Búin
að horfa á einn þátt af desperate housewives, borða, fara í sturtu og taka til... ætli það sé þá komið að því að læra? OH fjandans leti í dag. Málið er að það er of mikið að gera og þá veit maður ekki almennilega hvar maður á að byrja. Lausir endar út um allt og algert endaleysi í stærðfræðideildinni. Þarf að kaupa mér möppu til að troða öllu draslinu inn í svo það sé hægt að fletta upp á einhverju í prófinu. Það var farið yfir gamalt próf í tímanum í morgun, það vakti athygli okkar að það tók prófessorinn akkúrat 2 klukkutima að skrifa prófið upp á töfluna þó hann væri með dæmin fyrir framan sig, og það er akkúrat sá tími sem við fáum til að reikna prófið. Á prófinu fyrir áramót þá tók það mig klukkutíma að tækla fyrsta dæmið. Það er ekki gott mál. Endalaus vitleysa er þetta.Var að spá í mafíósum meðan ég tók til áðan. Ég var einmitt niður frá þegar þeir náðu boss allra bossa, Provenzano sjálfum. Seinast sást til hans fyrir 43 árum síðan, en þá virtist hann hafa horfið af yfirborði jarðar. Hins vegar er nú nokkuð ljóst að hann hefur að mestu leyti bara haldið sig í húsgarðinum heima hjá sér öll þessi ár, 2 km frá Corleone. Það er reyndar ekki ólíklegt þar sem að hann hefur þá haft alla þá vernd sem hugsast getur. Það voru hins vegar blendnar tilfinningar í Sikiley þegar fréttirnar bárust. Þaðan stjórnaði hann hálfri ef ekki allri Ítaliu með pappírsmiðum einum saman, miðar sem kallast pizzini Þessir miðar fóru marga hringi í Corleone áður en þeir komust í hendur réttra aðila, til að rugla lögregluna í ríminu ef svo færi að hún kæmist yfir þá. Á þessum miðum skipaði bossinn undirmönnum sínum um landið þvert og endilangt fyrir og stjórnaði peningafærslum um allan heim upp á marga milljarða. Sjálfur bjó hann í kofa sem var án rafmagns og hita, með eina gaseldavél, ritvél og mjög hrörlegt klósett innanborðs. Konan hans og börn búa í Corleone og sendi hann þeim einnig miða sem á stóð hvað hann vildi fá að borða og spurði um hagi fjölskyldunnar, þar sem að hann gat skiljanlega ekki farið og hitt þau í eigin persónu.
Sikileyingar voru ekki alveg með það á hreinu hvort þeir ættu að hlæja eða gráta. Það að boss bossanna náist í bakgarðinum heima hjá sér eru ekki góðar fréttir eins og maður sjálfur skyldi ætla. Á mafíumáli þýðir það aðeins eitt og það er að einhver sterkari enn Provenzano sé kominn til valda. Ég læt fylgja mynd af kallinum. Verður nú að segjast að hann lítur ekki út fyrir að vera boss bossanna, kaldlyndur morðingi og mest eftirlýstasti mafíuforingi sögunnar. Við handtökuna glotti hann allan tímann og endurtók í sífellu " non sapete cosa fate " eða þið vitið ekki hvað þið eruð að gera.... (soldið svalur sko )
3 Comments:
Er þetta reiknis dæmi hja þér ops brr skil ekkert í því
Vá pældu í þessu eiga fullt af peningum og lifa svo svona fábrotið. Ekki myndi ég nenna því.
Ef thid skodid myndina af provenzano tha sest i augun a honum og hann er virkilega med saeko augu.
Hann veit upp a har hver var tharna og hver tok mynd af honum og hver og hvad
eg hugsa nu reyndar ad hann hafi sjalfur akvedid ad lata na ser thar sem hann veitti ekki minstu motspyrnu. tja aetli eg se tha ekki sammala birnu med ad hann se buinn ad fa ser eftirmann. enda kominn a eftirlauna aldur kallinn
Skrifa ummæli
<< Home