eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Er fólk kynþáttahatarar

þriðjudagur, mars 09, 2004

Er fólk kynþáttahatarar

Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu í gær, og þar var talað um ítalska leigumarkaðann og hversu erfitt er orðið að finna húsnæði. Að þessu sinni var athyglinni beint að útlendingum og hvernig þeim gengi að leita sér að íbúð til leigu. Út var send ein svört frá Nígeríu og látin labba á milli leigumiðlana með falda myndavél. Á flestum stöðum þá var kellingargreyinu bara vísað beint út með þeim orðum að það væru engin húsnæði handa útlendingum í boði á þessum stað. Nú hún gefst náttúrlega ekki upp og tekur sér dagblað í hönd og hefst handa við að hringja í hin ýmsu númer þar sem að voru húsnæði í boði. Þegar hún svo mætir á staðinn og fólkið sá hana og gerði sér grein fyrir að hún var afríkubúi þá voru skyndilega allar íbúðir leigðar út. Til að vera viss um að íbúðirnar væru virkilega leigðar út, var svo send á staðinn ein itölsk, sem átti að þykjast að vera að leita sér að íbúð, og viti menn á öllum stöðunum þá voru íbúðirnar enn til leigu þó svo að þeir hefðu sagt við hina fimm mínutum fyrr að íbúðin væri leigð. Já þessi frá Nígeríu sem var NOTA BENE búin að eiga heima í 10 ár á Ítaliu og borgar skatta eins og hver annar ítalskur ríkisborgari, þurfti að snúa aftur i 2herbergja hreysið sem hún bjó i ásamt 7 öðrum Nígeríubúum, ekkert annað er að fá. Mér kom til hugar hvernig þessum málum væri háttað heima á Íslandi, ætli þessir hlutir gerist líka þar, eða ætli við séum enn gott fólk sem gerir ekki greinarmun á því hvaðan og hvernig fólk er? Ítalir hafa það ekki í sér lengur að treysta fólki eftir alla glæpina og svindlið sem ganga yfir nútímasamfélag. Það treystir enginn engum, er það ekki svolítið sorglegt?

Já ég veit ekki, af minni reynslu að dæma þá er þetta einmitt svona. Ég man nú eftir því þegar ég og Nína vorum í Róm og hversu oft þegar við hringdum í íbúðaleit þá var nú bara skellt á mann eða manni sagt að viðkomandi vildi ekki leigja útlendingum... eins og ítölum sé eitthvað betur treystandi en öðru fólki. Það eina sem dugar þegar maður er útlendingur er að segja að maður sé annaðhvort Ameríkani eða Svíi. Um leið og Ítalir heyra orðið Ameríkani þá breytist allt viðhorf og það koma dollaramerki í augun á þeim, já svona eins og í teiknimyndunum. Hins vegar með Svíana, þá er Ítölum mjög vel við Svía eftir allar ljóshærðu ýturvöxnu leikkonurnar sem hafa sest að í ítalskri kvikmyndagerð og gert garðinn frægann, aðallega með því að baða sig í gosbrunnum Rómarborgar eða afklæða sig á hvítum baðströndum Amalfi strandlengjunnar. Já það kemur voðallega að litlum notum að kveðast vera hreinræktaður Íslendingur, flestir rugla því saman við Írland eða Finnland, og á endanum þá segi ég bara jájá einmitt frá Svíþjóð og þá eru allir ánægðir!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home