eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: júlí 2005

laugardagur, júlí 30, 2005

AKUREYRI KÖBEN

Jæja það gerðist helst í gær að eg keyrði á skógarþröst og fékk jákvætt svar frá DTU. Nú veit ég ekkert hvað ég á að gera þar sem að útþráin er alltaf sterk og ævintýraþráin mikil. Valið stendur því á milli þess að vera ein á Akureyri á sömu braut og fyrrverandi grunnskólafélagar litla bróður míns ( ehemm ) klára BSc inn og fara svo út í áframhaldandi nám, eða skella mér bara strax í smörrebröd og bjór til Kaupmannahafnar, klára BS og fara strax í mastersnám eftir það. HMMM hjáááálp hvað á ég að gera? Hvað finnst ykkur?

Annars er lítið að frétta er á labbanum að reyna að koma mér inn í þessi verkefni, testrun og blanda efni, um verslunarmannahelgi.. hfff. Fór að hitta Bruce kallinn til að fá eimað vatn. Hann er svalur, mikið skemmtilegri en japaninn sem bæ ðe vei kemur aftur eftir viku ef hann fær vinnuleyfið sitt framlengt ohh. Hefði verið miklu betra að hafa bara Bruce. Hann sagði mér að hann hefði verið að vinna í Kína áður en hann kom hingað. Kanarnir eru í óða önn að henda upp þungaverksmiðjum þar því að þar eru engar mengunarvarnir tilskildar.. hann sagðist ekki þekkja marga kínverja en 5 þeirra sem hann þekkti væru með banvæn krabbamein. Svo sagði hann mér að hann þyldi ekki Bush og skammaðist sín fyrir að vera kani á meðan hann væri við völd ( hef heyrt þetta mikið frá Könum, greyin að reyna að koma því á hreint við mann ... svo sagði hann mér líka að hann hefði verið að fylgjast með fuglunum á Reyðarfirðinum þar sem að þeir dæla út skólpinu frá álverinu og hann sagði að það væri ótrúlegt að sjá þegar að dælurnar færu af stað hvað fuglarnir reyndu að forða sér..þvílikt ógeð er það nú sem verið er að dæla út. En já ég veit sko allt um það því að sýnin sem ég er að mæla úr eru SVöRT og það eru ekki ykjur ónei

föstudagur, júlí 29, 2005

Hvað er um að vera í þjóðfélaginu þegar að helsta fréttin í Ríkisútvarpinu alla daga eru lögregluaðgerðir gegn einhverjum nokkrum hræðum sem dirfðust að koma til landsins og mótmæla virkjunum á hálendi landsins? Víkingasveitin fékk meira að segja að komast aðeins út og anda að sér fersku lofti en það fer að verða langt síðan að það gerðist síðast... hvenær ætli það hafi annars verið? Þegar að seinustu mótmæli voru haldin árið 1970 gegn NATO eða þegar Þorskastríðið var? Ég veit það ekki... það er greinilegt að það er eitthvað mikið um að vera...

ætli Dabba hafi ekkert litist á þá? Ætli þeir hafi ekki verið nógu mafíosalegir fyrir hann? Jú eitthvað var talað um það að þetta væru lögbrjótar og helstu lög íslenskrar lögreglu eru þau að almenningur eigi að gjöra svo vel og fylgja því sem að þeir segja, ef ekki þá mætir bara kirkjan á svæðið með snarvitlausa kellingu í fararbroddi sem græddi á tá og fingri þegar að Impregilo og Landsvirkjun ákváðu að reisa Kárahnjúkavirkjun. Já hvað ætli komi til þess að kirkjan sé farin að skipta sér að þessum málum.. peningar og aftur peningar...?? Held að þeir ættu nú að endurskoða það sem eftir þeim var haft í fjölmiðlum með það að þeir vilji sko ekkert með svona útlendinga að hafa í landinu... held að fólkið megi nú mótmæla þar sem að mestur hluti af peningunum sem fer í að byggja þessa blessuðu virkjun kemur frá erlendum fjármögnurum og renna allir til alþjóðlegra auðhringa (langaði að skrifa glæpahringa en það má ekki ) ... já ekki hafa íslendingar haft fyrir því að tjá sig um þetta mál, enda er öllum alveg skítsama um það sem er að gerast í kringum þá, þó svo að við séum heilaþvegin á því að Álver sé gott fyrir þjóðarbúskapinn og búi til störf fyrir fólkið í landinu og bla bla bla... ég meina hvaðan haldiði að þessir peningar komi eiginlega? Á meðan skattpeningarnir okkar ættu að fara í menntum og heilsugæslu þá leka þeir í vasann hjá Landsvirkjun og co sem gefa orkuna okkar úr landinu .... og skattpeningarnir okkar fara í að borga erlenda skuldarhallann sem er meira hallandi núna en hann hefur nokkurntímann verið og fer hratt á aðra hliðina eftir því sem að peningunum er ausið í erlent vinnuafl og erlendar skuldir í von um að álver haldist stöðugt í einhver ár í viðbót....

