Móðursýki
Næstu mánuði verður hvorki farið til dyra, svarað í heimasímann eða í gemsann nema ég þekki númerin sem hringt er úr. 'Astæðan er tvíþætt. Ég fékk bréf fra DR ( Danska RUV) sem ber það með sér að þá gruni að ég hafi sjónvarp og ef þeir fara að villast hingað á kollegið þá er ég SKO ekki heima. Er samt ekki alveg viss um að þessi fornaldargripur sem hún Agnes Helga burðaðist með hingað hálfa leiðina frá Svíþjóð flokkist réttilega undir sjónvarp þar sem að myndgæðin eru lítil sem engin og hljóð er varla heyrilegt.. en ég tek ekki áhættuna. Þannig að ef ólíklega vill til að einhver eigi leið sína hér um, vinsamlegast látið vita.... úr númeri sem ég þekki!!!! Hin ástæðan er sú að Bill Gates virðist vera eitthvað fúll út i mig. Svo virðist sem að hann hafi tekið eftir því að ég sé ekki með upprunalegan Microsoft í tölvunni hjá mér og einhver útsendari hans í tölvuormastjörnuformi gerir mér lífið leitt á ca 2 mín fresti með ýmsum hótunum. Ég vil síður fara til dyra ef Bill mun ákveða að senda 6 stóra hvíta kalla í geimfarabúningum til að gera tölvuna mína upptæka. Nei takk. Ekkert Hollywood moment hjá mér takk.
Ætla að gera aðra tilraun með myndir frá páskafríinu
Ragnhildur, ég líka ;)
You Are 60% Weird |
You're so weird, you think you're *totally* normal. Right? But you wig out even the biggest of circus freaks! |
Búin
að horfa á einn þátt af desperate housewives, borða, fara í sturtu og taka til... ætli það sé þá komið að því að læra? OH fjandans leti í dag. Málið er að það er of mikið að gera og þá veit maður ekki almennilega hvar maður á að byrja. Lausir endar út um allt og algert endaleysi í stærðfræðideildinni. Þarf að kaupa mér möppu til að troða öllu draslinu inn í svo það sé hægt að fletta upp á einhverju í prófinu. Það var farið yfir gamalt próf í tímanum í morgun, það vakti athygli okkar að það tók prófessorinn akkúrat 2 klukkutima að skrifa prófið upp á töfluna þó hann væri með dæmin fyrir framan sig, og það er akkúrat sá tími sem við fáum til að reikna prófið. Á prófinu fyrir áramót þá tók það mig klukkutíma að tækla fyrsta dæmið. Það er ekki gott mál. Endalaus vitleysa er þetta.
Var að spá í mafíósum meðan ég tók til áðan. Ég var einmitt niður frá þegar þeir náðu boss allra bossa, Provenzano sjálfum. Seinast sást til hans fyrir 43 árum síðan, en þá virtist hann hafa horfið af yfirborði jarðar. Hins vegar er nú nokkuð ljóst að hann hefur að mestu leyti bara haldið sig í húsgarðinum heima hjá sér öll þessi ár, 2 km frá Corleone. Það er reyndar ekki ólíklegt þar sem að hann hefur þá haft alla þá vernd sem hugsast getur. Það voru hins vegar blendnar tilfinningar í Sikiley þegar fréttirnar bárust. Þaðan stjórnaði hann hálfri ef ekki allri Ítaliu með pappírsmiðum einum saman, miðar sem kallast pizzini
Þessir miðar fóru marga hringi í Corleone áður en þeir komust í hendur réttra aðila, til að rugla lögregluna í ríminu ef svo færi að hún kæmist yfir þá. Á þessum miðum skipaði bossinn undirmönnum sínum um landið þvert og endilangt fyrir og stjórnaði peningafærslum um allan heim upp á marga milljarða. Sjálfur bjó hann í kofa sem var án rafmagns og hita, með eina gaseldavél, ritvél og mjög hrörlegt klósett innanborðs. Konan hans og börn búa í Corleone og sendi hann þeim einnig miða sem á stóð hvað hann vildi fá að borða og spurði um hagi fjölskyldunnar, þar sem að hann gat skiljanlega ekki farið og hitt þau í eigin persónu.
