Ég hef sjaldan
séð eins mikið drasl á 18 fermetrum eins og það sem blasir við mér í íbúðinni minni. Var einmitt búin að ákveða að taka til þegar ég kæmi heim úr skólanum í dag en það fyrsta sem maður gerir þegar maður hendist inn úr dyrunum er náttúrlega að hlassa sér niður fyrir framan tölvuna, ekki að taka til. Er ekki einu sinni búin að taka upp úr töskunum og ég kom tilbaka á þriðjudagskvöld. Páskafríið var eins og á var kosið, 25 til 30 stiga hiti mest allan tímann, góður matur og rautt og hvítt með honum. Verst hvað tíminn var fljótur að líða og hvað maður var stressaður allan tímann yfir að vera ekki að læra, þó svo að ég hafi nú lært smá.Nú er sama brjálæðið bara tekið við aftur, skóli allan daginn og á kvöldin líka. Hver einasti dagur er fullsetinn af lærdóm fram í enda júni. Það er farið að styttast óþarflega mikið í prófin, er samt bara í 2 prófum... en eitt af þeim er eins og þið vitið náttúrlega, stærðfræðiprófið sem ræður úrslitum um BSc örlög mín. Úff.
Ojj nú er draslið farið að kalla á mig og ég farin að heyra í ímynduðum pöddum ( vona ég ) að skríða um í töskunum mínum. Best að fara að taka til ohhhhh
En hér eru nokkrar myndir til að skoða
6 Comments:
ohh þetta eru svo fallegar myndir af Ítalíu. Væri ekki slæmt að vera þar núna. Hér er norðan garri og úrkoma.....böhö
Já það var rosa gott veður, sól og hiti, állt í fullum blóma og appelsínur á trjánum.. set inn fleiri myndir á næstunni til að gera alla meir öfundssjúka :)
e insomma posso scrivere qualcosa pure io in italiano su queste pagine di islandico??? bene. in questo periodo, cara picciridda, sono in catalessi. he si. in catalessi. benchè tu possa non crederlo. mi trovo in uno stato psico fisico goliardico poco affabile ma gruvido. un pò come artistico metà bolico. insomma riesco a trovare solo donne di poco conto. che fare? vengo in islanda a caccia. dovresti pensarci te a trovarmi il periodo della massima profusione di sveitaball e feste simili. non volgio perdere neanche 1secondo. lascio qui il mio orologio e la mia età (che bello). entrerò in islanda come un bambino alla ricerca dell'io (meglio un io bionda ovvio) e te mi starai dietro in supporto, ok? bene, ho già la valigia pronta.
Caro mio!!!! Nun ti preoccupare, ci penseró io a sistemarti :) Ora mi metto a trovarti un biglietto cosi non hai piu scuse... :)
Ci vedremo presto allora?
Un bacione
hæhæ jóhanna hér svarið við spurninguni er nei heimurinn er ekki alveg svo lítill en fyndið systa var samt alveg viss um að það hefði verið parið sem hún kyntist úti líka sem hafi gefið brennivin flösku og þau eru af norðan hehe
rífandi snilld alger hreint
Skrifa ummæli
<< Home