11 september, 11 mars... er þetta hrein tilviljun eða fyrirfram ákveðið? Enn er ekki vitað með vissu hvort það voru ETA samtökin eða Al QAIDA sem bera ábyrgð á þessu blóðbaði á Spáni þar sem að 200 manns voru sprengdir í loft upp á leiðinni í vinnuna eða í skólann. Allir tengdu ETA við Madrid, ekkert annað kom til greina en svo eftir á hugsað, þá hafa ETA á þessum 30 árum sem þeir hafa barist fyrir sjálfstæðu Baskalandi aldrei framið hryðjuverk án þess að láta vita áður en ódæðið var framið og á 30 árum þá hafa þeir myrt allt í allt 800 manns. 'I gær var talan hinsvegar óvenjulega há eða 1/4 af öllum þeim sem látið hafa lífið í hryðjuverkum Baska og þetta kemur vissulega á óvart. Al Qaida hins vegar, allt annar handleggur...eða hvað? Þeir sem horft hafa á videoskilaboð Bin Ladens muna kannski eftir því að þegar hann varaði við 11 september í USA þá talaði hann líka um Spán og orðrétt hefur verið haft eftir honum að Andalúsia ætti að vera í höndum þeirra sem ættu hana skilið, sem sagt í höndum Baska. Það væri nú aldrei nema að þessir terroristar séú allir tengdir sín á milli?
Ítalia er skelfingu lostin, og hryðjuverkaalarminn er á þúsund. Enda lýsti ítalska ríkisstjórnin yfir stuðningi við stríðið í 'Irak, eins og Spánverjar, þó svo að fólkið í löndunum tveimur hefði tekið andstöðu gegn. Hryðjuverkamönnunum er hins vegar alveg sama um það, enda er fólk fljótt að gleyma, nú talar enginn meir um Íraksstríðið og það sem átti sér stað þar, enda búið að ná Saddam fyrrum vini Bush og co. Nú vantar bara að finna Bin Laden kallinn fyrrverandi félaga hans Bush sem felur sig víst í einhverjum helli í Afgahanistan, en getur sem áður hrætt allan heiminn upp úr skónum og stjórnað her hryðjuverkamanna um alla veröld. HVER TRÚIR ÞESSU KJAFTÆÐI???
föstudagur, mars 12, 2004
Se sono fiori, fioriranno..
Previous Posts
- Já búin að taka þessar kuldamyndir í burtu og setj...
- Úúúú fann þetta á einhverri bloggsíðunni og tók þe...
- Er fólk kynþáttahatarar
- Jæja ég er búin að setja inn nýja mynd eins og þið...
- Úff þessir spinning tímar eru sko ekkert smá, ég k...
- TIL HAMINGJU KATA!!!!
- Vá ég var að skoða hús með svo FLOTTU útsýni..... ...
- Ja þa er einu munnlega profinu minna, Eg hafdi þad...
- Það er erfitt að vakna á morgnana þegar maður þarf...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home