eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: mars 2004

sunnudagur, mars 28, 2004

Ótrúlegt! Þegar ég fór að skoða íbúðina ( sem við svo tókum og erum að reyna að flytja í ) í fyrsta skiptið fyrir einhverjum vikum síðan þá var mér sagt að það þyrfti að skipta um stiga í íbúðinni og einnig að skipta um rafmagnsinnlagnir þar sem að þær eru orðnar mjög gamlar í húsinu. Við erum búin að vera með húsið í leigu frá því 20 mars og enn ekki getað flutt inn. Á fimmtudaginn þá komu tveir kallar til að brjóta niður gamla stigann og áttu að setja upp nýja stiga. Þegar ég fór til að tala við þá var mér sagt að þeir myndu klára verkið samdægurs. Í dag er sunnudagur og í morgunn þá fórum við af stað með 3 ferðatöskur og ætluðum að klára að flytja dótið okkar yfir í íbúðina ídag. Ég fékk nett móðursýkiskast þegar ég opnaði dyrnar að íbúðinni og ENN ENGINN STIGI heldur bara rústirnar af gamla stiganum útum allt og líka fram á gangi þannig að það er ekki einu sinni hægt að komast almennilega inn í forstofuna með dótið okkar. Helvítis djöfulsins djöfull já í dag má maður blóta.

Hei Hilma en gaman að heyra frá þér!! Ég er búin að reyna að senda þer svona milljón email en fæ þau alltaf til baka því að pósthólfið þitt virðist eða virtist alltaf vera fullt.... manstu eftir meilinu sem þú skrifaðir mér um daginn...ég svaraði þér sko, oft, oft, oft en þú hefur sennilegast aldrei fengið neitt svar!

föstudagur, mars 26, 2004

Fyndið þegar fólk færir manni fréttir af einhverju sem maður er ekki alveg viss hvernig maður á að bregðast við, hlæja eða gráta. Þannig byrjaði einmitt dagurinn minn í dag, Giovanni fékk voða fínt bréf frá Milano um að hann væri svo duglegur í vinnunni sinni að hann er búinn að fá leyfi til að vera þar ALLTAF, já fastur samningur um alla ævi, aldeilis fínt. Hann er mjög ánægður.

Það rigndi sandi í nótt, allt blautt og sandsleikt úti, líka þvotturinn minn sem ég hengi út í gær og átti að þorna, ekki að sjúga í sig Saharasand sem hefur greinilega verið orðinn leiður á að hanga í Sahara og ákveðið að gera okkur hérna lífið leitt.

Keypti 3 gluggatjöld og málningu í gær. Nú á sko að leyfa litadýrðinni að njóta sín. Keypti 15 lítra af málningu sem þarf svo að vatnsþynna og verður 25 lítrar á 1000 krónur og svo bara skellir maður litnum út í og liturinn kostaði 100 krónur, mig minnti að það væri svo dýrt að mála...en það er kannski bara ef maður kaupir málningu í Naglabúðinni á Egilsstöðum. Ég keypti gulan lit og ætla að mála forstofuna þannig og sjá svo til hvort að ég máli stofuna líka í gulum. Svo keypti ég gluggatjöld og þau kostuðu ekki nema 2500 öll saman og eru svakalega flott. Sá svo miklu fleira dót sem mig langar að kaupa verð að fara aftur í þessa búð. Flytjiði bara öll hingað til mín það er miklu ódýrara!!!

miðvikudagur, mars 24, 2004

'Eg ætla rétt að vona að þið hafið tekið eftir nýja lúkkinu á síðunni... ef ekki þá hef ég virkilegar áhyggjur af ykkur gott fólk! Eins og venjulega þá á hún Bryndís litla geit eða Bibba mús mestan heiðurinn af þessum nýjungum enda er ég ekki svona mikill heimasíðublogghugsuður að hafa getað framkvæmt þessar brjálæðislegu breytingar, en ég hef nú samt sem áður hugsað mér að læra það frekar fyrr en síðar.