fimmtudagur, júlí 28, 2005

fhmcuychiæpogaæpkkkkkkkkk

hei búið að vera ótrúlega mikið að gera hjá mér leitlí, hleyp á milli tveggja vinna og það getur verið erfitt að sinna hinni vinnunni þegar maður er í vinnu numer eitt frá 7 á morgnana til 7 á kvöldin upp í fjalli að taka myndir af mosum og fléttum til að geta mælt mengunina frá álversskrattanum. En þetta er að róast og myndatakan búin þannig að stressið helltist yfir mig í dag þegar mamma, umhverfisfulltrúi Alcoa og amerískir vísindamenn voru allir bunir að hringja í mig og skilja eftir skilaboð þegar ég komst loksins á labbann, þannig að ég er bara búin að vera í símanum síðan ég komst í hús að reyna að redda mér útúr þessu messi og að reyna að skilja einhverjar efnajöfnur sem ég þarf að reyna að púsla saman í eitthvert vit til að geta notað efnin sem þarf og vantar í rannsóknina svo ég geti loksins komið þessu í gagnið... ég ætla því að vera að vinna meira og minna yfir verslunarmannahelgina enda veitir mér ekkert af því þar sem að ég tók eiginlega mína verslunarmannahelgi út um seinustu helgi þar sem að ég skrapp á Akureyri og djammaði feitt með Birnu, en það var alveg hrein snilld sú helgi þó ekki sé meira sagt...

En jæja best að halda áfram í ruglinu hérna á Neskaupstað, og úú ég er að fá sambýling, það er víst einhleypur maður eins og kallinn hjá Fjarðarbyggð orðaði það, en ég veit ekkert meir um það mál, kemst sennilega að því eftir vinnu á eftir hver er svo heppinn að fá að búa með mér...

síjúleiter... og það er sálarball hér á sunnudaginn ef einhver hefur áhuga á að koma með mér!!!!!

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Sjálfboða - hvað?

Var að velta fyrir mér afhverju fólk vill búa á Neskaupsstað. Keyrði í gegnum bæinn áðan til að komast inn í einu matvörubúðina sem er þar. Þar kostar Minna mál kexpakkinn litlar 450 kr. Það er mikið en Norðfirðingar eiga greinilega mikla peninga, kannski þess vegna sem þeir vilja búa hérna.. keyrði upp á tjaldsvæði til að athuga hvort það væri eitthvað líf þar en það var ekki til lukku þar sem að eina lífveran sem ég fann þar á sveimi var gamall svartbakur.. keyrði þvi bara aftur til baka upp í vinnu til að hanga á netinu,eftir að hafa eytt 2900kr í ekki neitt í millabúðinni, það er skárra en að hanga í gamla tónlistarhúsinu sem ég gisti í eins og er með 7 skítugum sjálfboðaliðum víðsvegar að úr Evrópu sem eru að búa til göngustíga upp um öll fjöll hér, ég veit eiginlega ekki til hvers þar sem að það er ekkert fólk hérna til að labba um þá...þessar fáu hræður sem ég sé eru bara á rúntinum á stóru jeppunum sínum, sennilega þá á milli millamatvörubúðarinnar og frystihússins sem er staðsett í hinum enda bæjarins. Var að velta fyrir mér hvort að það sé einhver sálfræði í því að setja þessa tvo mest sóttustu staði í sitthvorn endann á bænum svo að það virðist vera meira líf í þorpinu?? Það væri það!!

