eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: júlí 2006

sunnudagur, júlí 30, 2006

Reality bites


"We are not in the construction and engineering business. We are in the business of making money."

Ég er orðin leið á þessum tvískinnungi hjá fólki. Maður horfir á ástandið í Líbanon núna og hugsar, ætlar þessum hörmungum í Miðausturlöndum aldrei að linna? Það er auðvelt að sitja inn í stofu og tárast yfir myndbrotum af börnum sem hafa orðið fyrir sprengjuárásum á meðan þau voru að horfa á sjónvarpið eða að drekka mjólkurglas, dregin líflaus upp úr rústum brennandi húsa þeirra og ásaka svo ráðamenn Bandaríkjanna og Breta í huganum yfir að vera svona miklir skíthælar yfir að reyna ekki að koma á friði. Fólk hugsar með sér, ef maður bara gæti gert eitthvað til að hjálpa til. En eins dauði er annars brauð og í þessu tilfelli ætti íslendingar að horfa sér nær. Hagsmunir vestrænna fyrirtækja eru beintengdir við stríð. Lítum á hvaða fyrirtæki við höfum hérna í bakgarðinum hjá okkur. Já Íslendingar, og þá sér í lagi Austfirðingar sem eru að springa úr gleði yfir allri velgengninni og uppsveiflunni sem er víst álverum að þakka, buðu Bechtel hjartanlega velkomna til landsins. Bechtel eru æðislegir. Þeir halda margra daga öryggisnámskeið svo að allir komist óslasaðir heim til sín á kvöldin eftir að hafa komið nálægt vinnusvæðinu á Reyðarfirði. Það er frábært, þannig að ef einhver lendir í vinnuslysi þá er ekkert hægt að abbast upp á þá. Enginn svíkur peninga út úr Bechtel enda græddu þeir ekki nema nokkra milljarða á að þykjast byggja upp mannvirki í Írak sem enn þann dag í dag hafa ekki skilað sér til fólksins. Hver annar en Pentagon er helsti styrkataðili Bechtel. Þvílík tilviljun. Fæstir vita hinsvegar að Bechtel hafði hendur í þróun kjarnorkusprengjanna sem voru hannaðar til að senda á Hiroshima og Nagasaki en Bechtel menn eru mjög framarlega í þróun kjarnorkuvopna og í auðgun úrans og hafa grætt á tá og fingri að selja vopn sín, og svo "eftir striðsuppbyggingu" til stríðshrjáðra landa. Þar má nefna vopn sem voru t.d notuð af Írökum gegn Íran. Bestu vinir Bechtel eru svo náttúrlega Alcoa sem framleiðir ál á fínum prís í vopnin sem að Bechtel þróa því að Ísland borgar með orkunni sem þeir fá í hendur bara til að Íslendingar trúi því að það sé uppsveifla í landinu, þrátt fyrir að það hafi aldrei verið nein niðursveifla og haldi áfram að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn fái að halda sínum mönnum á þingi þrátt fyrir að enginn kjósi þá lengur. En það er þægilegt að benda alltaf á einhverja aðra og hugsa ekki um málin eins og þau raunverulega eru. Sannleikurinn er alltof oft óþægilegur og fólki finnst betra að hugsa ekki of mikið um afhverju hlutirnir eru eins og þeir eru. En það réttlætir ekki þetta tvöfalda siðgæði sem við lifum í dags daglega, grátur og gníst tanna yfir brenndum börnum í sjónvarpinu og blessun okkar á fyrirtækjum sem halda þessum hörmungum gangandi bara til þess að geta sýnt fram á meiri gróða í ársskýrslum sínum. Já það er gott að vinna fyrir Bechtel enda skapa þeir atvinnu og atvinna er góð sérstaklega ef við hugsum ekki lengra en nef okkar nær.

mánudagur, júlí 24, 2006

Nýtt blogg!

Jæja, var búin að fá leið á gamla blogginu þannig að núna er komið nýtt og betra útlit. Annars er bara lítið að frétta úr sveitinni. Júlí er að verða búinn og ég varla byrjuð á öllu því sem ég þurfti að gera. Það bíða mín 3 ritgerðir og að læra fyrir upptökuprófið í stærðfræði auk þess sem ég þarf að fara að ákveða hvaða mastersáfanga ég ætla að taka í haust. Plús það þá þarf ég líka að fara að ákveða hvað ég ætla að gera um næstu áramót, halda áfram í Kaupmannahöfn eða flytja í borg óttans og klára masterinn þar... Hvað finnst ykkur? Er kominn tími á að hætta þessu flakki, verða fullorðinn og flytja til Reykjavíkur? Annars er maður bara í vinnunni alla daga, úti að mæla drulluskurði og húsagrunna... já heldur betur hressandi...
Læt fylgja myndir hérna frá þar seinustu helgi úr sólinni á Reyðarfirði. Fór samt í útilegu með góðu fólki um helgina en myndavélin gleymdist heima, þannig að maður notast bara við gamlar myndir... og já ég er með nostalgiu til Tælands, langar alveg þangað aftur...