Jájá!! Ég var að koma inn úr hinni skaðræðis umferð sem ríkir hér á götum Cataniaborgar. Maður þarf nú að taka sér góðan tíma í það í hvert skipti þegar maður kemur heim að anda djúpt inn og út og telja upp að tíu til að róa sig aðeins niður. Það fer nefnilega mjög mikið í taugarnar á mér þegar ég stoppa á rauðu ljósi og fólk byrjar að flauta því það nennir ekki að bíða á rauðu ljósi, eða þegar ég stoppa á stöðvunarskyldu og það eru bílar sem keyra fyrir framan mig og ég kemst ekki yfir á hinn vegahelminginn og bíllinn fyrir aftan mig er búinn að flauta í allar 10 sekúndurnar sem ég er buin að vera stopp á þessu fjandans stoppi. Ég meina, það verður alltaf ég sem verður keyrt yfir ef bíllinn sem ég svína fyrir á stoppinu stoppar ekki fyrir mér, en brjálaða flautubílnum fyrir aftan er víst alveg sama um það, eða honum væri jafnvel bara greiði gerður, einum fávitanum minna sem flækist fyrir honum dagsdaglega á götum borgarinnar. Ef ég hugsa það þannig þá get ég svosem alveg verið sammála, það er alltof mikið til af fólki sem flækist bara fyrir. Já, það er bara alltof mikið af fólki!! Fólk er eins og bakteriur, fjölgar sér og fjölgar þar til að allt sem hægt er að borða er uppurið og skiturinn orðinn svo mikill að þær geta ekki lifað lengur og drepast í eiginn skít. Já hver veit nema við séum bara einhver bakteríurækt hjá einhverri vísindageimverunni?

Svarið nú og hananú!!!

þriðjudagur, mars 23, 2004

HÚN MAMMA MÍN Á AFMÆLI Í DAG!!!! TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN BELLA MÍN!

mánudagur, mars 22, 2004

Hei, sjáiðið mig ekki fyrir ykkur sem kennara? Jú er það ekki, ég fæ mér svona ferköntuð gleraugu á nefið og er þetta þá ekki komið? Ástæðan fyrir þessum vangaveltum mínum er nefnilega sú að ég fór til Taormina á föstudaginn síðastliðinn til að tala við forstöðukonu í tungumálaskóla einum sem hafði boðið mér að vinna fyrir þau við að dreifa einhverjum bæklingum hér í háskólanum og á einhverjum ferðaskrifstofum og hótelum hér í Catania. Á meðan við vorum að tala saman þá kom það upp úr kafinu að hún hringdi í mig vegna þess að hún hefur áhuga á að fá mig í vinnu líka við skólann hjá þeim við að kenna jafnvel ÍSLENSKU og kannski dönsku ef enginn vill læra okkar ilhýra, hehe já hversu svalt væri það nú? En það er samt ekkert ákveðið enn, það þarf nú fyrst að athuga jarðveginn og athuga hvort að það sé einhver áhugi fyrir þessu og svo verður séð til. Já maður er nú gáfulegur.

Helgin hins vegar fór í að hreinsa nýju/gömlu íbúðina. Já hún leit nú nokkuð verr út eftir að strákurinn sem var í henni var farinn þar sem að nær öll húsgögnin voru farin og lítið eftir nema skíturinn og drullan sem hann skildi eftir. Ég held bara að ég hafi aldrei séð svona skitugt hús áður. Nú þarf að hugsa um að dreifa svolitið af málningu á veggina og kaupa eitthvað af húsgögnum, vonandi áður en hann karl bróðir minn og hans vinur koma hingað í heimsókn, ekki skemmtilegt að þurfa að láta fólk sofa á 100 ára gömlu original hellulögðu gólfinu!

Annars er bara þeta líka fína veður búið að vera, sól og hiti og maður búinn að geta farið á ströndina og allt...en best að monta sig nú ekki of mikið þar sem að spáir óveðri á morgun ( það er rigningu á íslensku ).....

