eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

miðvikudagur, mars 24, 2004

'Eg ætla rétt að vona að þið hafið tekið eftir nýja lúkkinu á síðunni... ef ekki þá hef ég virkilegar áhyggjur af ykkur gott fólk! Eins og venjulega þá á hún Bryndís litla geit eða Bibba mús mestan heiðurinn af þessum nýjungum enda er ég ekki svona mikill heimasíðublogghugsuður að hafa getað framkvæmt þessar brjálæðislegu breytingar, en ég hef nú samt sem áður hugsað mér að læra það frekar fyrr en síðar.

Jájá!! Ég var að koma inn úr hinni skaðræðis umferð sem ríkir hér á götum Cataniaborgar. Maður þarf nú að taka sér góðan tíma í það í hvert skipti þegar maður kemur heim að anda djúpt inn og út og telja upp að tíu til að róa sig aðeins niður. Það fer nefnilega mjög mikið í taugarnar á mér þegar ég stoppa á rauðu ljósi og fólk byrjar að flauta því það nennir ekki að bíða á rauðu ljósi, eða þegar ég stoppa á stöðvunarskyldu og það eru bílar sem keyra fyrir framan mig og ég kemst ekki yfir á hinn vegahelminginn og bíllinn fyrir aftan mig er búinn að flauta í allar 10 sekúndurnar sem ég er buin að vera stopp á þessu fjandans stoppi. Ég meina, það verður alltaf ég sem verður keyrt yfir ef bíllinn sem ég svína fyrir á stoppinu stoppar ekki fyrir mér, en brjálaða flautubílnum fyrir aftan er víst alveg sama um það, eða honum væri jafnvel bara greiði gerður, einum fávitanum minna sem flækist fyrir honum dagsdaglega á götum borgarinnar. Ef ég hugsa það þannig þá get ég svosem alveg verið sammála, það er alltof mikið til af fólki sem flækist bara fyrir. Já, það er bara alltof mikið af fólki!! Fólk er eins og bakteriur, fjölgar sér og fjölgar þar til að allt sem hægt er að borða er uppurið og skiturinn orðinn svo mikill að þær geta ekki lifað lengur og drepast í eiginn skít. Já hver veit nema við séum bara einhver bakteríurækt hjá einhverri vísindageimverunni?

Svarið nú og hananú!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home