eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

þriðjudagur, mars 16, 2004

Jæja, þá er það öruggt, við fáum íbúðina. Signoran hringdi í morgun og sagði að við gætum komið í kvöld með peningana. Það eru alltaf brjáluð útgjöld í hvert skipti sem flutt er þar sem að maður þarf alltaf að borga tryggingu, sem eru tveir mánuðir í leigu, og svo náttúrlega þarf að borga leigu fyrir fyrsta mánuðinn, þannig að það eru 3 mánuðir thank you very much sem maður þarf að punga út.

Skemmtilegt að segja frá því að mín heillaði signoruna upp úr skónum í íbúðarviðtalinu, og sú gamla lét eindregið í ljós ánægju sína yfir því að ég skyldi vera að læra umhverfisfræði og gæti því jafnvel orðið stjórnmálamaður, en hrifnust varð hún þó að því að ég skyldi kunna að tefla og þar þyrfti ég nú sennilega að þakka honum Kristjáni Katli frænda mínum sem kenndi mér mannganginn hér í den til að hafa einhvern til að tefla við ( verst að hann kenndi mér svo vel að ég endaði svo á því að vinna hann alltaf )! Já það er ýmislegt sem maður er spurður að áður en manni er leigð íbúð á Ítalíu.

Ég byst því fastlega við að fara í flutninga á morgun.

Já, mig langaði annars til að svara nokkrum commentum sem mér hafa borist í kvart og kvein kassann minn.

Hvað heldur fólk að það hafi útúr hryðjuverkum annað en kynþáttahatur gagnvart aröbum? Já, mér finnst þetta athyglisverð spurning, en enn athyglisverðara finnst mér þó eftirfarandi : Hvað eru hryðjuverk?? Getur einhver svarað mér því? Hver er munurinn á því að 3 kamikaza sprengi sig í loft upp í lest eða í strætó eða í flugvél, og ríkistjórn sem sendir hermenn sína í stríð? Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni? Er munurinn sá að hermaður kemur frá vestrænum löndum og hryðjuverkamaður frá austurlöndum? Ef að hryðjuverkamaður er sá sem að leggur í valinn, hóp manna, eru þá Bandaríkjamenn ekki hryðjuverkamenn?

Tökum sem dæmi útrýmingu índjána í Bandaríkjunum, þar sem að sveitir hvítra manna fórum um og drápu heilu þorpin af saklausu fólki, eða tölum um Vietnam og Nepal þar sem að þúsundir ef ekki milljónir saklausra borgara biðu dauða síns þegar að dauðasveitir ameríkana réðust inn í þeirra lönd. Stóri bróðir ameríkaninn með sina endalausa frekju og yfirgang með það sem afsökun að hann sé að bjarga heiminum frá brjálæðingum sem hafa of mikil völd í þeirra eigin löndum eins og t.d Saddam Hussein ( sem að hafði ekkert með Bin Laden að gera eins og Bush vildi að heimurinn héldi, heldur var bara góð afsökun til að láta amerískan almenning halda að hann væri að berjast gegn hryðjuverkum þegar málsstaðurinn var hins vegar allt annar ) og nú er ég ekki að verja Hussein sem auðvitað er og var kolruglaður, en það sem að stingur mann í augun er að það eru lönd í þessum heimi sem eru búin að standa í stanslausum blóðugum borgarastyrjöldum í meira en 30 eins og t.d Súdan, án þess að nokkur geri neitt í málunum og allra síst Bandaríkjamenn. Þar er nefnilega ekkert að hafa. Þar eru engir pólítískir hagsmunir. Þar er engin olía. Súdan er fátækt afríkuland og stóra bróður er alveg sama um fólkið sem þjáist og hefur þjáðst þar í mörg mörg ár.

Málið er nefnilega að það fæðist enginn hryðjuverkamaður heldur elst fólk í vissum hlutum heimsins upp við stöðugt óréttlæti sem svo breytist í hatur á þeim sem því valda. Hvernig stendur á því að fyrst að Ameríkanar halda því stöðugt fram að Arabar framleiði hryðjuverkamenn til þess að mótmæla vestrænum gildum, að þeir hafi ekki enn ráðist inn í Saudi Arabíu, þaðan sem flestir hryðjuverkamennirnir koma, en í stað þess senda þeir sprengju eftir sprengju á Afghanistan sem er eitt af fátækustu löndum í heiminum? Já það er auðvelt að vera stór og ráðast á þá litlu. Auðvitað, í Saudi Arabíu eru alltof miklir hagsmunir, þaðan kemur olían. Afghanistan hinsvegar er bara eyðimörk með nokkrum klettum. Það er alvitað að fyrr nokkrum árum síðan þá voru uppi umræður um að legga oliulögn í gegnum Afghanistan, fjármagnað af amerísku olíufyrirtæki. Bin Laden og vinir hans Talibanar voru boðaðir á fund þessa olíufyrirtækis ( þar sem að Bush var einn af valdamestumönnum áður en hann fór í forsetaframboð ). Afghanistan sá fyrir sér betri tíma með öllum milljörðunum sem áttu eftir að streyma inn í landið. Af þessari lögn varð aldrei neitt því að kaninn með dollaramerkin í augunum ákvað í miðjum samningaviðræðum að það væri hagkvæmara að nýta sér Indland og fátæktina þar til að græða meiri pening á olíuviðskiptum. Bin Laden bíður ósigur og í Afghanistan blossar upp en ein borgarastyrjöldin. Það sorglegasta er þó, að þar verða hinir fátækustu verst úti, þar sem að þessir svokölluðu hryðjuverkamenn, eru allir meira og minna milljónamæringar, synir ríkra kalla sem hafa grætt einmitt í olíuviðskiptum við USA þegar allt lék í lyndi, áður en að Bush og félagar ákváðu að þeir myndu græða meira á þessu en ekki hinu. Hvernig stendur á því að Odama Bin Laden er enn frjáls? Það snýst allt í kringum pólítíska hagsmuni. Til að geta ráðist inn í Írak varð Bin Laden að vera frjáls til að geta hrætt heiminn enn meir svo að kaninn hefði enn meiri átæðu til að gera það sem þeir svo gerðu. Þetta er akkúrat það sem að amerísk stjórnvöld vilja, gott að geta klínt ljótu hlutunum á einhvern annan á meðan þeir græða peninga á því að selja óvininum vopn til að berjast í fyrirfram töpuðu stríði.

VÁ HVAÐ ÉG ER AÐ VERÐA PÓLÍTÍSK :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home