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Flaggað í hálfa stöng á hálendinu


Flaggað í hálfa stöng á hálendinu
Íslenska fánanum var flaggað í hálfa stöng við skála á nokkrum stöðum á hálendinu í gær. Landverðir og skálaverðir standa á bak við aðgerðirnar sem hafa verið árviss atburður á þessum degi frá 2002. Dagurinn 19. júlí varð fyrir valinu því þann dag árið 2002 undirrituðu forsvarsmenn Alcoa og íslensk stjórnvöld viljayfirlýsingu um byggingu álvers í Reyðarfirði.

?Við viljum tjá sorg okkar vegna landsins sem verður fórnað undir virkjanir á hálendinu," segir Laufey Erla Jónsdóttir, skálavörður í Kverkfjöllum, en þar var flaggað í hálfa stöng. Að hennar sögn er um að ræða framtak skálavarða meðal annars í Herðubreiðarlindum, við Snæfell, Hvannalindir, í Grágæsadal og Drekagili við Öskju. ?Framtakið hefur vakið forvitni bæði innlendra og erlendra ferðamanna sem hafa komið í skálana." Að sögn Laufeyjar Erlu voru aðgerðir skála- og landvarðanna gerðar í eigin nafni og til að koma í veg fyrir misskilning hafi sumir reist eigin flaggstangir í stað þess að flagga á stöngum ferðafélaganna sem eiga skálana.

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Af Írum, Þórudalsheiði og Kátum dögum á Þórshöfn..

Við stöllurnar ákváðum að nýta helgina vel. Á föstudagskvöldið var farið á Svarthvítu Hetjuna sem er eini núverandi skemmtistaðurinn á Egilsstöðum. Þess má til gamans geta að staðurinn er ekki einu sinni á Egilsstöðum heldur í Fellabæ, svo sorglegt er ástandið, en kemur okkur þó mjög vel þar sem við getum labbað á mjög skömmum tíma á pöbbinn og það sem mikilvægara er, heim aftur... Á barnum voru tannlausir írar og maður í kjólfötum.

Á laugardeginum vöknuðum við frekar seint en vöknuðum þó. Ferð dagsins var heitið yfr Þórudalsheiði. Þar óðum við ryk og vörubíla í norðaustan 15 vindstigum, 20 kílómetra leið frá Skriðdal yfir á Reyðarfjörð. Ástæða vörubílanna var að þarna er verið að leggja línuna frá Kárahnjúkum og niður til álversins. Fyrsta fólkið sem við hittum á leiðinni voru einmitt tannlausu Írarnir frá því um kvöldið áður.

Eftir humar og lax á hótel Reyðarfirði ( afmælismáltíðin hennar Nínu, til hamingju litla barn ) þá ákváðum við klukkan 23 um kvöldið að skella okkur bara norður á Þórshöfn á Papaball. Mættum á ball klukkan 02 með 2 bjóra og eina Martini í nesti enda ekki bar á ballinu. Þetta var algert snilldarball þar sem að dansað var eftir Línu Langsokk laginu og piparkökulaginu úr Dýrunum úr Hálsaskógi!! Punkturinn var þó settur yfir i-ið daginn eftir þegar megnið af Þórshafnarbúum þeyttust út Langanesið til að fylgjast með og taka þátt í aflraunakeppni sem haldin var í klukkutíma fjarlægð frá Þórshafnarþorpi, afhverju veit ég ekki. Ég veit hins vegar að eg hef ekki hlegið svona mikið lengi. Keppnin samanstóð af hinum ýmsu fáranlegu atriðum eins og td brúsaburði þar sem að keppendur áttu að labba með 2 brúsa eins lengi og langt og þeir gátu. Þetta tók eins og gefur að skilja alveg sérstaklega langan tíma og hefði getað tekið heila eilífð ef það hefðu verið einhverjir aðrir en öryrkjar og horrenglur að keppa. Þess má geta að í verðlaun var svo klipping sem að hárgreiðslukonan sjálf vann ( í kvennaflokki ) þannig að hún fer í klippingu til sjálfrar sín...

Snilldarhelgi að baki! Kíkjum á nokkrar vel valdar myndir






mánudagur, júlí 10, 2006

CAMPIONI DEL MONDO!!!





Já það hefði sko ekki verið amalegt að vera á Circo Massimo í Róm í gærkvöldi, sniff sniff "heimþrá"...

sunnudagur, júlí 09, 2006

Nýjar myndir, new photos, nuove foto!!

