Jæja ég er búin að setja inn nýja mynd eins og þið hafið vonandi tekið eftir! Þetta er nú samt sem áður ekki mjög ný mynd heldur var hún tekin fyrir 2 mánuðum síðan þegar ég fór í rannsóknarferð með skólanum að leita að skordýrum rétt hjá Enna á miðri eyjunni. Með mér á myndinni er hvolpur sem ég kynntist á einhverjum sveitabæ sem var þarna undir hæðinni sem við vorum að leita að skorkvikindunum, og enginn vildi klappa nema ég þar sem að bekkjafélagar mínir voru vissir um að hann væri haldinn hinum ýmsu sníkjudýrum... ítalir eru alltaf mjög skeptískir á allt og alla. Seinni myndin útskýrir sig sjálf, Giovanni biður að heilsa öllum
Annars er bara vetur á Ítaliu, þó svo að við hérna sem búum rétt hjá Afríku verðum nú ekki svo mikið vör við kuldann sem er á restinni af Ítalíu. Hér eru ca 12 gráður yfir daginn sem þykir mjög kalt, og meirihluti Ítalíu er undir þykku snjóalagi eftir margra daga snjókomu, það má sennilega búast við mjög heitu sumri í sumar eftir allan þennan óvenjulega kulda sem hefur verið hér seinustu mánuði.
sunnudagur, mars 07, 2004
Se sono fiori, fioriranno..
Previous Posts
- Úff þessir spinning tímar eru sko ekkert smá, ég k...
- TIL HAMINGJU KATA!!!!
- Vá ég var að skoða hús með svo FLOTTU útsýni..... ...
- Ja þa er einu munnlega profinu minna, Eg hafdi þad...
- Það er erfitt að vakna á morgnana þegar maður þarf...
- Já, ætli maður haldi ekki áfram að læra bara og re...
- Ekkert merkilegt að frétta af mér svo sem, er bara...
- GOTT VEÐUR
- Pabbi minn á afmæli i dag!!! Til hamingju med dagi...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home