eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Segir þetta okkur ekki hvort kynið sé hæfara til að stjórna heiminum?

mánudagur, mars 13, 2006

Segir þetta okkur ekki hvort kynið sé hæfara til að stjórna heiminum?

Stelpur og strákar hafa mjög ólík áhugasvið í vísindum, samkvæmt nýrri könnun, og hefur þetta vakið spurningar um hvort námsskrá í vísindagreinum eigi að vera kynskipt. Könnunin var gerð í 40 löndum að frumkvæði Óslóarháskóla. Í Bretlandi kom í ljós að strákar hafa mestan áhuga á sprengiefnum, en stelpur mestan áhuga á mannslíkamanum.

Edgar Jenkins, prófessor við Háskólann í Leeds, segir að ekki sé unnt að líta framhjá þessum mun á áhugasviðum kynjanna. Munurinn komi fram í öllum þeim löndum sem könnunin hafi náð til.

Niðurstöðurnar eru byggðar á svörum á um 250 spurningum. Rúmlega 1.200 nemendur tóku þátt í könnuninni í Bretlandi. Strákar sýndu mestan áhuga á eyðileggingartækni og geimvísindum, en áhugi stelpna var mestur á því sem gerist í mannslíkamanum, eins og til dæmis draumum, orsök þeirra og merkingu, og krabbameinslækningum.

Aftur á móti var lítill munur á því hvað stelpur og strákar vildu síst læra í vísindum. Hvorugt kynið hafði áhuga á nýjum aðferðum í landbúnaði eða ?frægum vísindamönnum og ævi þeirra?.

1 Comments:

At 14. mars 2006 kl. 20:24, Anonymous Nafnlaus said...

Heheh þurfti nú enga könnun til að átta sig á að stelpur eru betri í að stjórna heiminum;)

 

Skrifa ummæli

<< Home