Sikileyingar voru ekki alveg með það á hreinu hvort þeir ættu að hlæja eða gráta. Það að boss bossanna náist í bakgarðinum heima hjá sér eru ekki góðar fréttir eins og maður sjálfur skyldi ætla. Á mafíumáli þýðir það aðeins eitt og það er að einhver sterkari enn Provenzano sé kominn til valda. Ég læt fylgja mynd af kallinum. Verður nú að segjast að hann lítur ekki út fyrir að vera boss bossanna, kaldlyndur morðingi og mest eftirlýstasti mafíuforingi sögunnar. Við handtökuna glotti hann allan tímann og endurtók í sífellu " non sapete cosa fate " eða þið vitið ekki hvað þið eruð að gera.... (soldið svalur sko )
Úffpúff
I dag í tíma rifum við NILFISK háþrýstidælu niður í tætlur svo hægt væri að bera kennsl á og vigta hvern einasta part sem dælan er búin til úr. Það þýðir að hver einasta skrúfa og hver einasti bolti var krufinn til mergjar svo við getum gert verkefni um lífsferil háþrýstidælunnar. Það byrjar á því hvar allt efnið sem fer í dæluna fæðist, hversu langt að hefur það komið, hversu mikið er til af því efni í heiminum á hver mannshaus, hversu mikið mengar processinn, hversu mikið kostar hráefnið, borgar það sig að búa dæluna til í Danmörku, Kína eða á Íslandi? Hvernig er hægt að minnka umhverfisáhrifin sem verða af framleiðslu vörunnar? Já þetta er eitt af því sem ég er að fást við alla daga hér í Kóngsins Köben. Enginn bjór og smörrebröd.
Berglind systir er að reyna að selja mér bílinn sinn. Það er hvítur Golf. Fyrst bauð hún mér hann á 550 þús en svo á 500 þús. Á ég að skella mér á hann? Á að vísu engan pening en það er bara smáatriði hjá fólki eins og mér.
En jæja stærðfræðin og rúmið mitt kallar á mig. Spurning hvort hefur betur. Þarf að vera komin í skólann kl 8 í fyrramálið og það þýðir ræs um 6 leytið. Það er með því erfiðara sem ég geri að drattast fram úr rúminu svo snemma á morgnana. Sjæsen
Hausverkur
Það getur verið athyglisvert að vera veikur eða slappur í hinum ýmsu löndum. Sinn er sko siðurinn í hverju landi, það er víst alveg öruggt.
Þeir sem þekkja mig vita að ég þjáist oft af höfuðverk og hefur það fylgt mér í gegnum tíðina. Ég hef vanist því heiman frá Íslandi að fólk kippir sér ekkert mikið upp við það þó maður líti hálf aumingjalega út og kvarti yfir hausverk. Iss taktu bara verkjatöflur heyrist yfirleitt, og þá er vandinn leystur.
Úti á Ítalíu hins vegar þá ríkir allt önnur hugsun í samband við hausverk. Þar er minna talað um að lækna sjálfan hausverkinn heldur er mun mikilvægara að reyna að fyrirbyggja væntanlegan verk. Það gerir maður víst með því að ganga alls ekki undir nokkrum kringumstæðum um með blautt hár, því að það er á ítalskan mælikvarða uppskrift á höfuðverk. Ítalir ganga jafnvel svo langt að þurrka sér um hárið í 40 stiga hita niðri á strönd, geri aðrir betur. Lifshættulegt er svo að sofna með hárið óþurrkað, getur jafnvel valdið heilaskemmdum.
Her í Danmörku aftur á móti hefur mér verið sagt oftar en tvisvar að drekka mikið vatn, þá muni verkurinn minnka. Ég er búin að prófa það en finnst það ekkert virka neitt sérstaklega vel. Á endanum virðist íslenska húsráðið, taka 2 verkjatöflur og rotast í smá tíma virka best.
En þá ætla ég að hindra litilli skoðanakönnun af stað og ber hún fyrirsögnina hvað á Birna litla að gera í framtíðinni?
1) Halda áfram að vera útlendingur í útlöndum og klára mastersnámið hér í Danmörku
2) Taka bara næstu önn hér úti, klára Bs inn massa nokkur mastersfög,kaupa mér íbúð í holtunum innrita mig í HI og klára þar?
3) Hætta þessu fjandans námi og fá mér vinnu eins og allt annað venjulegt fólk?