þriðjudagur, mars 16, 2004

Jæja, þá er það öruggt, við fáum íbúðina. Signoran hringdi í morgun og sagði að við gætum komið í kvöld með peningana. Það eru alltaf brjáluð útgjöld í hvert skipti sem flutt er þar sem að maður þarf alltaf að borga tryggingu, sem eru tveir mánuðir í leigu, og svo náttúrlega þarf að borga leigu fyrir fyrsta mánuðinn, þannig að það eru 3 mánuðir thank you very much sem maður þarf að punga út.

Skemmtilegt að segja frá því að mín heillaði signoruna upp úr skónum í íbúðarviðtalinu, og sú gamla lét eindregið í ljós ánægju sína yfir því að ég skyldi vera að læra umhverfisfræði og gæti því jafnvel orðið stjórnmálamaður, en hrifnust varð hún þó að því að ég skyldi kunna að tefla og þar þyrfti ég nú sennilega að þakka honum Kristjáni Katli frænda mínum sem kenndi mér mannganginn hér í den til að hafa einhvern til að tefla við ( verst að hann kenndi mér svo vel að ég endaði svo á því að vinna hann alltaf )! Já það er ýmislegt sem maður er spurður að áður en manni er leigð íbúð á Ítalíu.

Ég byst því fastlega við að fara í flutninga á morgun.

Já, mig langaði annars til að svara nokkrum commentum sem mér hafa borist í kvart og kvein kassann minn.

Hvað heldur fólk að það hafi útúr hryðjuverkum annað en kynþáttahatur gagnvart aröbum? Já, mér finnst þetta athyglisverð spurning, en enn athyglisverðara finnst mér þó eftirfarandi : Hvað eru hryðjuverk?? Getur einhver svarað mér því? Hver er munurinn á því að 3 kamikaza sprengi sig í loft upp í lest eða í strætó eða í flugvél, og ríkistjórn sem sendir hermenn sína í stríð? Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni? Er munurinn sá að hermaður kemur frá vestrænum löndum og hryðjuverkamaður frá austurlöndum? Ef að hryðjuverkamaður er sá sem að leggur í valinn, hóp manna, eru þá Bandaríkjamenn ekki hryðjuverkamenn?

Tökum sem dæmi útrýmingu índjána í Bandaríkjunum, þar sem að sveitir hvítra manna fórum um og drápu heilu þorpin af saklausu fólki, eða tölum um Vietnam og Nepal þar sem að þúsundir ef ekki milljónir saklausra borgara biðu dauða síns þegar að dauðasveitir ameríkana réðust inn í þeirra lönd. Stóri bróðir ameríkaninn með sina endalausa frekju og yfirgang með það sem afsökun að hann sé að bjarga heiminum frá brjálæðingum sem hafa of mikil völd í þeirra eigin löndum eins og t.d Saddam Hussein ( sem að hafði ekkert með Bin Laden að gera eins og Bush vildi að heimurinn héldi, heldur var bara góð afsökun til að láta amerískan almenning halda að hann væri að berjast gegn hryðjuverkum þegar málsstaðurinn var hins vegar allt annar ) og nú er ég ekki að verja Hussein sem auðvitað er og var kolruglaður, en það sem að stingur mann í augun er að það eru lönd í þessum heimi sem eru búin að standa í stanslausum blóðugum borgarastyrjöldum í meira en 30 eins og t.d Súdan, án þess að nokkur geri neitt í málunum og allra síst Bandaríkjamenn. Þar er nefnilega ekkert að hafa. Þar eru engir pólítískir hagsmunir. Þar er engin olía. Súdan er fátækt afríkuland og stóra bróður er alveg sama um fólkið sem þjáist og hefur þjáðst þar í mörg mörg ár.

