eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

sunnudagur, mars 28, 2004

Ótrúlegt! Þegar ég fór að skoða íbúðina ( sem við svo tókum og erum að reyna að flytja í ) í fyrsta skiptið fyrir einhverjum vikum síðan þá var mér sagt að það þyrfti að skipta um stiga í íbúðinni og einnig að skipta um rafmagnsinnlagnir þar sem að þær eru orðnar mjög gamlar í húsinu. Við erum búin að vera með húsið í leigu frá því 20 mars og enn ekki getað flutt inn. Á fimmtudaginn þá komu tveir kallar til að brjóta niður gamla stigann og áttu að setja upp nýja stiga. Þegar ég fór til að tala við þá var mér sagt að þeir myndu klára verkið samdægurs. Í dag er sunnudagur og í morgunn þá fórum við af stað með 3 ferðatöskur og ætluðum að klára að flytja dótið okkar yfir í íbúðina ídag. Ég fékk nett móðursýkiskast þegar ég opnaði dyrnar að íbúðinni og ENN ENGINN STIGI heldur bara rústirnar af gamla stiganum útum allt og líka fram á gangi þannig að það er ekki einu sinni hægt að komast almennilega inn í forstofuna með dótið okkar. Helvítis djöfulsins djöfull já í dag má maður blóta.

Hei Hilma en gaman að heyra frá þér!! Ég er búin að reyna að senda þer svona milljón email en fæ þau alltaf til baka því að pósthólfið þitt virðist eða virtist alltaf vera fullt.... manstu eftir meilinu sem þú skrifaðir mér um daginn...ég svaraði þér sko, oft, oft, oft en þú hefur sennilegast aldrei fengið neitt svar!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home