En já ekkert að frétta nema að einn af skítugu sjálfboðaliðunum er dani og hann saup bara hveljur þegar ég sagði honum að eg hefði sótt um í DTU. Sagði að ég þyrfti að vera ógeðslega góð í stærðfræði. Þetta er víst alveg súperskóli á danskan mælikvarða , eða það fannst honum allavegana. Sagði að vinir hans hefðu allir fallið, en ég held að það segi bara meira um vini hans en skólann sjálfan. Hver er annars svo vitlaus að koma til Íslands sem sjálfboðaliði í helli rigningu og þoku að hamast upp í fjalli alla daga í úrhellis rigningu og þoku!!?? Til Íslands? Hefði skilið það ef það væri S-Ameríka eða eitthvað þar sem að enga vinnu er að fá og er allavega hægt að liggja í sólbaði þegar maður er í fríi... Sjálfboðavinna á Íslandi þar sem að Pólverjar, Kínverjar og ég veit ekki hvað og hvað er flutt inn í hrönnum til að vinna þar sem að ekki er nóg framboð af íslensku vinnuafli og atvinnuleysi er óþekkt... já þetta er alveg frábært, alltaf fær maður eitthvað nytt til að hugsa um...

sunnudagur, júlí 17, 2005

Jæja er enn að þýða ítalska dótið mitt yfir á ensku.. þetta er massaverk, eins gott að ég sendi þetta ekki á consúlatið hann hefði verið mörg ár að þessu miðað við tímann sem það tók hérna um árið að þýða 6 blöð af íslensku yfir á ítölsku og allan peninginn sem það kostaði!! Já er komin á 16 bls og það sér aðeins fyrir endann á þessu. Maður verður samt svo ruglaður í hausnum af því að þýða ítölsku yfir á ensku því að mikið af fræðiheitunum er svo svipað á þessum málum bara skrifað á mismunandi hátt og það ruglar mann svolítið. Annars er ég ekki enn búin að fá svar frá DTU í köben.. og veit því ekkert hvert skal haldið í haust... danmörk eða akureyri já það er stóra spurningin... annnars væri sjálfsagt gáfulegast að reyna að fá sem mest metið inn á Akureyrinni maður er sennilega öruggustar með það að reyna að læra hérna heima upp á það að geta alveg örugglega klárað námið, tala náttúrlega af ítalskri reynslu, þeir eru örugglega fínir í DK líka, maður er bara farinn að passa sig meira núna af því maður hefur reynslu af öðru... helvítis Catania, þó það væri náttúrlega gaman að flytja til Dk í einhver tíma.. spurning samt um að klára fyrst þennan Bsc og fara svo erlendis í mastersnám ef maður verður með nógu góðar einingar hemmm? Hvað finnst ykkur annare?

Annars er bara ágætt að frétta af vinnunni. Er búin að vera úti í felti alla þessa viku og uppiskeran af því er vindþurrkað andlit... þá er bara að smyrja júgursmyrsli á sig í tíma og ótíma...já welcome to Iceland... Er svo að byrja á þessari BOD mælingu en það hefur verið svolítið vesen þar sem ég hef nú 2 skrifstofur í sama húsinu og er að reyna að samræma þetta með aðalvinnunni minni... svo er eg að vinna með einhverjum snarvitlausum japanacowboyverkfræðing og það er eiginlega minn mesti kvíði þar sem að hann talar óskiljanlega ensku á 200km hraða og ég sit yfirleitt bara og glápi á hann þegar hann er að reyna að útskýra eitthvað fyrir mér, og símasamstölin okkar eru heldur skrautleg... ótrúlegt maðurinn er buinn að bua i 25 ár í Texas og heldur að hann sé cowboy, l-in hjá honum eru orðin r og restin er einhver blanda af japönsku og smá íslensku eins og gódan dainn og hvirni hefur tu taa... og allar íslenskar konur eru alveg eins og svo framvegis... já veit ekki alveg hvernig þetta endar hjá ykkur en þið verðið alveg örugglega látin vita af framgangi mála!!

laugardagur, júlí 09, 2005

Stríð eða hryðjuverk ?!

Bara ekkert að frétta. Maður svona ennþá að jafna sig á sprengingunum í London. Þetta var búið að liggja lengi í loftinu. Hef nú áður talað um hryðjuverk og ætla ekkert að gera það aftur, nema að það fer í taugarnar á mér notkunin á þessu orði HRYÐJUVERK því að ég get einhvern veginn ekki skilið muninn á orðinu hryðjuverk og stríð því í mínum huga er það eitt og sami hluturinn. Hvaða munur er á því þegar Bandaríkin senda sprengjur á Írak til að drepa saklaust fólk eða þegar sprengjur springa í London, Madrid eða USA? Það er kallað stríð þegar vestræn lönd sprengja upp og drepa "fátæk" lönd en hryðjuverk ef það virkar á hinn bóginn.. athyglisvert.

