eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Hausverkur

mánudagur, apríl 24, 2006

Hausverkur

Það getur verið athyglisvert að vera veikur eða slappur í hinum ýmsu löndum. Sinn er sko siðurinn í hverju landi, það er víst alveg öruggt.

Þeir sem þekkja mig vita að ég þjáist oft af höfuðverk og hefur það fylgt mér í gegnum tíðina. Ég hef vanist því heiman frá Íslandi að fólk kippir sér ekkert mikið upp við það þó maður líti hálf aumingjalega út og kvarti yfir hausverk. Iss taktu bara verkjatöflur heyrist yfirleitt, og þá er vandinn leystur.

Úti á Ítalíu hins vegar þá ríkir allt önnur hugsun í samband við hausverk. Þar er minna talað um að lækna sjálfan hausverkinn heldur er mun mikilvægara að reyna að fyrirbyggja væntanlegan verk. Það gerir maður víst með því að ganga alls ekki undir nokkrum kringumstæðum um með blautt hár, því að það er á ítalskan mælikvarða uppskrift á höfuðverk. Ítalir ganga jafnvel svo langt að þurrka sér um hárið í 40 stiga hita niðri á strönd, geri aðrir betur. Lifshættulegt er svo að sofna með hárið óþurrkað, getur jafnvel valdið heilaskemmdum.

Her í Danmörku aftur á móti hefur mér verið sagt oftar en tvisvar að drekka mikið vatn, þá muni verkurinn minnka. Ég er búin að prófa það en finnst það ekkert virka neitt sérstaklega vel. Á endanum virðist íslenska húsráðið, taka 2 verkjatöflur og rotast í smá tíma virka best.

En þá ætla ég að hindra litilli skoðanakönnun af stað og ber hún fyrirsögnina hvað á Birna litla að gera í framtíðinni?
1) Halda áfram að vera útlendingur í útlöndum og klára mastersnámið hér í Danmörku
2) Taka bara næstu önn hér úti, klára Bs inn massa nokkur mastersfög,kaupa mér íbúð í holtunum innrita mig í HI og klára þar?
3) Hætta þessu fjandans námi og fá mér vinnu eins og allt annað venjulegt fólk?
4) Gerast opinber letingi, flytjast til Sikileyjar og læra að borða ólívur fyrir fertugsaldur?

Ég þarf varla að taka það fram að þetta er háalvarlegt mál ...

Her áttu að koma fleiri myndir en eitthvað virðist vera að myndatakkanum og þolinmæðin bíður ekki upp á að doka lengur eftirþeim :(

5 Comments:

At 25. apríl 2006 kl. 17:50, Blogger Thoranna said...

Muohahah pant vera fyrst að svara! Vertu í DK mar, ég hef komið að heimsækja þig á Egilsstaði, í Reykjavík og á Sikiley en ég hef ekki kíkt til þín í Köben og þar sem ég kemst ekki allveg strax þá þarftu bara að vera þarna lengur! Svo er líka mjög kúl að vera með master frá DTU og þar sem þú ert svo svöl gella þá veit ég að þú getur þetta allveg. Þegar ég kem í heimsókn lofa ég yfirnátturulegri skemmtun:)

 
At 25. apríl 2006 kl. 21:57, Anonymous Nafnlaus said...

Greinilega 4 kosturinn og ekkert annað kemur til greina... því að ég ætla að koma og hanga þar með þér og éta bara pizzur og sverðfiskapasta og drekka fína kokteila allan daginn..=)

 
At 26. apríl 2006 kl. 11:37, Anonymous Nafnlaus said...

Birna mín þú kannski veist mitt svar. Að reyna að hemja óþolinmæðina í þér og klára mastersnámið úti. Hugsaðu bara að þá ertu búin!! Þarft ekkert að fara meira í skóla jibbýjeyj. Getur þá gert allt sem þér sýnist. Farið til ítalía, NY eða afríku eða jafnvel til litla íslands. Það er allavega mín skoðun á málinu;)

 
At 27. apríl 2006 kl. 15:08, Anonymous Nafnlaus said...

eg veit ekki hvad thu att ad gera eg veit nu ekki einusinni hvad eg a ad gera. en allavegana tha verd eg liklega i frii ut mai manud svo ad eg aetti ad geta huxad thad vel hvad madur eigi ad gera...

 
At 27. apríl 2006 kl. 22:31, Blogger Ragnhildur said...

Nr. 1 eða 2 :)

 

Skrifa ummæli

<< Home