Málið er nefnilega að það fæðist enginn hryðjuverkamaður heldur elst fólk í vissum hlutum heimsins upp við stöðugt óréttlæti sem svo breytist í hatur á þeim sem því valda. Hvernig stendur á því að fyrst að Ameríkanar halda því stöðugt fram að Arabar framleiði hryðjuverkamenn til þess að mótmæla vestrænum gildum, að þeir hafi ekki enn ráðist inn í Saudi Arabíu, þaðan sem flestir hryðjuverkamennirnir koma, en í stað þess senda þeir sprengju eftir sprengju á Afghanistan sem er eitt af fátækustu löndum í heiminum? Já það er auðvelt að vera stór og ráðast á þá litlu. Auðvitað, í Saudi Arabíu eru alltof miklir hagsmunir, þaðan kemur olían. Afghanistan hinsvegar er bara eyðimörk með nokkrum klettum. Það er alvitað að fyrr nokkrum árum síðan þá voru uppi umræður um að legga oliulögn í gegnum Afghanistan, fjármagnað af amerísku olíufyrirtæki. Bin Laden og vinir hans Talibanar voru boðaðir á fund þessa olíufyrirtækis ( þar sem að Bush var einn af valdamestumönnum áður en hann fór í forsetaframboð ). Afghanistan sá fyrir sér betri tíma með öllum milljörðunum sem áttu eftir að streyma inn í landið. Af þessari lögn varð aldrei neitt því að kaninn með dollaramerkin í augunum ákvað í miðjum samningaviðræðum að það væri hagkvæmara að nýta sér Indland og fátæktina þar til að græða meiri pening á olíuviðskiptum. Bin Laden bíður ósigur og í Afghanistan blossar upp en ein borgarastyrjöldin. Það sorglegasta er þó, að þar verða hinir fátækustu verst úti, þar sem að þessir svokölluðu hryðjuverkamenn, eru allir meira og minna milljónamæringar, synir ríkra kalla sem hafa grætt einmitt í olíuviðskiptum við USA þegar allt lék í lyndi, áður en að Bush og félagar ákváðu að þeir myndu græða meira á þessu en ekki hinu. Hvernig stendur á því að Odama Bin Laden er enn frjáls? Það snýst allt í kringum pólítíska hagsmuni. Til að geta ráðist inn í Írak varð Bin Laden að vera frjáls til að geta hrætt heiminn enn meir svo að kaninn hefði enn meiri átæðu til að gera það sem þeir svo gerðu. Þetta er akkúrat það sem að amerísk stjórnvöld vilja, gott að geta klínt ljótu hlutunum á einhvern annan á meðan þeir græða peninga á því að selja óvininum vopn til að berjast í fyrirfram töpuðu stríði.

VÁ HVAÐ ÉG ER AÐ VERÐA PÓLÍTÍSK :)

sunnudagur, mars 14, 2004

[ sun. mar. 14, 09:51:53 PM | Birna Guttormsdottir | edit ]
Nú er ég pirruð. Var búin að skrifa alveg fullt og þad strokaðist allt ut, en það var reyndar ekki mer að kenna, eg segi ykkur það í 3 frétt hverjum um er að kenna.

Frétt númer eitt. Ég settist niður á strönd í gær í einn klukkutíma og viti menn, haldiði að mín hafi bara ekki brunnið á öxlunum, á bringunni og á nefinu! Um að gera að byrja bara á þessu strax þá er það búið.

Frétt númer tvö. Kisinó er týndur og er búinn að vera týndur í dag í heila viku. Eg hef ekki hugmynd um hvað hefur getað orðið að honum. Er buin að leita og leita útum allt en allt kemur fyrir ekki. Það er búin að ríkja mikil sorg Þar sem að kisi er búinn að búa, borða og sofa hjá okkur í heilt ár og því vantar alveg ótrúlega mikið dags daglega þegar hann er ekki viðstaddur. Ég held þó enn í vonina að hann eigi eftir að birtast áður en við flytjum burt.

