mánudagur, mars 07, 2005
Það er búin að vera þjóðarsorg hér á Ítalíu seinustu daga vegna morðsins á Calipari leyniþjónustumannsins sem bjargaði lífi Sgrena sem var leyst úr haldi mannræningja í Írak á föstudaginn á afmælisdegi 13 ára sonar síns. Ekki búið að tala um annað á sjónvarpsrásum landsins og málið krufið niður í tætlur hægri og vinstri. Þessi maður var mjög háttsettur innan ítölsku leyniþjónustunnar fyrir utan að vera hin besti maður ef marka má ótal viðtöl við kollega og annað fólk sem kynnst hafði honum í gegnum ævina. Ítalir eru ævareiðir út í Ameríkanana sem eiga víst að vera bandamenn þeirra í Írak en þakka hinsvegar fyrir sig með skothríð. Ég hlakka til að vita hvað Sgrena hefur um málið að segja og hvort það sé eitthvað til í því að hún liggi á upplýsingum sem muni skaða Bandaríkin eins og fram hefur komið og hvort það gæti raunverulega verið að þeir hafi viljað hana feiga. Slys hljómar agalega illa í eyrum manns ef að maður skoðar málið betur, bíllinn var 600 metra frá flugvellinum þegar kanarnir hefja skothríðina og þá var bíllinn þegar farinn fram hjá 3 amerískum checkpoint. Bush er buinn að birtast nokkrum sinnum í sjónvarpinu með þetta leiðindaglott á fésinu og endurtaka að það verði farið ofan í saumana á þessu hræðilega " slysi " eins og ameríkanir líti á það. Já já viva l'america
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home