eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

sunnudagur, júlí 17, 2005

Jæja er enn að þýða ítalska dótið mitt yfir á ensku.. þetta er massaverk, eins gott að ég sendi þetta ekki á consúlatið hann hefði verið mörg ár að þessu miðað við tímann sem það tók hérna um árið að þýða 6 blöð af íslensku yfir á ítölsku og allan peninginn sem það kostaði!! Já er komin á 16 bls og það sér aðeins fyrir endann á þessu. Maður verður samt svo ruglaður í hausnum af því að þýða ítölsku yfir á ensku því að mikið af fræðiheitunum er svo svipað á þessum málum bara skrifað á mismunandi hátt og það ruglar mann svolítið. Annars er ég ekki enn búin að fá svar frá DTU í köben.. og veit því ekkert hvert skal haldið í haust... danmörk eða akureyri já það er stóra spurningin... annnars væri sjálfsagt gáfulegast að reyna að fá sem mest metið inn á Akureyrinni maður er sennilega öruggustar með það að reyna að læra hérna heima upp á það að geta alveg örugglega klárað námið, tala náttúrlega af ítalskri reynslu, þeir eru örugglega fínir í DK líka, maður er bara farinn að passa sig meira núna af því maður hefur reynslu af öðru... helvítis Catania, þó það væri náttúrlega gaman að flytja til Dk í einhver tíma.. spurning samt um að klára fyrst þennan Bsc og fara svo erlendis í mastersnám ef maður verður með nógu góðar einingar hemmm? Hvað finnst ykkur annare?

Annars er bara ágætt að frétta af vinnunni. Er búin að vera úti í felti alla þessa viku og uppiskeran af því er vindþurrkað andlit... þá er bara að smyrja júgursmyrsli á sig í tíma og ótíma...já welcome to Iceland... Er svo að byrja á þessari BOD mælingu en það hefur verið svolítið vesen þar sem ég hef nú 2 skrifstofur í sama húsinu og er að reyna að samræma þetta með aðalvinnunni minni... svo er eg að vinna með einhverjum snarvitlausum japanacowboyverkfræðing og það er eiginlega minn mesti kvíði þar sem að hann talar óskiljanlega ensku á 200km hraða og ég sit yfirleitt bara og glápi á hann þegar hann er að reyna að útskýra eitthvað fyrir mér, og símasamstölin okkar eru heldur skrautleg... ótrúlegt maðurinn er buinn að bua i 25 ár í Texas og heldur að hann sé cowboy, l-in hjá honum eru orðin r og restin er einhver blanda af japönsku og smá íslensku eins og gódan dainn og hvirni hefur tu taa... og allar íslenskar konur eru alveg eins og svo framvegis... já veit ekki alveg hvernig þetta endar hjá ykkur en þið verðið alveg örugglega látin vita af framgangi mála!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home