Móðursýki
Næstu mánuði verður hvorki farið til dyra, svarað í heimasímann eða í gemsann nema ég þekki númerin sem hringt er úr. 'Astæðan er tvíþætt. Ég fékk bréf fra DR ( Danska RUV) sem ber það með sér að þá gruni að ég hafi sjónvarp og ef þeir fara að villast hingað á kollegið þá er ég SKO ekki heima. Er samt ekki alveg viss um að þessi fornaldargripur sem hún Agnes Helga burðaðist með hingað hálfa leiðina frá Svíþjóð flokkist réttilega undir sjónvarp þar sem að myndgæðin eru lítil sem engin og hljóð er varla heyrilegt.. en ég tek ekki áhættuna. Þannig að ef ólíklega vill til að einhver eigi leið sína hér um, vinsamlegast látið vita.... úr númeri sem ég þekki!!!! Hin ástæðan er sú að Bill Gates virðist vera eitthvað fúll út i mig. Svo virðist sem að hann hafi tekið eftir því að ég sé ekki með upprunalegan Microsoft í tölvunni hjá mér og einhver útsendari hans í tölvuormastjörnuformi gerir mér lífið leitt á ca 2 mín fresti með ýmsum hótunum. Ég vil síður fara til dyra ef Bill mun ákveða að senda 6 stóra hvíta kalla í geimfarabúningum til að gera tölvuna mína upptæka. Nei takk. Ekkert Hollywood moment hjá mér takk.Ætla að gera aðra tilraun með myndir frá páskafríinu
6 Comments:
Gastu ekki tekið þetta fallega tré með þér til Danmerkur, þetta á neðstu myndinni?
Þetta hljómar annars ekki vel með Bill Gates, hef heyrt að hann meðhöndli svindlara á harkalegan hátt!!! Úps :S
DR kallarnir hringja aldrei dyrasímanum, þeir koma bara vaðandi og banka:O(
SBS
Jamm þess vegna fer ég sko ekki til dyra hohohohoho muhhaaaahhaaa ég held nefnilega að Bill Gates kallarnir muni heldur ekki hringja dyramsímanum....
Bill Gates kallarnir hringja deffenettlí ekki á dyrabjöllunni heldur koma inn um gluggana hjá þér!! Believe it or not en þeir hafa yfir ótrúlegum tæknibúnaði að ráða svo það stoppar þá ekki þótt þú búir á hundruðustu hæð!
úúúúúpsss þetta var nú óþarfi Ragnhildur Ösp Kvaran!!!! Nú verð ég hérna með gluggatjöldin dregin fyrir alla daga og lokaða glugga og breytist á endanum í mannfælna leðurblöku sem hírist einhversstaðar út í horni með klærnar úti að bíða upp á von og ótta eftir Bill Gates mönnunum með brjálaða tækniútbúnaðinn( smááááá ykt, en ekki mikið ) ....
Hafðu samt engar áhyggjur góða mín, ég skal koma einu sinni í viku og renna nokkrum hrökkbrauðssneiðum undir hurðina hjá þér svo þú sveltir ekki... það er huggulegt sumar í vændum hjá þér, litla leðurblaka :S
Skrifa ummæli
<< Home