Jæja þá er það staðfest,ég er orðin professoressa, eða kennslukona með meiru. Var að ljúka fyrstu kennslustundinni í ensku og það gekk bara nokkuð vel nema að nemandanum sem er maður um þrítugt fannst ég vilja kenna honum frekar mikið svona í fyrstu kennslustundinni. Þetta gekk bara nokkuð vel fyrir sig nema hvað að hann ætlar að láta vini og kunningja hafa númerið mitt svo þeir geti líka komið og lært ensku hjá mér.... og ég sem er svo óþolinmóð, veit ekki alveg hvernig þetta endar allt saman hjá mér. En allavegana, hann lofaði að læra stafrófið heima, strákgreyið alveg miður sín því hann kunni ekki einu sinni að stafa á ensku... makes my life easier though ehemmm
Annars er ég nykomin heim frá Dublin. Það var mjög gaman nema ég missti nú nikkrum sinnum þolinmæðina á ferðafélögunum sem voru allir sikileyingar og gátu þar með ekki talað né skilið stakt orð í ensku. Kom mér nú bara nokkuð á óvart hvað Giovanni greyið gat bjargað sér miðað við þau hin, greinilegt að honum er eitthvað að fara fram. Já svona er þetta. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk verður fatlað ef það kann bara að tala sitt eigið tungumál og ég er fegin að á Íslandi þá drekkur maður önnur tungumál eð móðurmjólkinni og vei þeim sem vilja þýða sjónvarpsefni yfir á íslensku nei nei og aftur nei.
Já Dublin er svöl, nema mér kom a óvart hvað hún var súbbuleg, mikið af rusli utum allt, svolítið eins og hérna bara, varð fyrir svolitlum vonbrigðum með það. Fullt af pöbbum útum allt og mikið af ódýrum og flottum búðum... hefði sko alveg viljað vera lengur en því miður hefði fjárhagurinn ekki staðist það álag.... já nú er það bara að safna peningum og orku fyrir næsta ferðalag... THAILAND
þriðjudagur, mars 22, 2005
Se sono fiori, fioriranno..
Previous Posts
- Skömmumst okkar
- ég ætlaði að vera sniðug í gær og gera Giovanni sæ...
- Það er kominn mánudagur og ég var að planta litlum...
- God damnit, Kisi er farinn að taka upp á því að pi...
- jæja umsóknin er lögð af stað til kóngsins DANMARK...
- Það er búin að vera þjóðarsorg hér á Ítalíu seinus...
- Ég var að átta mig á því í gær þegar ég var á labb...
- Rosalega langt síðan ég skrifaði seinast. Verð að...
- ÞETTA ERU NÁTTÚRLEGA BARA SNILLINGAR
- Jamm það eru alltaf jafn skemmtilegir dagarnir hjá...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home