Flaggað í hálfa stöng á hálendinu
Flaggað í hálfa stöng á hálendinu
Íslenska fánanum var flaggað í hálfa stöng við skála á nokkrum stöðum á hálendinu í gær. Landverðir og skálaverðir standa á bak við aðgerðirnar sem hafa verið árviss atburður á þessum degi frá 2002. Dagurinn 19. júlí varð fyrir valinu því þann dag árið 2002 undirrituðu forsvarsmenn Alcoa og íslensk stjórnvöld viljayfirlýsingu um byggingu álvers í Reyðarfirði.
?Við viljum tjá sorg okkar vegna landsins sem verður fórnað undir virkjanir á hálendinu," segir Laufey Erla Jónsdóttir, skálavörður í Kverkfjöllum, en þar var flaggað í hálfa stöng. Að hennar sögn er um að ræða framtak skálavarða meðal annars í Herðubreiðarlindum, við Snæfell, Hvannalindir, í Grágæsadal og Drekagili við Öskju. ?Framtakið hefur vakið forvitni bæði innlendra og erlendra ferðamanna sem hafa komið í skálana." Að sögn Laufeyjar Erlu voru aðgerðir skála- og landvarðanna gerðar í eigin nafni og til að koma í veg fyrir misskilning hafi sumir reist eigin flaggstangir í stað þess að flagga á stöngum ferðafélaganna sem eiga skálana.
1 Comments:
Ég skil ekki hvað er verið að borga þessu fólki laun. Hvaðan koma peningarnir?
Skrifa ummæli
<< Home