eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Nýtt blogg!

mánudagur, júlí 24, 2006

Nýtt blogg!

Jæja, var búin að fá leið á gamla blogginu þannig að núna er komið nýtt og betra útlit. Annars er bara lítið að frétta úr sveitinni. Júlí er að verða búinn og ég varla byrjuð á öllu því sem ég þurfti að gera. Það bíða mín 3 ritgerðir og að læra fyrir upptökuprófið í stærðfræði auk þess sem ég þarf að fara að ákveða hvaða mastersáfanga ég ætla að taka í haust. Plús það þá þarf ég líka að fara að ákveða hvað ég ætla að gera um næstu áramót, halda áfram í Kaupmannahöfn eða flytja í borg óttans og klára masterinn þar... Hvað finnst ykkur? Er kominn tími á að hætta þessu flakki, verða fullorðinn og flytja til Reykjavíkur? Annars er maður bara í vinnunni alla daga, úti að mæla drulluskurði og húsagrunna... já heldur betur hressandi...
Læt fylgja myndir hérna frá þar seinustu helgi úr sólinni á Reyðarfirði. Fór samt í útilegu með góðu fólki um helgina en myndavélin gleymdist heima, þannig að maður notast bara við gamlar myndir... og já ég er með nostalgiu til Tælands, langar alveg þangað aftur...

3 Comments:

At 25. júlí 2006 kl. 00:26, Blogger B said...

Flott blogg! Þetta er allt annað finnst mér;)

Á ekki að sjá hvað setur um áramótin, hver veit hvað á eftir að gerast í Köben...bíða og sjá hvaða tilboð skjóta upp:) Kannski spurning að koma upp back-up plani e-r staðar, the save way.

 
At 25. júlí 2006 kl. 00:55, Blogger Picciotta said...

Jess, takk fyrir það skvísipæ!! Gott að vita að þú fylgist enn með manni, lærimeistarinn sjálfur ;)

 
At 25. júlí 2006 kl. 10:38, Blogger Ragnhildur said...

Fínt og sumarlegt blogg.
Eins gott og það er að búa í Köben og Danmörku almennt, þá hefði ég heldur ekkert á móti því að fara að flytja heim á landið mitt fagra. Veit samt ekki hvað ég myndi gera í þínum sporum, dálítið erfið ákvörðun.. hmmmm.
Bið aftur að heilsa Ragnhildi Rós :)

 

Skrifa ummæli

<< Home