eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: HÆTT AÐ SKAMMAST

sunnudagur, júlí 03, 2005

HÆTT AÐ SKAMMAST

Jæja ætli það sé ekki best að hætta að skammast í ykkur. Blóðþrýstingurinn orðinn aðeins jafnari eftir að ég fann nokkur splunkuný og skemmtileg blogg áðan og gat svalað bloggsýkinni, allavegana í bili. Það er orðin einhvern veginn föst rútína að kíkja á hverjum degi inn á bloggsíðurnar hjá bloggvinunum til að athuga hvort það sé eitthvað nýskeð, eitthvað um að vera, ótrúlegt en satt.

Annars er ég bara að byrja mitt vinnusumar. Búið að vera ágætt að byrja aftur hjá NA ( Náttúrustofu Austurlands ) þetta er svo mikil dásemdarvinna. Í ár fékk ég meira að segja jeppa til að þeysast á, það er ekki slæmt og vinnugemsa líka jahá!!Reyndar hef ég ekki hugmynd um hvert numerið í símanum hjá mér sé og svo veit eg heldur ekki pin numerið á honum, komst að því þegar að hann varð batteríslaus og slökkti á sér...

Verkefnin mín í sumar eru að mestu leyti tvenn. Er að setja niður gróðurreiti allt í kringum helvítis álverið sem er verið að byggja ( ef einhver vissi það ekki þá er ég á móti álveri í Reyðarfirði og öllum hugsanlegum framtíðarálverum og stóriðjum á Íslandi punktur og basta ) og næstu 5 árin þá munum við fylgjast með breytingum á gróðrinum í reitunum og taka sýni til að mæla hugsanlega mengun sem mun berast frá eldspúandi skrímslinu sem verið er að þrykkja upp þarna niðurfrá.

Hitt verkefnið er að mæla breytingar á vatnssviði ánna tveggja sem verða stíflaðar og veitt í kross til að búa til stærstu stíflu í Evrópu og sennilega bara í öllum heiminum...

En hei ég náði svo að næla mér líka í enn eitt verkefnið... og það ekki hjá NA heldur á Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins... já það er kúl, allavegana finnst mér það! Haldiði ekki að ég hafi náð að klína mér þar inn þar sem að þeir fengu úthlutað fullt af spennandi mengunarverkefnum í sumar og haldi ekki barasta að það hafi eitthvað gott LOKSINS komið útúr því að fara í skóla til Catania því að þeir fengu akkurat verkefni sem eg var buin að læra um úti og barasta enginn a islandi ( eða her um bil ) kann... og mín bara heiii ég þekki þessa aðferð.... þannig að það endaði með því að þeir hringdu í mig og buðu mér verkefnið ( ég gleymdi reyndar að segja þeim að ég var hálfsofandi þegar prófessoressan fór í gegnum þessa aðferð í tímanum forðum daga, en ég er sko buin að liggja á netinu og fann þar meira að segja myndband um hvernig á að gera þetta allt saman á labbanum þannig að ég vona að þetta gangi allt vel hjá mér )!!!!!!!!!!!!

Wish meee goooood lucccckkkk

og já ég er að spá í að fara og klára þetta árans nám í Auðlindadeildinni á Akureyri í haust ef ég fæ námið mitt að utan eitthvað metið inn...gátu þeir ekki druslast til að setja þetta á Umhverfisnám á laggirnar áður en ég þurfti að flýja land til mafíulands til að læra??? ótrúlegt!!! En allavegana boh spáiði í því gæti verið komin með Mastersgráðu by now!! Uffffaaaaaaaaaaa best að hugsa ekki um það og vera ánægð með að ég lærði um BOD5 í Catania.. jájá

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home