Jæja þá er ég búin að setja inn Grænlandsmyndir með smá útskýringum hér til hægri, fyrir áhugasama!

Ciao a tutti... ho finalmente scaricato le foto della Groenlandia qui sul mio sito. Si trovano sulla destra sotto il link Greenland! Sono cmq arrivata in Islanda una settimana fa, e ho iniziato a lavorare giá. Resto qui fino a settembre e poi ritorno in Danimarka! Fatevi sentire e lasciate un commento!!

Bless..

laugardagur, júlí 08, 2006

God kills kittens

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Góðan daginn allir!


Nú er kynntur til sögunnar Gunnar Pétur, nýja gæludýrið í kjallaranum í Fjóluhvamminum. Gunnar er þessi rólega mjúka týpa en annaðslagið þá brýst partýdýrið út í honum, og er þessi mynd einmitt tekin af honum á leið á barinn á miðvikudagskvöldið. Gunni í góðum fíling!
Njótið vel með morgunkaffinu....

sunnudagur, júlí 02, 2006

Grænlandsmyndir

Ragnhildur að koma út úr vélinni í Kanquarlussuaq, eftir frekar flotta flugferð þrátt fyrir mjög miklar upp og niðursveiflur yfir Grænlandsjökli

Komin í flísina og búin að fá grænlenskt diet kók í minnstu flösku sem um getur...

Sjóferðin til Ikamiut, þar voru nokkrir stórir á leið okkar...

Ikamiut séð frá bátnum...
Vinur okkar, sleðahundur í Ikamiut
Ragnhildur í bátnum á leið upp að vatni...
og já það var frekar kalt... þrátt fyrir sólina
en við barasta létum það engin áhrif á okkur hafa ....
Kirkjugarðurinn í Ikamiut í eiturgufunum frá ruslahaugunum...

laugardagur, júlí 01, 2006

Úr dagbók "pigerne "

Dagbók Ragnhildar og Birnu
Ikamiut 24. júní-1. júlí 2006

föstudagur 23. júní
Farið frá Kaupmannahöfn til Kangerlussuaq. Fengum hæðarmælinn hjá Per Overgaard ótrúlega glaðlegum dönskum verktaka..... Flogið áfram til Aasiaat með vél frá Seinni heimsstyrjöldinni u.þ.b.! Í Aasiaat tók Hussein á móti okkur. Hann sýndi okkur svo bæinn og við reyndum að kaupa okkur grænlenskt símanúmer sem reyndist kosta morðfjár svo við fórum númerslausar frá Aasiaat. Sigldum ásamt Hussein og Grænlendingnum Jens til Ikamiut og komum í fallegu veðri í þorpið upp úr kl. 14.30-15.
Bárum dótið okkar allt upp í húsið okkar sem var númer 666. Héldum fund með Jens og Ditlev Zebb, sem er búsettur í Ikamiut og starfar hjá Nukissiorfiit ( orkuveitan ). Ditlev skildi sama sem ekki neitt en Jens var góður túlkur og túlkaði allt sem við ?pigerne? ( eins og Hussein kallaði okkur ) spurðum um. Hussein kom með ýmis sniðug komment eins og til dæmis að hann hefði dvalið á Íslandi í 15 daga og fengið alveg nóg af landi og þjóð, svo mikil hefði drykkjan verið! ?svona svipuð drykkja og hér á Grænlandi?, bætti hann svo við. Hmmmm... Einnig fékk Birna komment á klæðaburð sinn sem honum þótti fremur ópraktískur (gallapils og þykkar sokkabuxur og bleikar vöðlur, nánast)og þá var önnur okkar alveg búin að fá nóg af manninum hver haldiði að það hafi verið?)....... Hann bað Ditlev einnig um að passa vel upp á ?pigerne?.
Eftir fundinn fórum við í skoðunarleiðangur um þorpið ásamt Ditlev, Jens og Hussein. Eftir það héldu Jens og Hussein aftur til Aasiaat og ?pigerne? fóru heim í hús 666 að koma dótinu fyrir og þrífa! Eftir það var farið í göngutúr um þorpið og nánasta umhverfi þess. Birna eldaði snilldar gott pasta um kvöldið og eftir það reyndu pigerne að horfa á Nýtt Líf en sofnuðu snemma eftir viðburðarríkan dag.


