Ég held áfram að deila Ítalíu með ykkur.
Þessi mynd er frá stað sem heitir Scopello ( ha ha fyrir þá sem skilja ítölsku ) en anyway rétt hjá hótelinu í Castellamare... úúú
En já mín versta martröð rættist í gær þegar ég þurfti að fara í munnlegt próf í stærðfræði.... á dönsku. Það að fara í munnlegt stærðfræðipróf hef ég forðast eins og heitan eldinn í mörg ár, kom mér mjög fimlega undan því úti á Ítalíu í öllum þremur háskólunum en það kom að því að stærðfræðin næði í rassinn á mér. Þetta gekk nú ekkert sérstaklega vel en sat uppi með einkunnina 7 á endanum sem er svo sem ekki slæmt miðað við aldur og fyrri störf. Þá er það bara labbinn á morgun og fundur með henni Pernille sem verður að vinna með mér í Grænlands verkefninu mínu ( eða ég reyndar að vinna með henni ) svo ég hafi nú nóg að lesa á Stansted á meðan ég bíð eftir fluginu mínu. En já fyrir alla hina sciencenerdana þá fjallar verkefnið mitt um hvernig á að ná þungmálmum úr ösku frá ruslabrennslu... já já alltaf í ruslinu!!!!
Ciao gattini miei
2 Comments:
Gengur ekki að kommenta hjá Nínu virkar ekki hjá mér þegar ég reyni veit að hún les þetta Bæ
o mig langar þangað
Skrifa ummæli
<< Home