En allavegana. Er byrjuð í ræktinni og buin að vera þó nokkuð dugleg þó ég segi sjálf frá. Búið að betrumbæta aðstöðuna hérna á Egils og allt gott um það að segja. Svo er maður bara að vinna á fullu og því allt í sómanum bara. Vona að sömu sögu sé að segja um ykkur!!! ???

sunnudagur, júlí 03, 2005

HÆTT AÐ SKAMMAST

Jæja ætli það sé ekki best að hætta að skammast í ykkur. Blóðþrýstingurinn orðinn aðeins jafnari eftir að ég fann nokkur splunkuný og skemmtileg blogg áðan og gat svalað bloggsýkinni, allavegana í bili. Það er orðin einhvern veginn föst rútína að kíkja á hverjum degi inn á bloggsíðurnar hjá bloggvinunum til að athuga hvort það sé eitthvað nýskeð, eitthvað um að vera, ótrúlegt en satt.

Annars er ég bara að byrja mitt vinnusumar. Búið að vera ágætt að byrja aftur hjá NA ( Náttúrustofu Austurlands ) þetta er svo mikil dásemdarvinna. Í ár fékk ég meira að segja jeppa til að þeysast á, það er ekki slæmt og vinnugemsa líka jahá!!Reyndar hef ég ekki hugmynd um hvert numerið í símanum hjá mér sé og svo veit eg heldur ekki pin numerið á honum, komst að því þegar að hann varð batteríslaus og slökkti á sér...

Verkefnin mín í sumar eru að mestu leyti tvenn. Er að setja niður gróðurreiti allt í kringum helvítis álverið sem er verið að byggja ( ef einhver vissi það ekki þá er ég á móti álveri í Reyðarfirði og öllum hugsanlegum framtíðarálverum og stóriðjum á Íslandi punktur og basta ) og næstu 5 árin þá munum við fylgjast með breytingum á gróðrinum í reitunum og taka sýni til að mæla hugsanlega mengun sem mun berast frá eldspúandi skrímslinu sem verið er að þrykkja upp þarna niðurfrá.

Hitt verkefnið er að mæla breytingar á vatnssviði ánna tveggja sem verða stíflaðar og veitt í kross til að búa til stærstu stíflu í Evrópu og sennilega bara í öllum heiminum...

En hei ég náði svo að næla mér líka í enn eitt verkefnið... og það ekki hjá NA heldur á Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins... já það er kúl, allavegana finnst mér það! Haldiði ekki að ég hafi náð að klína mér þar inn þar sem að þeir fengu úthlutað fullt af spennandi mengunarverkefnum í sumar og haldi ekki barasta að það hafi eitthvað gott LOKSINS komið útúr því að fara í skóla til Catania því að þeir fengu akkurat verkefni sem eg var buin að læra um úti og barasta enginn a islandi ( eða her um bil ) kann... og mín bara heiii ég þekki þessa aðferð.... þannig að það endaði með því að þeir hringdu í mig og buðu mér verkefnið ( ég gleymdi reyndar að segja þeim að ég var hálfsofandi þegar prófessoressan fór í gegnum þessa aðferð í tímanum forðum daga, en ég er sko buin að liggja á netinu og fann þar meira að segja myndband um hvernig á að gera þetta allt saman á labbanum þannig að ég vona að þetta gangi allt vel hjá mér )!!!!!!!!!!!!

Wish meee goooood lucccckkkk

og já ég er að spá í að fara og klára þetta árans nám í Auðlindadeildinni á Akureyri í haust ef ég fæ námið mitt að utan eitthvað metið inn...gátu þeir ekki druslast til að setja þetta á Umhverfisnám á laggirnar áður en ég þurfti að flýja land til mafíulands til að læra??? ótrúlegt!!! En allavegana boh spáiði í því gæti verið komin með Mastersgráðu by now!! Uffffaaaaaaaaaaa best að hugsa ekki um það og vera ánægð með að ég lærði um BOD5 í Catania.. jájá