Frétt númer þrjú. Það er kominn nýr köttur a heimilið. Hun er pinu ponsu litil, einsmánaðar gömul og kunni ekki einu sinni að borða þegar við fundum hana. Hun er samt frekar erfið í umgengi þvi að hun kann ekki að labba án þess að nota klærnar og því klórar hún mann alltaf. Hun er samt algert rassgat en þrátt fyrir það þá kemur hún engann veginn í staðinn fyrir Kisinó og því er við að bæta að Þessi litli terroristi er einmitt sú sem strokaði út allt það sem eg var buin ad skrifa áðan, með því að hoppa ofan á lyklaborðinu á tölvunni!

Frett numer fjögur. Það sest loksins fyrir endann á íbúðarleitinni. Erum 90% viss um að hafa fengið íbúð sem við skoðum um á föstudaginn og fórum svo á fund eigandans á laugardaginn sem yfirheyrði okkur í 3 tima heima hjá sér til að vera viss um að við værum ekki eftirlystir glæpamann, maður veit nefnilega aldrei. Eg hreifst strax af þessari íbúð þrátt fyrir að hún sé orðin hátt í aldargömul og þurfi á smá aðhlynningu að halda. Íbúðin er í mjög spes stíl með 2 stigum, þar sem að hægt er líka að komast út á þak þar sem að eru sma svalir með útsýni yfir alla borgina, enda íbúðin á efstu hæð. Eg vil nú sem minnst segja þar sem að enn er ekki öruggt að íbúðin sé mín.

Mamma, það er gott að þú hafir flett þessu upp í sambandi vid Spán ( þó það hefði nu verið betra gera það áður en þú skammar mig ).... en allavegana Aznar forsætisraðherra Spánar vildi óður fara í stríð með USA og lysti yfir beinum stuðningi við innrás í 'Irak, þrátt fyrir að 80 prosent spænsks almennings hafi verið andvígur stríði. Þá er það komið á hreint og hana nú!

N? er ?g pirru?. Var b?in a? skrifa alveg fullt og ?a? stroka?ist allt ?t, en ?a? var ekki m?r a? kenna, ?g segi ykkur ?a? ? 3 fr?tt hverjum um er a? kenna.

Fr?tt n?mer eitt. ?g settist ni?ur ? str?nd ? g?r ? einn klukkut?ma og viti menn, haldi?i a? m?n hafi bara ekki brunni? ? ?xlunum, ? bringunni og ? nefinu! Um a? gera a? byrja bara ? ?essu strax ?? er ?a? b?i?.

Fr?tt n?mer tv?. Kis?n? er t?ndur og er b?inn a? vera t?ndur ? dag ? heila viku. ?g hef ekki hugmynd um hva? hefur geta? or?i? a? honum. Er b?in a? leita og leita ?tum allt en allt kemur fyrir ekki. ?a? er b?in a? r?kja mikil sorg ?ar sem a? kisi er b?inn a? b?a, bor?a og sofa hj? okkur ? heilt ?r og ?v? vantar alveg ?tr?lega miki? dags daglega ?egar hann er ekki vi?staddur. ?g held ?? enn ? vonina a? hann eigi eftir a? birtast ??ur en vi? flytjum burt.

Fr?tt n?mer ?rj?. ?a? er kominn n?r k?ttur ? heimili?. H?n er p?nu ponsu l?til, einsm?na?ar g?mul og kunni ekki einu sinni a? bor?a ?egar vi? fundum hana. H?n er samt frekar erfi? ? umgengi ?v? a? h?n kann ekki a? labba ?n ?ess a? nota kl?rnar og ?v? kl?rar h?n mann alltaf. H?n er samt algert rassgat en ?r?tt fyrir ?a? ?? kemur h?n engann veginn ? sta?inn fyrir Kis?n? og ?v? er vi? a? b?ta a? ?essi litli terroristi er einmitt s? sem stroka?i ?t allt ?a? sem ?g var b?in a? skrifa ??an, me? ?v? a? hoppa ofan ? lyklabor?inu ? t?lvunni!

