Úr dagbók "pigerne "
Dagbók Ragnhildar og BirnuIkamiut 24. júní-1. júlí 2006
föstudagur 23. júní
Farið frá Kaupmannahöfn til Kangerlussuaq. Fengum hæðarmælinn hjá Per Overgaard ótrúlega glaðlegum dönskum verktaka..... Flogið áfram til Aasiaat með vél frá Seinni heimsstyrjöldinni u.þ.b.! Í Aasiaat tók Hussein á móti okkur. Hann sýndi okkur svo bæinn og við reyndum að kaupa okkur grænlenskt símanúmer sem reyndist kosta morðfjár svo við fórum númerslausar frá Aasiaat. Sigldum ásamt Hussein og Grænlendingnum Jens til Ikamiut og komum í fallegu veðri í þorpið upp úr kl. 14.30-15.
Bárum dótið okkar allt upp í húsið okkar sem var númer 666. Héldum fund með Jens og Ditlev Zebb, sem er búsettur í Ikamiut og starfar hjá Nukissiorfiit ( orkuveitan ). Ditlev skildi sama sem ekki neitt en Jens var góður túlkur og túlkaði allt sem við ?pigerne? ( eins og Hussein kallaði okkur ) spurðum um. Hussein kom með ýmis sniðug komment eins og til dæmis að hann hefði dvalið á Íslandi í 15 daga og fengið alveg nóg af landi og þjóð, svo mikil hefði drykkjan verið! ?svona svipuð drykkja og hér á Grænlandi?, bætti hann svo við. Hmmmm... Einnig fékk Birna komment á klæðaburð sinn sem honum þótti fremur ópraktískur (gallapils og þykkar sokkabuxur og bleikar vöðlur, nánast)og þá var önnur okkar alveg búin að fá nóg af manninum hver haldiði að það hafi verið?)....... Hann bað Ditlev einnig um að passa vel upp á ?pigerne?.
Eftir fundinn fórum við í skoðunarleiðangur um þorpið ásamt Ditlev, Jens og Hussein. Eftir það héldu Jens og Hussein aftur til Aasiaat og ?pigerne? fóru heim í hús 666 að koma dótinu fyrir og þrífa! Eftir það var farið í göngutúr um þorpið og nánasta umhverfi þess. Birna eldaði snilldar gott pasta um kvöldið og eftir það reyndu pigerne að horfa á Nýtt Líf en sofnuðu snemma eftir viðburðarríkan dag.
laugardagur 24. júní
Vöknuðum kl. 6.20 og Birna byrjaði á því að kveikja upp í skipsofninum til að fá hitastig hússins upp fyrir frostmark. Eftir það fengum við okkur ristað/brennt brauð og kaffi. Eyddum dágóðum tíma eftir það niðri við sjó þar sem tveir hvalir skemmtu okkur með leikfimisæfingum sínum og frussi og látum. Þá var klukkan orðin 9 og verslunin opin svo við fórum í fyrsta verslunarleiðangur dagsins. Fórum eftir það heim í hús 666 og náðum okkur í handklæði og snyrtivörur því nú vildu pigerne komast í bað í service húsinu ( húsin á svæðinu eru flest ef ekki öll án baðs ). Í service húsinu reyndist allt læst svo við röltum aftur í búðina og spurðum búðarkonuna ráða sem var svo almennileg að hringja fyrir okkur nokkur símtöl til að redda baðferðinni. Fórum eftir það aftur upp í service húsið og ræddum á leiðinni við Heidi og Linn sem átti tveggja ára afmæli þennan dag og afa þeirra. Í service húsinu tók ónafngreind kona á móti okkur sem opnaði fyrir okkur baðaðstöðuna svo pigerne komust í langþráð bað og á vatnsklósett!
