eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Nei bloggið er sprelllifandi

miðvikudagur, mars 08, 2006

Nei bloggið er sprelllifandi

ég bara komst ekki inn á eigið blogg í nokkra daga, þannig að ég hélt kannski að það hefði bara dáið. En það hefur greinlega lifnað við aftur og ég get haldið áfram að blogga og skoða það sem ég hef bloggað. Frábært.

Fór ekki í skólann í dag. Nennti alveg ómögulega ekki í 9 tíma efnafræditíma á dönsku sem byrjar klukkan 8 á miðvikudagsmorgnum. Það þýðir ræs um klukkan 6 ef ég ætla að vera komin á réttum tíma. Þetta er nú í fyrsta skipti sem ég læt mig vanta en ég taldi það betri kost að vera bara heima og klára heimadæmin í stærdfræði og lesa mig áfram í hinu og þessu fagi þar sem að ég er komin eftir á í lestri... svo þurfti ég líka að fara á pósthúsið til að borga leiguna og aðra reikninga svo mér yrðu nú ekki hent út enda komið nokkra daga yfir gjalddaga.

Annars er það helst í fréttum að ég fór í umhverfisparty á föstudagskvöldið. Ætlaði ekkert að fara en var dregin af skólabróður mínum hér um bil á eyrunum. Vorum nefnilega að skrifa skyrslu til klukkan 17 á föstudaginn upp í skóla og þegar það kláraðist þá dró hann mig með í bjór á skólabarnum og eftir það þá átti ég mér engrar undankomu auðið. Þetta var samt bara mjög fínt, boruðum á okkur gat og svo var svona HVAR ER VALLI þema, allir klæddir í röndótt föt og með húfu, já allir nema við þar sem að við forum ekkert heim í millitíðinni.

hejdooo

2 Comments:

At 8. mars 2006 kl. 17:08, Blogger Picciotta said...

BORUDUM á okkur gat á væntanlega að vera BORÐUÐUM á okkur gat .... smá ásláttarvilla hérna

 
At 9. mars 2006 kl. 11:38, Anonymous Nafnlaus said...

eg veit hvar valli er og auk thess tha heitir hann a msn: "I bet anorexia"
Ekki nema furda ad folk hafi ekki fundid hann fyrr
nina

 

Skrifa ummæli

<< Home