Fr?tt n?mer fj?gur. ?a? s?st loksins fyrir endann ? ?b??arleit. Erum 90% viss um a? hafa fengi? ?b?? sem vi? sko?u?um ? f?studaginn og f?rum ? fund eigandans ? laugardaginn sem yfirheyr?i okkur ? 3 t?ma heima hj? s?r til a? vera viss um a? vi? v?rum ekki eftirl?stir gl?pamann, ma?ur veit aldrei. ?g hreifst strax af ?essari ?b?? ?r?tt fyrir a? h?n s? or?in h?tt ? aldarg?mul og ?urfi ? sm? a?hlynningu a? halda. ?b??in er ? mj?g spes st?l me? 2 stigum, ?ar sem a? h?gt er l?ka a? komast ?t ? ?ak ?ar sem a? eru sm? svalir me? ?ts?ni yfir alla borgina, enda ?b??in ? efstu h??. ?g vil n? sem minnst segja ?ar sem a? enn er ekki ?ruggt a? ?b??in s? m?n.

Mamma, ?a? er gott a? ?? hafir flett ?essu upp ? sambandi vi? Sp?n ( ?? ?a? hef?i n? veri? sni?ugra a? gera ?a? ??ur en ?? skammar mig ).... en allavegana Aznar fors?tisr??herra Sp?nar vildi ??ur fara ? str?? me? USA og l?sti yfir beinum stu?ningi vi? innr?s ? ?rak, ?r?tt fyrir a? 80 pr?sent sp?nsks almennings hafi veri? andv?gur str??i. ?? er ?a? komi? ? hreint og hana n?!

föstudagur, mars 12, 2004

11 september, 11 mars... er þetta hrein tilviljun eða fyrirfram ákveðið? Enn er ekki vitað með vissu hvort það voru ETA samtökin eða Al QAIDA sem bera ábyrgð á þessu blóðbaði á Spáni þar sem að 200 manns voru sprengdir í loft upp á leiðinni í vinnuna eða í skólann. Allir tengdu ETA við Madrid, ekkert annað kom til greina en svo eftir á hugsað, þá hafa ETA á þessum 30 árum sem þeir hafa barist fyrir sjálfstæðu Baskalandi aldrei framið hryðjuverk án þess að láta vita áður en ódæðið var framið og á 30 árum þá hafa þeir myrt allt í allt 800 manns. 'I gær var talan hinsvegar óvenjulega há eða 1/4 af öllum þeim sem látið hafa lífið í hryðjuverkum Baska og þetta kemur vissulega á óvart. Al Qaida hins vegar, allt annar handleggur...eða hvað? Þeir sem horft hafa á videoskilaboð Bin Ladens muna kannski eftir því að þegar hann varaði við 11 september í USA þá talaði hann líka um Spán og orðrétt hefur verið haft eftir honum að Andalúsia ætti að vera í höndum þeirra sem ættu hana skilið, sem sagt í höndum Baska. Það væri nú aldrei nema að þessir terroristar séú allir tengdir sín á milli?

Ítalia er skelfingu lostin, og hryðjuverkaalarminn er á þúsund. Enda lýsti ítalska ríkisstjórnin yfir stuðningi við stríðið í 'Irak, eins og Spánverjar, þó svo að fólkið í löndunum tveimur hefði tekið andstöðu gegn. Hryðjuverkamönnunum er hins vegar alveg sama um það, enda er fólk fljótt að gleyma, nú talar enginn meir um Íraksstríðið og það sem átti sér stað þar, enda búið að ná Saddam fyrrum vini Bush og co. Nú vantar bara að finna Bin Laden kallinn fyrrverandi félaga hans Bush sem felur sig víst í einhverjum helli í Afgahanistan, en getur sem áður hrætt allan heiminn upp úr skónum og stjórnað her hryðjuverkamanna um alla veröld. HVER TRÚIR ÞESSU KJAFTÆÐI???

miðvikudagur, mars 10, 2004

Já búin að taka þessar kuldamyndir í burtu og setja sumarmynd frá Taormina í staðinn þar sem að Etna blasir við og öll strandlengjan til Catania. Já það er vor í lofti. Í dag var þetta fínasta veður, sól og blíða. Ég fór að skoða íbúð sem mig langar ekkert til að eiga heima í og sagði fólkinu það bara beint út, enda ekkert viss um að þau hafi hvort sem er viljað leigja mér. Betra að vera bara fyrri til áður en þau færu að ráðast á mig með einhverjum leiðinda spurningum. Íbúðin hvort sem er á jarðhæð og ég er orðin frekar leið á því að búa á jörðinni þar sem að kettirnir þakka fyrir sig með því að pissa á þvottinn minn, næsta íbúð verður að vera upp í loftinu og hana nú.

