eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

mánudagur, mars 14, 2005

Það er kominn mánudagur og ég var að planta litlum jarðaberjaplöntum uppi á svölum. Það stendur á kassanum að hver planta eigi eftir að framleiða allavegana eitt kíló af jarðarberjum jibby!!! Annars er plöntusafnið mitt orðið mjög athyglisvert þarna á svölunum. Ég plantaði fullt af einhverjum flottum frumskógarblómum í fyrravor sem að uxu og blómguðust og allt í lagi með það nema hvað að núna ári seinna þá hafa þær flestallar breyst í einhverjar allt aðrar local miðjarðarhafsplöntur. Það er mjög athyglisvert þar sem að ég bý á efstu hæð og blómapottarnir mínir hafa engan aðgang að öðrum blómapottum.... vindfrjóvgun krakkar mínir vindfrjóvgun er rétta svarið.... já það verður gaman að fylgjast með baráttu jarðberjanna á komandi árum, hver veit í hvaða ævintýrum þau muni lenda.... ég mun láta ykkur vita.

Annars gaman að því að í gærkvöldi þá lofaði ég Giovanni að hjálpa honum að pikka inn fyrir hann eitthvað úr vinnunni sem hann kom með heim með sér. Allt í lagi með það nema að 4 tímum seinna þegar ég var búin að vélrita allt og setja það upp og gera graphic og einhverja kassa og læti, þá vorum við að gera efnisyfirlit, nema hvað að þá STROKAÐIST allt út nema headerinn á efnisyfirlitinu!!! Hvernig gerast þessir hlutir eiginlega??? Djöfull getur maður orðið svekktur. Svo svekktur að maður vill bara lemja tölvudrusluna í ræmur en heldur aftur af sér af því að hun kostaði 150þús kall og þess í stað þá er eins og hausinn á manni sé að springa úr reiði. Þannig á þeim tímapunkti þá var ekkert annað að gera en að senda Giovanni út á bar og láta hann kaupa arancino og cornetto með nutella og byrja upp á nýtt..... urg ótrulegt annars hvað súkkulaði kemur manni í gott skap aftur... jummy

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home