vinna upp á móti ósoneyðingunni, ósonlagið hefur víst aldrei verið þynnra yfir Islandi eins og það er núna enda sér maður á veðurofsanum í suður evropu og góðærinu í norður evrópu að eitthvað er ekki eins og það á að vera.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home