Úúúú fann þetta á einhverri bloggsíðunni og tók þetta próf, ekki svosem frásögum færandi en fannst bara myndin af englinum mínum svo helv.. flott að ég ákvað að sýna ykkur!!!

Your a Guradien Angel! Guardien Angels are also
knows as Warrior Angels, because they are the
army of God. Not always meaning that they are
in war, simply that their job is to protect
unwary humans from dark dragons, or other evil
demons. Warrior Angels are not always friendly
with humans, but they will watch over them all
the time. Humans say that when a miracle
happens, thank your guradien angel.">

þriðjudagur, mars 09, 2004

Er fólk kynþáttahatarar

Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu í gær, og þar var talað um ítalska leigumarkaðann og hversu erfitt er orðið að finna húsnæði. Að þessu sinni var athyglinni beint að útlendingum og hvernig þeim gengi að leita sér að íbúð til leigu. Út var send ein svört frá Nígeríu og látin labba á milli leigumiðlana með falda myndavél. Á flestum stöðum þá var kellingargreyinu bara vísað beint út með þeim orðum að það væru engin húsnæði handa útlendingum í boði á þessum stað. Nú hún gefst náttúrlega ekki upp og tekur sér dagblað í hönd og hefst handa við að hringja í hin ýmsu númer þar sem að voru húsnæði í boði. Þegar hún svo mætir á staðinn og fólkið sá hana og gerði sér grein fyrir að hún var afríkubúi þá voru skyndilega allar íbúðir leigðar út. Til að vera viss um að íbúðirnar væru virkilega leigðar út, var svo send á staðinn ein itölsk, sem átti að þykjast að vera að leita sér að íbúð, og viti menn á öllum stöðunum þá voru íbúðirnar enn til leigu þó svo að þeir hefðu sagt við hina fimm mínutum fyrr að íbúðin væri leigð. Já þessi frá Nígeríu sem var NOTA BENE búin að eiga heima í 10 ár á Ítaliu og borgar skatta eins og hver annar ítalskur ríkisborgari, þurfti að snúa aftur i 2herbergja hreysið sem hún bjó i ásamt 7 öðrum Nígeríubúum, ekkert annað er að fá. Mér kom til hugar hvernig þessum málum væri háttað heima á Íslandi, ætli þessir hlutir gerist líka þar, eða ætli við séum enn gott fólk sem gerir ekki greinarmun á því hvaðan og hvernig fólk er? Ítalir hafa það ekki í sér lengur að treysta fólki eftir alla glæpina og svindlið sem ganga yfir nútímasamfélag. Það treystir enginn engum, er það ekki svolítið sorglegt?

Já ég veit ekki, af minni reynslu að dæma þá er þetta einmitt svona. Ég man nú eftir því þegar ég og Nína vorum í Róm og hversu oft þegar við hringdum í íbúðaleit þá var nú bara skellt á mann eða manni sagt að viðkomandi vildi ekki leigja útlendingum... eins og ítölum sé eitthvað betur treystandi en öðru fólki. Það eina sem dugar þegar maður er útlendingur er að segja að maður sé annaðhvort Ameríkani eða Svíi. Um leið og Ítalir heyra orðið Ameríkani þá breytist allt viðhorf og það koma dollaramerki í augun á þeim, já svona eins og í teiknimyndunum. Hins vegar með Svíana, þá er Ítölum mjög vel við Svía eftir allar ljóshærðu ýturvöxnu leikkonurnar sem hafa sest að í ítalskri kvikmyndagerð og gert garðinn frægann, aðallega með því að baða sig í gosbrunnum Rómarborgar eða afklæða sig á hvítum baðströndum Amalfi strandlengjunnar. Já það kemur voðallega að litlum notum að kveðast vera hreinræktaður Íslendingur, flestir rugla því saman við Írland eða Finnland, og á endanum þá segi ég bara jájá einmitt frá Svíþjóð og þá eru allir ánægðir!

