Fílar
Mig dreymdi fílahjörð í nótt. Frekar furðulegur draumur. Ég var stödd einhversstaðar ég veit ekki hvar þar sem að einhverjir voðalegir menn smöluðu saman fílum og skáru þá á háls. Ég man eftir að horfa á fílagreyin í dauðateygjunum, sumir blikkuðu augunum og aðrir bara frussuðu blóði út um allt.. ojjj. Mér tókst þó að bjarga 4 fílum frá hörmulegum dauðdaga og sleppti þeim út úr réttinni þar sem þeim var haldið föngum. Þeir hlupu út í einhverja á frelsinu fegnir.Draumabókin segir að það boði mikla ógæfu að sjá dauða fíla og að dreyma fíla yfirleitt þýðir að mikil þreyta sé að hellast yfir mann... Það vill einmitt svo til að ég er búin að vera mjög þreytt seinustu daga enda mikið að gera á öllum víggstöðvum. Er að potast í skýrslugerðum langt fram á nætur og get svo ekki haldið augunum opnum í tímum á daginn. 9 tíma umhverfisefnafræðikúrs á miðvikudögum er heldur alls ekkert að gera sig... aðeins of mikið að sitja í tíma yfir sama efninu.. en ég er farin að plotta CO2 graf... síjú folks
2 Comments:
SOS
Sæl Birna ég er að leita að e-mailinu þínu. Erum að hugsa um að skella okkur til Ítaliu og hef ég grun um að þú sért sérfræðingur og getir upplýst mig :)Fíla sagan er samt líka góð.
Kv. Hrefna Kristín hrefna@dp.is
jebbs emailid mitt er birnagutt@hotmail.com
Skrifa ummæli
<< Home