eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

föstudagur, mars 26, 2004

Fyndið þegar fólk færir manni fréttir af einhverju sem maður er ekki alveg viss hvernig maður á að bregðast við, hlæja eða gráta. Þannig byrjaði einmitt dagurinn minn í dag, Giovanni fékk voða fínt bréf frá Milano um að hann væri svo duglegur í vinnunni sinni að hann er búinn að fá leyfi til að vera þar ALLTAF, já fastur samningur um alla ævi, aldeilis fínt. Hann er mjög ánægður.

Það rigndi sandi í nótt, allt blautt og sandsleikt úti, líka þvotturinn minn sem ég hengi út í gær og átti að þorna, ekki að sjúga í sig Saharasand sem hefur greinilega verið orðinn leiður á að hanga í Sahara og ákveðið að gera okkur hérna lífið leitt.

Keypti 3 gluggatjöld og málningu í gær. Nú á sko að leyfa litadýrðinni að njóta sín. Keypti 15 lítra af málningu sem þarf svo að vatnsþynna og verður 25 lítrar á 1000 krónur og svo bara skellir maður litnum út í og liturinn kostaði 100 krónur, mig minnti að það væri svo dýrt að mála...en það er kannski bara ef maður kaupir málningu í Naglabúðinni á Egilsstöðum. Ég keypti gulan lit og ætla að mála forstofuna þannig og sjá svo til hvort að ég máli stofuna líka í gulum. Svo keypti ég gluggatjöld og þau kostuðu ekki nema 2500 öll saman og eru svakalega flott. Sá svo miklu fleira dót sem mig langar að kaupa verð að fara aftur í þessa búð. Flytjiði bara öll hingað til mín það er miklu ódýrara!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home