sunnudagur, mars 07, 2004

Jæja ég er búin að setja inn nýja mynd eins og þið hafið vonandi tekið eftir! Þetta er nú samt sem áður ekki mjög ný mynd heldur var hún tekin fyrir 2 mánuðum síðan þegar ég fór í rannsóknarferð með skólanum að leita að skordýrum rétt hjá Enna á miðri eyjunni. Með mér á myndinni er hvolpur sem ég kynntist á einhverjum sveitabæ sem var þarna undir hæðinni sem við vorum að leita að skorkvikindunum, og enginn vildi klappa nema ég þar sem að bekkjafélagar mínir voru vissir um að hann væri haldinn hinum ýmsu sníkjudýrum... ítalir eru alltaf mjög skeptískir á allt og alla. Seinni myndin útskýrir sig sjálf, Giovanni biður að heilsa öllum

Annars er bara vetur á Ítaliu, þó svo að við hérna sem búum rétt hjá Afríku verðum nú ekki svo mikið vör við kuldann sem er á restinni af Ítalíu. Hér eru ca 12 gráður yfir daginn sem þykir mjög kalt, og meirihluti Ítalíu er undir þykku snjóalagi eftir margra daga snjókomu, það má sennilega búast við mjög heitu sumri í sumar eftir allan þennan óvenjulega kulda sem hefur verið hér seinustu mánuði.

föstudagur, mars 05, 2004

Úff þessir spinning tímar eru sko ekkert smá, ég kem alveg dauð heim á kvöldin eftir þessa brjálæðislegu líkamsrækt sem við erum byrjuð á... en það er ílagi þar sem að spinningið er bara 2 sinnum í viku, hin skiptin fer ég svo bara í salinn að lyfta og hlauða og svona það er miklu rólegra....svo er líka svo mikið af fallegum karlmönnum í þessari rækt hjá mér, fyrir utan Giovanni náttúrlega ( rosalega er gott stundum að hann skuli ekki skilja nema nokkur orð í íslensku )! En allavegana stelpur, ég mæli með ferðalagi hingað til mín að kikja í ræktina, alveg þess virði sko.

Já leitin að nýju húsi er ekki alveg það auðveldasta. Ég er búin að fá að vita að hitt húsið sem átti að vera tilbúið í enda febrúar verður ekki til fyrr en í fyrsta lagi eftir 2 mánuði og ég nenni sko ekki að bíða eftir því, nýti allavegana tímann í að athuga með eitthvað annað, hver veit svo nema að eftir 2 mánuði þá verði bara eitthvað annað sem gangi ekki upp? Allavegana erum við búin að láta leigusalann okkar vita af því að við séum að leita okkur að nýju húsnæði, og viti menn, haldiði að hann hafi bara ekki boðið okkur aðra íbúð...... og ekkert annað en okkar FYRRVERANDI íbúð, íbúðina þar sem við bjuggum áður en við komum hingað, og við fluttum úr henni EINN TVEIR OG ÞRJUHUNDRUÐ því að gæjinn var í svo miklum peningavandræðum og bað okkur á fjórum fótum með konu og barni um að færa okkur þar sem að hann þyrfti að selja þetta blessaða hús til að geta keypt sér í matinn!!! Jahérna, málið er semsagt að húsið hefur ENN ekki verið selt og nu er hann búinn að gera það allt saman upp, búinn að setja parket og ofna og við getum flutt þangað aftur.... Heilinn á mér er ekki alveg að þola það að reyna að skilja þessa blessuðu ítali og hvað gengur á í hausnum á þeim.