eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: HEiii

fimmtudagur, mars 09, 2006

HEiii

Já þar fengu Íslendingar að kenna á því. Var að lesa fjármálaúttekt sem gerð var af breskum fjármálasérfræðingum í sambandi við íslenska fjármálakerfið og stöðu Íslands í augnablikinu. Þar kemur fram að mikið af uppgangi íslenskra fyrirtækja er fjármagnaður með erlendum skammtímalánum sem svo þarf náttúrlega að borga til baka. Mér verður hugsað til virkjanaframkvæmda og stóriðjubygginga. Hvaðan haldiði að þeir peningar komi annarsstaðar frá en frá útlöndum? Mogginn birti einnig grein ekki fyrir löngu síðan þar sem að kom fram að erlendar skuldir á síðasta ári hafi ekki verið jafn miklar síðan ég veit ekki hvenær! Það hlýtur að koma að því að þetta þurfi að fara að borga til baka. En Davíð og Dóri verða sennilega búnir að afsala sér allri ábyrgð þá. Hvað er svo málið með Húsvíkinga? Búnir að stofna einhvern álvershóp og ég veit ekki hvað og hvað? Það var þá aldeilis framsýnin á þeim bænum. Mér finnst öll þessi umræða minna mjög mikið á loðdýraræktsmálið þegar það áttu allir sem vetlingi gátu valdið að fara í loðdýrarækt. Eða þegar allir drifi sig í fiskeldi. Það endaði ekki vel. Nú á að drita niður úreltum mörg þúsund tonna álverum í hvern landshluta. Ég er hrædd um að skellurinn geti orðið mun harðari í þetta skiptið.

En já ég fékk alveg nýja sýn á Kaupmannahöfn í dag. Buinn að vera meiri dagurinn. Var á rannsóknarstofunni í morgun að leika mér með vatnsprufur með Ragnhildi og eftir það fórum við að fá okkur köku í nýja mötuneytinu okkar í skólanum,rosa flott. Þar hittum vid Chiöru og Luca vini okkar frá Ítaliu en svo þurfti ég að hoppa og taka strætó út á Buddinge station og átti að vera mætt þangað klukkan eitt til að heimsækja einhverja þvottastöð þar með bekknum mínum. Ég missti af strætó og kom of seint og þau farin á undan mér þó ég væri bara 8 min of sein ( sem hefdi aldrei gerst a Ítaliu´, þar leggur aldrei neinn af stað fyrr en amk 15 of seint ). Ákvað samt að gefast ekki upp og spurði einhvern strák á lestarstöðinni hvort hann vissi um einhverja þvottastöð þarna rett hjá. Hann hringir í einhvern vin sinn og vinurinn bendir honum á eina þarna rétt hjá. Eg ákveð að rölta þangað og tjékka hvort að þau séu þar. Eftir 4 labbihringi í kringum verksmiðjuna þá hitti ég loksins einhvern mann sem segir mér að hann hafi séð ca 20 manna hóp fyrir ca 30 min síðan á röltinu. Eg held áfram að reyna að komast inn og ekkert gengur fyrr en annar maður kemur og spyr hvað ég sé eiginlega að gera... endar með því að hann bara opnar fyrir mig og ég labba beint inn í fasið á kennaranum mínum með alla halarófuna á eftir mér. Hann var alveg steinhissa á hvernig ég hefði farið að því að finna þau,og verður það bara að segjast að ég var það eiginlega bara líka.

En við fengum engan bjór bara vínarbrauð og te, ekki eins og heima þar sem að fyrirtækin keppast um að hella í mann áfengi þegar maður kemur í heimsókn. Svo tók ég alveg nýjan strætó heim sem fór alveg ótrúlega skemmtilega leið og ég uppgötvaði að ég hef enn ekki séð nema lítinn part af Kaupmannahöfn enda geri ég ekki annað en að fara alltaf sömu leiðina fram og til baka í skólann á hverjum degi.

En jæja best að fara að læra, ég er by the way að drepast úr stressi. Held að blóðþrýstingurinn sé kominn upp úr öllu valdi en það er svona að vera í einhverjum 40 einingum... sem betur fer ( ? )þá líður tíminn hratt....

2 Comments:

At 12. mars 2006 kl. 09:41, Anonymous Nafnlaus said...

he:( það hefur engin skoðun á þessu skrítið, þetta mun vera nokkuð rétt hjá þér. Og þetta með að missa af einhverju er nú ekkert nýtt hjá þér:) en það gengur oftast upp hjá þér, það sem þú ert að gera alveg mekilegt hnokk :)hvernig stendur á því? BSS

 
At 12. mars 2006 kl. 22:27, Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ
Sé að þú fylgist vel með öllu hér á eyjunni okkar, það er gott!
Gaman að lesa skoðanir þínar, því þær eru vel rökstuddar, ekkert bull sko.
Kveðja

 

Skrifa ummæli

<< Home