Fórum eftir baðið upp í hús 666 og smurðum okkur nesti og pökkuðum niður í tösku fyrir verkefni dagsins. Planið var að kortleggja allt þorpið, þ.e.a.s. að taka myndir af hverju húsi og öðrum merkum stöðum í þorpinu og taka GPS staðsetningu niður, en við náðum einungis að framkvæma u.þ.b. helminginn af þessu plani. Eftir að hafa kortlagt 2/3 hluta bæjaris varð myndavélin batteríislaus svo við héldum heim á leið til að hlaða vélina og fá okkur í gogginn. Rétt í því sem vélin var fullhlaðin byrjaði að rigna svo við eyddum deginum í að koma upplýsingum dagsins á tölvutækt form og æfa okkur á hæðarmælinum og fleira.
sunnudagur 25. júní
Vöknuðum kl. 8.30 og fengum okkur morgunmat. Fórum í messu kl. 10 en stungum af í miðri messu. Kirkjugestir samanstóðu af R+B, Bent og konunni hans ásamt prestinum með sólgleraugun. Eftir messuna fórum við heim og bjuggum til nesti og héldum svo af stað upp úr kl. 12 í gönguferð upp að vatninu. Tókum myndir af ruslahaugunum og því sem bar fyrir sjónir á leiðinni upp að vatni. Tókum gps punkta við ruslahauga, pumpuhús, stöðuvatn og ánna. Komum heim aftur þreyttar og svangar (Ragnhildur svöng eins og alltaf en Birna mús ekki vitund svöng!) upp úr kl. 17.30 og fórum upp í rúm að lesa til kl. 19-þá komu Ditlev og Rosine konan hans í heimsókn. Ákveðið var að við færum ásamt Ditlev upp að stöðuvatni á þriðjudaginn (27. júní) til að mæla dýptir. Til þess munum við nota gúmmíbát sem einhver af þorpsbúum ætlar að lána okkur. Planið er einnig að taka niður fleiri gps punkta í kringum stöðuvatn og litla stöðuvatnið, á mýrasvæðinu, við ánna og meðfram vatnsleiðslunni.
mánudagur 26. júní
Fórum út og boruðum 6 holur í umhverfi Ikamiutm Tókum nokkrar myndir fyrir neðan service húsið, þar sem klóakrörið fer út í sjó. Birna tók öskuprufu af ruslahaugunum. Horfðum á Löggulíf um kvöldið og sofnuðum áður en myndin kláraðist, eins og alltaf.
þriðjudagur 27. júní
Fórum ásamt Ditlev og Rosine upp að stöðuvötnunum og tókum dýptarmælingar Ragnhildur panikkaði við vatn 2 og hræddi líftóruna úr Ditlev, Rosine og Birnu!!! Tókum einnig vatnsprufur úr báðum vötnum og úr ánni og mýrinni. Vatnsprufan úr mýrinni gleymdist í gúmmíbátnum og týndist á leiðinni heim. Ætlunin er að sækja nýja á morgun eða á fimmtudaginn. Besti punktur dagsins var þegar að inuitinn Ditlev sat fastur í myrinni á gúmmíbátnum og Birna fékk alveg nóg og óð út í myrina upp í klof til að ýta á eftir honum. Í dágóða stund þá sat inuitinn í bátnum á meðan Birna ýtti honum niður mýrina en áttaði sig svo á því að hann var ekki að gera nokkurt einasta gagn. Stuttu seinna slóst Ragnhildur í mýrarhópinn og var bátnum ýmis ýtt eða dreginn niður alla mýrina af víkingakonunum tveimur.
Fórum í mat til Ditlev og Rosine og dóttur Rosine um kvöldið. Fengum fínasta kjúklingarétt og þurrkað selkjöt. Birna fékk 2 kg af þurrkuðu selkjötskonfekti með sér í nesti. Er nú þegar búin með 1,3 kg....
1 Comments:
Glæsilegt! Takk fyrir frábæra ferð Birna mín og hafðu það gott í sumar. Hlakka til að sjá þig í haust Grænlandsmús :)
Skrifa ummæli
<< Home