laugardagur 24. júní
Vöknuðum kl. 6.20 og Birna byrjaði á því að kveikja upp í skipsofninum til að fá hitastig hússins upp fyrir frostmark. Eftir það fengum við okkur ristað/brennt brauð og kaffi. Eyddum dágóðum tíma eftir það niðri við sjó þar sem tveir hvalir skemmtu okkur með leikfimisæfingum sínum og frussi og látum. Þá var klukkan orðin 9 og verslunin opin svo við fórum í fyrsta verslunarleiðangur dagsins. Fórum eftir það heim í hús 666 og náðum okkur í handklæði og snyrtivörur því nú vildu pigerne komast í bað í service húsinu ( húsin á svæðinu eru flest ef ekki öll án baðs ). Í service húsinu reyndist allt læst svo við röltum aftur í búðina og spurðum búðarkonuna ráða sem var svo almennileg að hringja fyrir okkur nokkur símtöl til að redda baðferðinni. Fórum eftir það aftur upp í service húsið og ræddum á leiðinni við Heidi og Linn sem átti tveggja ára afmæli þennan dag og afa þeirra. Í service húsinu tók ónafngreind kona á móti okkur sem opnaði fyrir okkur baðaðstöðuna svo pigerne komust í langþráð bað og á vatnsklósett!
Fórum eftir baðið upp í hús 666 og smurðum okkur nesti og pökkuðum niður í tösku fyrir verkefni dagsins. Planið var að kortleggja allt þorpið, þ.e.a.s. að taka myndir af hverju húsi og öðrum merkum stöðum í þorpinu og taka GPS staðsetningu niður, en við náðum einungis að framkvæma u.þ.b. helminginn af þessu plani. Eftir að hafa kortlagt 2/3 hluta bæjaris varð myndavélin batteríislaus svo við héldum heim á leið til að hlaða vélina og fá okkur í gogginn. Rétt í því sem vélin var fullhlaðin byrjaði að rigna svo við eyddum deginum í að koma upplýsingum dagsins á tölvutækt form og æfa okkur á hæðarmælinum og fleira.


sunnudagur 25. júní
Vöknuðum kl. 8.30 og fengum okkur morgunmat. Fórum í messu kl. 10 en stungum af í miðri messu. Kirkjugestir samanstóðu af R+B, Bent og konunni hans ásamt prestinum með sólgleraugun. Eftir messuna fórum við heim og bjuggum til nesti og héldum svo af stað upp úr kl. 12 í gönguferð upp að vatninu. Tókum myndir af ruslahaugunum og því sem bar fyrir sjónir á leiðinni upp að vatni. Tókum gps punkta við ruslahauga, pumpuhús, stöðuvatn og ánna. Komum heim aftur þreyttar og svangar (Ragnhildur svöng eins og alltaf en Birna mús ekki vitund svöng!) upp úr kl. 17.30 og fórum upp í rúm að lesa til kl. 19-þá komu Ditlev og Rosine konan hans í heimsókn. Ákveðið var að við færum ásamt Ditlev upp að stöðuvatni á þriðjudaginn (27. júní) til að mæla dýptir. Til þess munum við nota gúmmíbát sem einhver af þorpsbúum ætlar að lána okkur. Planið er einnig að taka niður fleiri gps punkta í kringum stöðuvatn og litla stöðuvatnið, á mýrasvæðinu, við ánna og meðfram vatnsleiðslunni.



mánudagur 26. júní
Fórum út og boruðum 6 holur í umhverfi Ikamiutm Tókum nokkrar myndir fyrir neðan service húsið, þar sem klóakrörið fer út í sjó. Birna tók öskuprufu af ruslahaugunum. Horfðum á Löggulíf um kvöldið og sofnuðum áður en myndin kláraðist, eins og alltaf.



þriðjudagur 27. júní
Fórum ásamt Ditlev og Rosine upp að stöðuvötnunum og tókum dýptarmælingar Ragnhildur panikkaði við vatn 2 og hræddi líftóruna úr Ditlev, Rosine og Birnu!!! Tókum einnig vatnsprufur úr báðum vötnum og úr ánni og mýrinni. Vatnsprufan úr mýrinni gleymdist í gúmmíbátnum og týndist á leiðinni heim. Ætlunin er að sækja nýja á morgun eða á fimmtudaginn. Besti punktur dagsins var þegar að inuitinn Ditlev sat fastur í myrinni á gúmmíbátnum og Birna fékk alveg nóg og óð út í myrina upp í klof til að ýta á eftir honum. Í dágóða stund þá sat inuitinn í bátnum á meðan Birna ýtti honum niður mýrina en áttaði sig svo á því að hann var ekki að gera nokkurt einasta gagn. Stuttu seinna slóst Ragnhildur í mýrarhópinn og var bátnum ýmis ýtt eða dreginn niður alla mýrina af víkingakonunum tveimur.
Fórum í mat til Ditlev og Rosine og dóttur Rosine um kvöldið. Fengum fínasta kjúklingarétt og þurrkað selkjöt. Birna fékk 2 kg af þurrkuðu selkjötskonfekti með sér í nesti. Er nú þegar búin með 1,3 kg....