eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Af Írum, Þórudalsheiði og Kátum dögum á Þórshöfn..

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Af Írum, Þórudalsheiði og Kátum dögum á Þórshöfn..

Við stöllurnar ákváðum að nýta helgina vel. Á föstudagskvöldið var farið á Svarthvítu Hetjuna sem er eini núverandi skemmtistaðurinn á Egilsstöðum. Þess má til gamans geta að staðurinn er ekki einu sinni á Egilsstöðum heldur í Fellabæ, svo sorglegt er ástandið, en kemur okkur þó mjög vel þar sem við getum labbað á mjög skömmum tíma á pöbbinn og það sem mikilvægara er, heim aftur... Á barnum voru tannlausir írar og maður í kjólfötum.

Á laugardeginum vöknuðum við frekar seint en vöknuðum þó. Ferð dagsins var heitið yfr Þórudalsheiði. Þar óðum við ryk og vörubíla í norðaustan 15 vindstigum, 20 kílómetra leið frá Skriðdal yfir á Reyðarfjörð. Ástæða vörubílanna var að þarna er verið að leggja línuna frá Kárahnjúkum og niður til álversins. Fyrsta fólkið sem við hittum á leiðinni voru einmitt tannlausu Írarnir frá því um kvöldið áður.

Eftir humar og lax á hótel Reyðarfirði ( afmælismáltíðin hennar Nínu, til hamingju litla barn ) þá ákváðum við klukkan 23 um kvöldið að skella okkur bara norður á Þórshöfn á Papaball. Mættum á ball klukkan 02 með 2 bjóra og eina Martini í nesti enda ekki bar á ballinu. Þetta var algert snilldarball þar sem að dansað var eftir Línu Langsokk laginu og piparkökulaginu úr Dýrunum úr Hálsaskógi!! Punkturinn var þó settur yfir i-ið daginn eftir þegar megnið af Þórshafnarbúum þeyttust út Langanesið til að fylgjast með og taka þátt í aflraunakeppni sem haldin var í klukkutíma fjarlægð frá Þórshafnarþorpi, afhverju veit ég ekki. Ég veit hins vegar að eg hef ekki hlegið svona mikið lengi. Keppnin samanstóð af hinum ýmsu fáranlegu atriðum eins og td brúsaburði þar sem að keppendur áttu að labba með 2 brúsa eins lengi og langt og þeir gátu. Þetta tók eins og gefur að skilja alveg sérstaklega langan tíma og hefði getað tekið heila eilífð ef það hefðu verið einhverjir aðrir en öryrkjar og horrenglur að keppa. Þess má geta að í verðlaun var svo klipping sem að hárgreiðslukonan sjálf vann ( í kvennaflokki ) þannig að hún fer í klippingu til sjálfrar sín...

Snilldarhelgi að baki! Kíkjum á nokkrar vel valdar myndir






4 Comments:

At 18. júlí 2006 kl. 19:51, Anonymous Nafnlaus said...

Já aldeilis viðburðarík helgi! Greinilega nóg að gerast í sveitinni:)

 
At 19. júlí 2006 kl. 23:36, Blogger B said...

Það er alltaf fjör á þínum bæ;)

 
At 21. júlí 2006 kl. 17:33, Anonymous Nafnlaus said...

Birna, heiðin heitir Þórdalsheiði!!!

 
At 23. júlí 2006 kl. 21:59, Blogger Picciotta said...

A skiltinu stendur Þór(u)dalsheiði...

 

Skrifa ummæli

<< Home