4) Gerast opinber letingi, flytjast til Sikileyjar og læra að borða ólívur fyrir fertugsaldur?
Ég þarf varla að taka það fram að þetta er háalvarlegt mál ...
Her áttu að koma fleiri myndir en eitthvað virðist vera að myndatakkanum og þolinmæðin bíður ekki upp á að doka lengur eftirþeim :(
Ég hef sjaldan
séð eins mikið drasl á 18 fermetrum eins og það sem blasir við mér í íbúðinni minni. Var einmitt búin að ákveða að taka til þegar ég kæmi heim úr skólanum í dag en það fyrsta sem maður gerir þegar maður hendist inn úr dyrunum er náttúrlega að hlassa sér niður fyrir framan tölvuna, ekki að taka til. Er ekki einu sinni búin að taka upp úr töskunum og ég kom tilbaka á þriðjudagskvöld. Páskafríið var eins og á var kosið, 25 til 30 stiga hiti mest allan tímann, góður matur og rautt og hvítt með honum. Verst hvað tíminn var fljótur að líða og hvað maður var stressaður allan tímann yfir að vera ekki að læra, þó svo að ég hafi nú lært smá.
Nú er sama brjálæðið bara tekið við aftur, skóli allan daginn og á kvöldin líka. Hver einasti dagur er fullsetinn af lærdóm fram í enda júni. Það er farið að styttast óþarflega mikið í prófin, er samt bara í 2 prófum... en eitt af þeim er eins og þið vitið náttúrlega, stærðfræðiprófið sem ræður úrslitum um BSc örlög mín. Úff.
Ojj nú er draslið farið að kalla á mig og ég farin að heyra í ímynduðum pöddum ( vona ég ) að skríða um í töskunum mínum. Best að fara að taka til ohhhhh
En hér eru nokkrar myndir til að skoða
Ég held áfram að deila Ítalíu með ykkur.
Þessi mynd er frá stað sem heitir Scopello ( ha ha fyrir þá sem skilja ítölsku ) en anyway rétt hjá hótelinu í Castellamare... úúú
En já mín versta martröð rættist í gær þegar ég þurfti að fara í munnlegt próf í stærðfræði.... á dönsku. Það að fara í munnlegt stærðfræðipróf hef ég forðast eins og heitan eldinn í mörg ár, kom mér mjög fimlega undan því úti á Ítalíu í öllum þremur háskólunum en það kom að því að stærðfræðin næði í rassinn á mér. Þetta gekk nú ekkert sérstaklega vel en sat uppi með einkunnina 7 á endanum sem er svo sem ekki slæmt miðað við aldur og fyrri störf. Þá er það bara labbinn á morgun og fundur með henni Pernille sem verður að vinna með mér í Grænlands verkefninu mínu ( eða ég reyndar að vinna með henni ) svo ég hafi nú nóg að lesa á Stansted á meðan ég bíð eftir fluginu mínu. En já fyrir alla hina sciencenerdana þá fjallar verkefnið mitt um hvernig á að ná þungmálmum úr ösku frá ruslabrennslu... já já alltaf í ruslinu!!!!
Ciao gattini miei
15
tíma stærdfræðimúrinn féll í dag, þann 2 apríl! Jábs heldur betur búin að sitja yfir stærðfræðinni en það mátti nu ekki minna vera þar sem að ekki hefur verið mikill tími undanfarið að sinna stærðfræðiskyrslunni vegna námsálags í öðrum kúrsum. Skýrslan fyrir morgundaginn að verða tilbúin, svo er það fyrirlesturinn og vörnin á stærðfræðinni á þriðjudaginn, fyrirlestur á fimmtudaginn ásamt rannóknarstofuvinnu sem hefur verið frestað seinustu 2 vikurnar vegna anna.
Er samt ekki frá því að stærðfræðin verði skemmtilegri og skemmtilegri eftir því sem að maður skilur meira.... ónei ég er að greinilega að aðlagast umhverfi mínu... Darwin yrði ánægður með stelpuna ;)
jæja klukkan að verða eitt og ég ætla í sturtu og svo í rúmið... langur dagur á morgun framundan.
...og já það er 25 stiga hiti á Sikiley vúúhú og þetta er útsýnið úr herberginu sem´við ætlum að gista á í eina nótt ( ég og Kisínó )í Castellamare di Golfo rétt hjá Palermo jeijjj